Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

„Carsala“ ??

Það virðast engin takmörk fyrir hugmyndafátækt og smásálar hugsun manna þegar kemur að því að gefa verslunum og fyrirtækjum nafn. Íslenskan hefur átt undir högg að sækja í þessu efni.

Æ oftar er gripið til enskunnar og heiti á því máli valið. Þetta á væntanlega að vera "töff" eða áhrifaríkara en íslensk orð, en er það fráleitt ekki.

 Nú eru menn farnir að blanda saman íslenskum orðum og enskum. Bílaoutlet er það nýjasta. Hver andsk.... er nú það?  Er það einhver „CARsala“?

Hið opinbera er meira að segja farið að nota ensku. Enska hefur verið innleidd í vegamerkingar. Orðið BUS er farið að sjást á akreinum! Hvenær var það innleitt í íslensku?

Er ekki mál að linni?

Höfum það Íslenskt.

 

 


Þorgerður í fótspor forsetans!

 

Það er full ástæða til að taka vel á móti „strákunum okkar“ þegar þeir koma heim. Ekki spurning. Þorgerður Katrín mennta- og íþróttamálaráðherra ætlar, sem þá starfandi forsætisráðherra, að sjá til þess. Er það vel.

Þorgerður hefur boðað að hún fari nú þegar til Kína til að styðja strákana í leiknum gegn Frökkum. Það er vel til fundið. Hún hefði  mátt fara fyrr.

En hvað segja þeir hægrimenn nú, sem fóru mikinn og áttu ekki til orð til að lýsa hneykslan sinni á för forsetans til Kína og vildu að hann sæti heima í pólitískum tilgangi. Þá hefur sett hljóða.

 

 

Áfram Ísland


mbl.is Þorgerður Katrín: „Ég fer út að fagna með strákunum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magnað, magnað, frábært.

Við unnum með 6 marka mun! Hugsið ykkur.

Þetta eru magnaðir drengir. Ef einhverjir hafa unnið til Fálkaorðunar þá eru það þeir.

Nú er bara að taka það á sunnudaginn.

Áfram Ísland.


mbl.is Íslendingar í úrslitaleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér er ökuleyfið þitt, 21. útgáfa gjörðu svo vel!

Ætli það hafi verið meiningin að láta hann hafa ökuleyfið í 21. sinn? Er ekki nokkuð ljóst að maður sem sviptur hefur verið ökuleyfinu 5 til 6 sinnum hefur ekkert með ökuleyfi að gera?

En það hefði sjálfsagt engu breytt í þessu tilfelli  því hann ók eftir sem áður, þrátt fyrir sviptingu. En miðað við ákæruna er ökumannsferli hans endanlega lokið. Þó fyrr hefði verið.

 


mbl.is Lyftu strætó og björguðu barni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of margar byssur. Lausnin......fleiri byssur

Ef kennarar þurfa að geta varið sig ef til skotárásar kemur, þurfa þá ekki nemendur líka að verja sig. Er ekki rétt að vopna alla í skólanum svo fulls jafnræðis sé gætt?

Það er í hæsta máta undarlegt að eina lausnin, sem bandaríkjamenn sjá, þegar upp koma byssuvandamál, er að fjölga byssum í umferð!


mbl.is Kennarar fá að bera byssur í Texas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigur

Þó ég sé ekki íþróttafrík þá kitlar þetta Íslensku hégómagirndina.

Erum við ekki að vinna?


mbl.is Ísland lagði Rússland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonbrigði?

Hún gerði sitt besta. Gerðu einhverjir sér vonir um eitthvað annað? Verðlaunapall ef til vill?


mbl.is Erla Dögg rúmri sekúndu frá sínu besta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stríð í þágu hvers?

Voru það ekki Georgíumenn sem hófu þessi átök? Hafa Rússar ekki verið í Suður Ossetíu sem friðargæslumenn í umboði Sameinuðu þjóðanna?

Afstaða BNA er í hæsta máta undarleg. En í ljósi þess að þeir gera sér e.t.v. vonir um að Georgia verði einhvern tíma í framtíðinni aðili að NATO, þá verður ljóst að tilgangurinn helgar meðalið. Því víla þeir ekki fyrir sér að verja arfaslæman málstað, gera rangt að réttu, fara gegn kláru umboði Sameinuðu þjóðanna þegar þeim hentar til að þjóna annarlegum sérhagsmunum sínum.

Ég hef ekki verið kunnur fyrir að verja gamla Sovét eða Rússa í dag, en í þessu máli hafa þeir klárlega réttinn sín megin ef eitthvað er að marka fréttir.

Hin guðlega fasíska Bush stjórn BNA veður reyk í þessu máli sem mörgum öðrum undanfarin 7 ár.

Vonandi framlengja „vinir vorir“ ekki þessa vitleysu um 4 ár með því að kjósa McCain.

 
mbl.is Bandaríkjamenn aðvara Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má ekki bjóða þér gómsætar herpes ostrur?

Hefur einhver lyst á ostrum eftir þetta?

 


mbl.is Franskar ostrur deyja úr herpes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins er pabbi fundinn!

Tyrannosaurus Rex er ekki lengur upprunalaus. Faðernið er víst búið að vera vandamál í 200 milljón ár. Nú er það leyst. Mér er létt.


mbl.is Forfaðir grameðlunnar fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband