Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Ingibjörg Sólrún: Hvað sem þú gerir, ekki gera ekki neitt!
8.8.2008 | 19:13
Nú er það ljóst að helsta vandamál Íslendinga fram að þessu hefur verið ofstjórn. Það hefur sem sé komið á daginn að þegar Róm brennur þá er besta og eina lausnin að gera ekki neitt. Það staðhæfir Geir forsætisráðherra hið minnsta. Og ekki bullar hann.
Sú staðreynd að hér var allt í kaldakoli árum saman, verðbólga í hæstu hæðum og annað eftir því er sem sé vegna þess að stjórnvöld voru alltaf að reyna að gera eitthvað, bregðast við vandanum eins og það var yfirleitt kallað.
Ef menn hefðu fyrr uppgötvað að bregðast ekki við vandanum og brugðið fyrir sig að gera ekki neitt aðferðinni hefði gullöld einkavinavæðingar, vaxtaokurs, hagsmunagæslu og sérhagsmuna runnið upp mun fyrr og ríkir væru nú orðnir mun ríkari og við hin, fátækari en við þó erum í dag.
Nú hefur komið í ljós að Eftirlaunalögin umdeildu sem Geir sagði í þinglok í vor, að unnið yrði að hörðum höndum, í þinghléinu í sumar, hefur verið sett í ekki gera neitt ferlið, þannig að ekki er þess langt að bíða að viðunandi lausn á því detti af himnum ofan í hendur Ríkisstjórnarinnar, ef hún er þá ekki of upptekin við að gera ekki neitt til að geta gripið lausnina.
En líklegasta skýringin er sú að málið sé af vilja dregið til að liðka fyrir því að 1. bankastjóri Seðlabankans, sem er orðin til óþurftar, fáist til að víkja með góðu svo koma megi að vitrænum bankastjóra, sem ekki lætur stjórnast af heift og hatri.
Því leggur Ríkisstjórnin kapp á að gera ekki breytingu á þessum ólögum fyrr en hann hefur hafið töku lífeyris, því þá er ekki hægt að skerða greiðslur til hans afturvirkt.
Ég skil Sjálfstæðisflokkinn í þessu máli en ég skil ekki flokkinn minn Samfylkinguna að standa í þessu bulli og Ríkisstjórninni yfirhöfuð.
Ætlar Samfylkingin sér ekki framhaldslíf eftir þessa Ríkisstjórn?
Verður ferill þessarar Ríkisstjórnar grafskrift Ingibjargar Sólrúnar og Samfylkingarinnar?
Ef svo færi yrði það mikil en einskis nýt fórn á altari Mammons.
![]() |
Fagnar frumkvæði ASÍ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Vantar mat?
7.8.2008 | 06:40
Ætli þetta sé lokahnykkurinn í matvælaöflun fyrir Ólympíuleikana? Allir hundar búnir?
Nú verður ekki hörgull á rottum þegar köttum fækkar. Það verður þá hægt að grípa til þeirra ef um allt þrýtur.
![]() |
Flækingsdýrum útrýmt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
ANNAÐ YFIRLIÐ SEM FYRST.
5.8.2008 | 22:09
Kannski einhverjar X-Files forynjur hafi verið með þeim í gufubaðinu.
Annars hafa gufa og vímugjafar hverskonar alltaf virkað illa saman og oft endað með meðvitundarleysi.
AYSF stendur fyrir Annað Yfirlið Sem Fyrst.
![]() |
Ástaratlot í gufubaði enduðu með yfirliði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
„Home alone“
4.8.2008 | 10:53
Að gleyma barni, hvernig er það hægt? Hvað getur verið svo yfirþyrmandi í huga foreldra að það skyggi á það sem öllu skiptir, börnin?
Það hefur verið gumað að því að hvergi í heiminum sé meira og strangara eftirlit en á Ísraelskum flugvöllum og flugvélum. Hvergi í heiminum á flugvél að fara í loftið nema hausarnir passi við farþegalistann og þann farangur sem settur hefur verið um borð. Ísraelar hafa örugglega smurt einhverju þar ofaná.
En svo bregðast krosstré sem önnur tré.
![]() |
Gleymdu barninu í fríhöfninni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Óhugnarlegur atburður á Santorini
3.8.2008 | 23:23
Það er óhætt að fullyrða að eyjan Santorini öðru nafni Thera sé fegursta eyjan í Eyjahafinu, margir segja fegursta eyja heims. Ekki ætla ég að mótmæla því. Ég hef komið þangað þrisvar og á eftir að koma þar oftar, það er öruggt.
Það er óhugalegt að heyra þessar fréttir þaðan. Því þar býr einstaklega gott og gestrisið fólk sem gaman er að sækja heim. Enginn sem fer til Krítar eða Grikklands ætti að láta hjá líða að skreppa þangað.
Þar eru öll hús hvítmáluð með bláu þaki. Þegar maður kemur siglandi til eyjarinnar sýnast húsin vera snjór á bjargbrúninni, séð úr fjarlægð. Höfuðstaður eyjarinnar heitir Fira.
Eyjan sprakk í loft upp um 1600 f.k. í miklu hamfara gosi. Flóðbylgja olli síðan skaða og manntjóni víða um Miðjarðarhafið sunnanvert. M.a. er talið að Minoanska menningin á Krít hafi af hennar völdum liðið undir lok.
Á eynni hefur verið grafið upp þorpið Akrotiri sem grófst í ösku í gosinu. Akrotiri er fyllilega sambærilegt við Pompei á Ítalíu.
Fyrir sprenginguna var eyjan heill massi eins og útlínur eyjarinnar sína. Við sprenginguna hvarf miðjan úr eynni, en eins og sjá má er ný eyja byrjuð að hlaðast upp í gígnum miðjum. Hún reis úr sæ 1707 og þar gaus síðast 1950.
![]() |
Myrti kærustuna og gekk með höfuð hennar um götur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Land frelsisins
3.8.2008 | 16:31
Þetta eru uggvænlegar fréttir en koma ekki á óvart. Í þessa átt hefur fasistastjórn Bandaríkjanna verið að beina málum hægt og sígandi. Skerða stöðugt einstaklingsfrelsið en auka frelsi yfirvalda til aðgerða svo sem leyniþjónustu, lögreglu og stofnana. Þetta endar með alræði ríkisins.
Skyldu menn á hægri væng Sjálfstæðisflokksins dýrkendur lýðræðis og einstaklingsfrelsis hafa af þessu áhyggjur? Nei hreint ekki. Þá dreymir með blik í augum að koma þessari þróun á hér og B.B. er raunar byrjaður á því verki.
![]() |
Mega haldleggja fartölvur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Saurugir seðlar
3.8.2008 | 11:13
Klósetleki kom upp um mútuþægni embættismanns í Kína. Hann var dæmdur til dauða, fyrir spillingu, sem er dauðasök í Kína. Eiginkona mannsins var dæmd í 3 ára fangelsi fyrir að þvætta sauruga seðlana.
Þetta er sennilega lýsandi fyrir stjórnkerfið í Kína í heild, sem er sennilega með spilltustu stjórnkerfum í heiminum og án efa það mannfjandsamlegasta um þessar mundir.
![]() |
Klósettleki kom upp um spilltan embættismann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kona hótar að kveikja í gaskút
3.8.2008 | 09:59
Ætli "Gasmann" hafi verið sendur á vettvang, sem helsti gassérfræðingur lögreglunnar til að gasa konuna?
![]() |
Hótaði að kveikja í gaskút |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki er öll vitleysan eins.
2.8.2008 | 22:58
Þetta er svo yndislega fáránlega vitlaust að þetta er ekki einu sinni fyndið. Ef konum væri boðið upp í bíla og reynt við þær þar, ætli bílar verði þá bannaðir?
En hvað um það siðgæðinu hefur verið komið til bjargar.
![]() |
Gæludýrabann í Sádi-Arabíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bifreiðin SK 033
2.8.2008 | 16:50
Rétt fyrir kl. 16.30 í dag verslaði fólk á bifreiðinni SK 033, sem er hvít Hyundai, í lúgu í Bárunni hér í Grindavík. Bifreiðin var síðan færð 20 metra frá lúgunni og þar voru krásirnar snæddar.
Þetta væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi ef ekki hefði legið á götunni, hrúga af rusli, þegar þetta ágæta fólk ók á brott.
Það væri þessu fólki til sóma ef það sægi að sér og kæmi og hirti upp eftir sig ruslið og henti því þar sem ruslið á heima.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)