Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
Strandar málið á verkkvíða?
27.4.2009 | 15:19
Ögmundur Jónasson leggur á það ríka áherslu í viðtölum þessa dagana, með miklu og torskyldu málskrúði að þjóðin eigi að ráða Evrópusambands aðild. Hefur annað staðið til? Er ekki öll þjóðin sammála um það?
Mér finnst það blasa við að eins og Ögmundur og Atli Gíslason stilla málinu upp, þá sé það hreint ekki ætlan þeirra að þjóðin verði yfir höfuð spurð um Evrópusambandsaðild, hvað þá að hún fái að ráða því. Það ákvörðunarvald ætla þeir sjálfum sér, þótt annað sé látið í veðri vaka.
Ein þjóðaratkvæðagreiðsla, þegar niðurstaða samningaferilsins liggur fyrir, er allt sem þarf. Það að ætla þjóðinni að greiða atkvæði án þess að fyrir liggi eitthvað til að greiða atkvæði um er bara fyrirsláttur til að tefja eða stoppa málið.
Þessari framsetningu má líkja við að VG hafi ákveðið að birta ekki stefnuskrá sína fyrr en eftir kosningar en samt ætlað kjósendum að taka afstöðu til hennar í kosningunum.
Getur það verið að Ögmundur og Atli vilji frekar vera í stjórnarandstöðu til að geta komið sér þægilega fyrir í skotgröfunum þar sem verkkvíðinn sækir síður á þá?
Þjóðin verður að ráða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kynrembu fréttaskýring
27.4.2009 | 11:17
Að konur hafi kosið konur til valda, er að mati Kristínar Ástgeirsdóttur helsta skýringin á jöfnu kynjahlutfalli hjá VG, Samfylkingunni og Borgarahreyfingunni.
Ef konur sem greiddu þessum framboðum atkvæði voru að kjósa konur, hvað vorum við karlarnir sem kusum þessa lista að kjósa?
Mér finnst Kristín raunar gera lítið úr kynsystrum sínum að ætla þeim að þær kjósi frekar eftir kyni en mannkostum eða stefnumálum. Er til gleggra dæmi um kynrembu.
Er skýringin ekki einfaldari en þessi hugsýn Kristínar? Er ekki jafnt hlutfall kynja á framboðslistunum eina skýringin á jöfnu hlutfalli kynjanna í þingflokkunum?Ef konur eru ekki á framboðslistum er ekki líklegt að þeir skili konum inn á þing, gildir þá einu hversu margar konur kjósa þá lista.
Konur kusu konur til valda á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Verkin lögð í dóm kjósenda
27.4.2009 | 09:10
Við erum óhræddir að leggja verk okkar í dóm kjósenda. Er þreytt og þvæld klisja sem Kristján Þór Júlíusson notar mikið, raunar í tíma og ótíma.
Nú hafa kjósendur metið verk Kristjáns og félaga og fellt sinn dóm. En þá kveður við nýjan tón hjá Kristjáni, nú hafa kjósendur horft of mikið í baksýnisspegilinn. Þar hafi ekkert merkilegt verið að sjá, ekkert mál umfram annað, sem hafi orsakað þetta hrun!
Kjósendum hafi ekki verið ljóst að núna væri mikilvægara að horfa fram á vegin og beina sjónum frekar á óunnin en unnin verk Sjálfstæðismanna.
Kristján ætti að lokinni naflaskoðun henda klisjunni og líta sjálfur fram á veginn.
.
Flokkurinn þarf að fara í mikla naflaskoðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mun Bjarni reka lestina?
25.4.2009 | 14:09
Bjarni Benediktsson tók óvænt forystuna þegar hann mætti fyrstur formanna á kjörstað.
Nú er það spurningin hvort orðtakið þeir fyrstu verða síðastir... eigi ekki líka við í Íslenskri pólitík?
Bjarni Ben kaus fyrstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að vera eða vera ekki.
25.4.2009 | 13:26
Það er þannig með Ástþór ræfilinn að hann er sjálfum sér verstur.
Það er líkt með Ástþór og trúðum í fjölleikahúsi, allir hafa af þeim gaman stutta stund, en enginn tekur þá alvarlega eða vill taka þá með sér heim.
Ég fæ ekki séð að Ástþór sé tekin öðrum tökum í viðtalsþáttum en aðrir frambjóðendur. Ástþór verður að átta sig á því að Íslendingar eru, af óskiljanlegum ástæðum, almennt ekki sammála þeirri sannfæringu hans, að hann sé nafli alheimsins.
Ef Ástþór telur sig fá meiri athygli í kvöld með því að sitja heima í stað þess að mæta í sjónvarpssal, þá er valið hans.
Ástþór illur út í RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Refsing tekin út fyrirfram!
24.4.2009 | 14:00
Rök Héraðsdóms Suðurlands fyrir sýknu í þessu máli eru einhver þau undarlegustu sem ég hef heyrt eða séð í sakamáli.
Það er mat dómsins, að hefði þetta síðasta brot verið tekið með í fyrri dómi yfir manninum hefði það ekki orðið til refsihækkunar, því sé ekki ástæða til að vera að gera vesen út af því!
Ekki verður annað skilið en Héraðsdómur Suðurlands telji fyrri dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manninum of þungann og því eigi hann inni og geti haldið áfram að brjóta af sér uns hann hafi fyllt upp í dóminn.
Það hefur því verið tekin upp sú nýlunda að menn geti setið af sér dóma fram í tíman.
Það er deginum ljósara að Héraðsdómur Suðurlands telur það ekki ámælisvert að fíkniefnum sé smyglað inn í fangelsið á Litla Hrauni og þeim dreift þar.
.
Ekki refsað fyrir að geyma fíkniefni í fangaklefa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvers eiga Íslendingar að gjalda?
24.4.2009 | 00:14
Það er hræðilegt til þess að vita að þeir Elton John og Sir Paul McCartney eigi varla fyrir salti í grautinn og Robbie Wiljams og Tom Jones hangi nánast á horriminni.
Svona fréttir eru ekki til þess fallnar að lappa upp á laskað ástand Íslensku þjóðarsálarinnar.
Þetta verður að öllum líkindum til þess að dýpka enn áhrif kreppunnar á Íslandi, því þetta er án vafa mikið tilfinningarlegt áfall fyrir þjóðina.
Það er þó bót í máli og gleðilegt til þess að vita að Beckham hjónin hafi ekki enn þurft að grípa til niðurskurðar á sínu óhófslífi.
.
.
Poppgoð í kreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 00:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sivjarbrella
23.4.2009 | 18:39
Siv Friðleifsdóttur hefur krafist þess að utanríkismálanefnd Alþingis verði kölluð saman á morgun föstudag, til að ræða trúnaðargögn varðandi Icesave-málið.
Umboði þingmanna líkur á miðnætti annað kvöld og þar með umboði nefnda þingsins. Það sem rætt verður í nefndinni á morgun eða hugsanlega ákveðið þar hefur ekki nokkra þýðingu fyrir nýtt þing, sem kosið verður á laugardaginn, né getur bundið hendur þess á nokkurn hátt.
Ekki verður annað séð en Siv reyni með þessu að fremja kosningabrellu á elleftu stundu, tilraun sem er dæmd til að mistakast.
Ræða trúnaðargögn vegna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Konur eru hommar inn við beinið
23.4.2009 | 14:36
Þá vitum það, konur eru hommar inn við beinið. Það mun vera megin skýringin á því að þær laðist að karlmönnum, að öllu jöfnu.
Hommi inn við beinið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Góðra vina fundur.
23.4.2009 | 12:43
Samkvæmt frétt á Vísi.is munu ræningjarnir þrír úr Kardimommubænum troða upp á fjölskylduhátíð Sjálfstæðismanna í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag.
Spyrja má hvort þetta sé framtíðarsýn ásamt meðvitaðri tilvísun til fortíðar.
Ætli Árni Johnsen sjái um undirspilið?
.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)