Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

„Göngum hreint til verks!“

Geir goðiÁróðursauglýsing frá Sjálfstæðis- flokknum, sem núna er keyrð bæði í útvarpi og sjónvarpi, endar á  slagorðinu „göngum hreint til verks“.

Í ljósi atburða síðustu daga verður þessi staðhæfing býsna brosleg.

Rétt eins og „stóri sannleikurinn“ á meðfylgjandi mynd.

Ætli Sjálfstæðisflokkurinn sé að hvetja kjósendur að ganga hreint til verks í kjörklefanum í komandi kosningum?

 


mbl.is Fylgið flæðir milli flokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ok, þá vitum við það

upprisanJá, já. Ég skil. Þá er það á hreinu.

Eins og meðfylgjandi mynd sýnir,

þá þarf ekki frekari vitnanna við.

Amen.


mbl.is Upprisa Jesú Krists er ekki goðsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóribróðir

big-brother-is-watching-youÍ nafni Frjálshyggjugræðginnar hafði lítill hópur manna frjálsar hendur að hrifsa til sín eigur nágranna sinna og annarra landsmanna og gera þá eignalausa hópum saman.

Stóribróðir hafðist ekki að, horfði á með velþóknun og hreyfði hvorki legg né lið til varnar lítilmagnanum.

En þegar lítilmagninn svarar fyrir sig og sest að í húsnæði sem Frjálshyggjugræðgin á og hafði hrifsað til sín í von um skjótfenginn gróða, þá kemur Stóribróðir og hreinsar út og er snöggur að því.

Það er því vissara fyrir Sómalska sjóræningja að reyna ekki hústöku í Reykjavík, þá yrði þeim sýnt hvar Davíð keypti ölið og þeir látnir finna til tevatnsins.

.

 
mbl.is Lögregla rýmir Vatnsstíg 4
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varst þú í Peking um páskana Þorgerður?

Þorgerður Katrín lætur í þessu viðtali, af mikilli vandlætingu, vaða á súðum yfir orðum SvandísarSvandís Svavars Svavarsdóttur, sem varð það á að segja upphátt það sem þjóðin hugsar þessa dagana.

Það virtist hafa komið gersamlega flatt upp á Þorgerði að þjóðin teldi enn að ýmsum spurningum væri ósvarað, þegar fyrir liggur ákvörðun Bjarna formanns að málinu sé lokið.

„Þetta eru alvarlegar ásakanir en Sjálfstæðisflokkurinn mun  gera hreint fyrir sínum dyrum“. Segir Þorgerður Katrín.  

Þorgarður KatrínirHalló! Halló!  Þorgerður,  væri ekki kjörið að framkvæma fyrst hreingerninguna sem þú lofaðir í fyrra áður en þú boðar aðra?

Já Þorgerður, orð Svandísar eru vissulega alvarleg, en þau gera ekki annað en endurspegla fyrst og síðast alvarleika þess tilefnis sem þau eru sprottin af.

Reiði Þorgerðar kann að stafa af þeirri staðreynd að hún hafi áttað sig á því að þjóðin er ekki fífl en við það virðist hún hafa bundið verulegar vonir.


mbl.is Aldrei heyrt alvarlegri ásakanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það sundur eða saman.....?

baldursbráSundur-, saman-, sundur-, .......... úps.... saman.

.

.

 
mbl.is Samstarfi ekki slitið í Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er veðjað á að kjósendur séu fífl?

Nú hefur Ríkisendurskoðandi  staðfest það sem ég sagði í greininni hér á undan að hann hafi ekki heimild til þeirrar rannsóknar sem Guðlaugur hefur sagst ætla að óska eftir.

Guðlaugur ætti að líta sér nær í viðleitni sinni að hreinsa sig af þeim ákúrum sem á hann eru bornar. Eðlileg væri að hann birti framboðsbókhald sitt svo ljóst verði að þar sé ekkert sem ekki ætti að vera þar. Það væri góð byrjun.

Það ættu raunar allir frambjóðendur að gera. Það liggur í augum uppi að það er lítið samhengi í því  að setja reglur um fjárframlög til stjórnmálaflokka en hafa allt galopið varðandi stór framlög í  persónulega kosningasjóði frambjóðenda. Slíkt getur aldrei annað en lyktað illa.Bjarni Ben

Formaður Sjálfstæðisflokksins ítrekaði í hádegisfréttum áðan að allt væri komið fram í málinu sem máli skipti. Hann sagði það ámælisvert hvernig fréttaflutningi undanfarna daga hefði verið háttað og honum stýrt. Enginn virtist vilja ræða hvernig vinna ætti úr þeim vandamálum sem þjóðin standi frammi fyrir.

En Bjarni, er það ekki eðlilegt þjóðin hafi af því nokkrar áhyggjur og vilji vita, eftir það sem á undan er gengið, hvaða og „hvernig“  frambjóðendum henni standi til boða til úrvinnslu á þeim mesta vanda sem að þjóðinni hefur steðjað?  Eða kemur þjóðinni það ekki við? Er grunur um mútugreiðslur eitthvað sem ekki skiptir máli?

Er það ámælisvert Bjarni að fjölmiðlum og almenningi þyki það fréttnæmt að Sjálfstæðisflokkurinn,  þetta rómaða virki dyggða og dáða sé með allt niður um sig í því sem sagt hefur verið aðall flokksins?

En þó vilji formanns Sjálfstæðisflokksins standi til að þeir geti snúið sér að eðlilegri kosningabaráttu þá mun slíkt ekki gerast meðan þeir hætta ekki yfirklóri og undanbrögðum í stað þess að leggja spilin á borðið og gera hreint fyrir sínum dyrum.

Mig grunar að framundan sé harður og óvægin slagur, þar sem öllu verði til tjaldað,  persónulegt skítkast verði ekki sparað og  tilgangurinn látin helga meðalið til að rétta hlut flokksins.

Enginn kemst með tærnar þar sem Sjálfstæðisflokkurinn, þessi unandi mannlegra dyggða, hefur tærnar í rógburði  þegar að honum kreppir, af því hef ég bitra persónulega reynslu.


mbl.is Ríkisendurskoðun hefur ekki heimild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smiður beðinn að baka brauð.

Enn hamast illar tungur og óvandaðar sálir á Mogganum á honum Guðlaugi okkar Þór Þórðarsyni, algerlega að ósekju.

Guðlaugur ÞórGuðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður hefur því ákveðið að óska eftir að Ríkisendurskoðun taki út störf hans fyrir hönd Orkuveitu Reykjavíkur þann tíma sem hann var stjórnarformaður fyrirtækisins! 

Þetta er undarleg ósk og tæplega sett fram í öðrum tilgangi en þeim að slá ryki í augu almennings og í  þeirri von að auðtrúa kjósendur hugsi sem svo að sá sem leggi fram slíka ósk, hafi ekkert að fela.

Guðlaugur Þór veit manna best að Ríkisendurskoðandi hefur , vegna þess hvað tími fram að kosningum er knappur, varla tíma til að svara beiðninni formlega hvað þá meir.  

Guðlaugur veit líka að Ríkisendurskoðandi mun hafna beiðninni enda málið utan hans verksviðs. Á heimasíðu Ríkisendurskoðunar er fjallað um hlutverk stofnunarinnar þar segir m.a:

 „Meginhlutverk Ríkisendurskoðunar er að endurskoða ríkisreikning og reikninga þeirra stofnana og fyrirtækja sem hafa með höndum rekstur eða fjárvörslu á vegum ríkisins, eru rekin á ábyrgð ríkissjóðs eða ríkissjóður á að hálfu eða meira. Í þessu sambandi leggur hún einnig mat á það hvort innra eftirlit stofnana og fyrirtækja sé fullnægjandi. Ríkisendurskoðun hefur auk þess eftirlit með framkvæmd fjárlaga og er þingnefndum til aðstoðar við störf sem varða fjárhagsmálefni ríkisins. Þá er henni ætlað að endurskoða stjórnsýslu ríkisins og meta hvort hagkvæmni og skilvirkni sé gætt í rekstri ríkisstofnana og fyrirtækja og hvort þau fylgi gildandi lagafyrirmælum í þessu sambandi“.

Eins og á þessu sést er hlutverk Ríkisendurskoðunar fyrst og fremst að yfirfara og endurskoða bókhaldslega og skilda þætti í rekstri Ríkisins og stofnana þess. Ríkisendurskoðun getur ekki rannsakað óskjalfest samtöl manna í síma eða út í bæ, um mál sem ekkert koma bókhaldi eða beinum rekstri viðkomandi stofnana við, til þess skortir heimild í lögum.

Það er deginum ljósara að þessar greiðslur til Sjálfstæðisflokksins sem hér um ræðir, greiðar og gagngjöld þeim tengdar hafa ekki verið færðar til bókar hjá  Orkuveitunni. Þar mun auðvitað ekkert finnast um þau mál, verði það skoðað. Á  sú staðreynd þá að sanna að Guðlaugur hafi ekki haft neina aðkomu að málinu?

Guðlaugur hefur nú samkvæmt fréttinni viðurkennt að Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri hafi haftSigurjón Þ Árnason samband við sig upp á spítala. Að loknu kurteisishjali um ástand afturenda Guðlaugs hafi styrkjamálið komið upp. Þeir hafi farið yfir málið, fram hafi komið að annar aðili hafi haft samband við Sigurjón varðandi styrkinn. En þrátt fyrir þessa yfirferð munu þeir ekki hafa rætt málið.

Magnaðar græjur þessir nýju símar, með þeim er greinilega hægt að  tala um alla skapaða hluti við annan aðila án þess að umræðuefnið beri nokkurn tíma á góma.  


mbl.is Var í beinu sambandi við bankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öryggið á oddinn?

Fullvíst er að þetta flokkast ekki undir öruggt kynlíf!


mbl.is Stunduðu kynlíf á ofsahraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rangur misskilningur!

Kjartan_GunnarssonÞað var í fréttum Bylgjunnar í hádeginu að Kjartan Gunnarsson, þessi myndarlegi og glæsilegi maður, hefði sagt ósatt um aðkomu sína að stóra mútumálinu.

Þvílík illgirni og fúlmennska að fullyrða svona!

Það er margbúið að segja okkur að Kjartan, rétt eins og aðrir sem til forystu hafa valist í Sjálf- stæðisflokknum væru gegnheilir heiðursmenn, sem ekki mættu vamm sitt vita og myndu ekki hugsa, hvað þá segja eða gera eitthvað sem ekki væri þráðbeint á miðri línu sannleika og réttlætis.

Nei góðir hálsar, svona gera Sjálfstæðismenn ekki, no way hosey!

 

mbl.is Segir báða framkvæmdastjóra hafa vitað af styrkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipað gæti ég, væri mér hlýtt.

 Stjórnarfarið í N- Kóreu er ekki til eftirbreytni, né heldur hvaða tökum þau beita almenning sem oft sveltur heilu hungri. Ráðamenn í N-Kóreu mættu fara norður og niður fyrir mér og helst lengra. Þrátt fyrir þetta sé ég ekki hvernig önnur ríki telja sig þess umkomin að banna N-Kóreu að gera það sem þau sjálf gera þegar þeim hentar eða bíður svo.US eldflaugar

Andstaða Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Asíu gegn eldflaugaskotum N-Kóreu væri skiljanleg ef hún væri af mannúð og þeir vildu kappkosta að fjármagninu væri frekar varið í að brauðfæða þjóðina eða annarra þarfari hluta, en sú er nú ekki raunin.

Spyrja Bandaríkjamenn eða bandamenn þeirra önnur ríki heims hvort þeir megi skjóta á loft eldflaug eða gera tilraunir með ný vopn?  Nei það hvarflar ekki að þeim og hefur aldrei gert. Samt telja þeir sig þess um komna að banna öðrum að gera slíkt hið sama.

Nú nota þeir Sameinuðu þjóðirnar til að ná sínu fram gegn N-Kóreu og þá með viðskiptabanni og álíka geðslegum verkfærum sem aðeins bitna á almenningi í N-Kóreu, þeim sem síst skildi og hafa ekkert um málið að segja.fánar sþ

Bandaríkin hafa ekki hikað við að hundsa ályktanir Sameinuðu þjóðanna eða beita neitunarvaldi í öryggisráðinu henti það þeirra hagsmunum eða taðgatssleikjum þeirra.

Ekki hefur staðið í þeim t.d. að hindra að Sameinuðu þjóðirnar álykti gegn framferði Ísraelsmanna gegn Palestínumönnum.  

En þann vígvöll hafa Bandaríkin grímulaust notað um árabil til að prófa nýungar í hergagnaflórunni.  


mbl.is Sammála um ályktun um N-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.