Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
Það er alveg nýtt...
19.6.2009 | 23:44
...að það sé kölluð sjálfhelda að festa bíl í snjó.
Svo var sjálfheldan ekki meiri en svo að þeir sem voru hjálparþurfi gátu hringt eftir aðstoð.
En þetta er bara Mbl.is. Vonandi að blaðamenn þeirra lendi ekki í sjálfheldu með svona fréttaflutningi.
![]() |
Ferðalangar í sjálfheldu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fasteignamarkaðurinn við alkul en.....
19.6.2009 | 18:12
....svo einkennilega sem það hljómar, þá biðu menn víst í röðum eftir því að þetta, einmitt þetta, hús kæmi á sölu að sögn fasteignasala hjá Stakfelli.
Fyrrum húseigandinn hefur því auk hússins, lagt frosinn fasteignamarkaðinn í RÚST.
![]() |
Margir höfðu samband vegna hússins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað er næst, þvottur á snúrum í þingsölum?
19.6.2009 | 15:25
Sumum finnst sú skoðun mín eflaust gamaldags að þjóðþing sem og flestir vinnustaðir séu ekki heppilegir til barnagæslu, hvorki í Ástralíu eða annarstaðar og þá ekki hvað síst með hagsmuni barnsins í huga.
Aumingja konunni finnst greinilega niðurlægjandi að nota dagheimili þingsins, sem mun, ef mér skjátlast ekki því meir, hafa verið sett á laggirnar til að mæður með ung börn gætu sinnt þingstörfum.
Hvað er næst, þvottur á snúrum í þingsölum?
Ef þessi kona væri flugmaður, ætli henni fyndist niðurlægjandi að fá ekki að hossa barninu á hnjánum í vinnunni?
![]() |
Ástralska þingið ekki barnvænt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Andfætlingar eru þeir oft kallaðir......
19.6.2009 | 13:57

Við höfum vissar áhyggjur af því að þeir skjóti eldflaugum til vesturs, í átt að Hawaii,"
Sagði Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna um hugsanlega eldflaugaárás frá Norður-Kóreu.
Það er hægt að taka undir ótta Gates af eldflaugaárásum og sérílagi frá N-Kóreu, því ekkert er hræðilegra fyrir vammlaust fólk en að vera drepið af kommúnistum.
![]() |
Varnir auknar við Hawaii |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrstu hvalirnir komnir á land, þetta er góður dagur.
19.6.2009 | 12:41
Vonandi verða þeir margir svona, dagarnir á þessari vertíð og vertíðum komandi ára. Til hamingju Ísland.
![]() |
Risavaxinn morgunverður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég biðst afsökunar.
17.6.2009 | 00:38
Ég hef í huganum beðið Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur afsökunar á að halda að hún myndi ekki valda embætti forseta Alþingis.
Stjörnuhrap Sigmundar Davíðs hefur á stuttum tíma verið þvílíkt að fá dæmi eru um hliðstæðu þess.
Sigmundur hefur með undraverðum hraða breyst úr ungum glæsilegum, nýjum formanni Framsóknarflokksins, sem giska margir leyfðu sér að binda nokkrar vonir við, í agalausan og leiðinlegan lýðsskrumara, sem ekki þekkir sín takmörk.
Sigmundur glotti þegar hann hrökklaðist úr ræðustól, glotti fíflsins.
Framsóknarmenn margir hverjir eru örugglega farnir að sakna gáska og galsa Halldórs Ásgrímssonar.
.
![]() |
Óásættanleg framkoma forsetans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Er enginn óhultur?
16.6.2009 | 22:39
![]() |
Danskur fréttamaður með svínaflensu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
“I’m not me I’m you”!
16.6.2009 | 20:53
Það er misjafnt hvað fólk leggur á sig að gangast upp í hlutverkum sem það hefur ánetjast.
Þessi kona, Lorna Bliss, hefur kostað til nærri 30 milljónum í Britney Spears uppfærslur á sjálfri sér.Ég geri hvað eina sem Britney gerir og það getur verið mjög erfitt." segir Lorna.
.
Við skulum vona fyrir þeirra beggja sakir að fyrirmyndin verði ekki brottkölluð fyrir tímann svo afritið þurfi ekki að apa það eftir.
![]() |
30 milljónum varið til að líkjast Britney |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndatökuvélin flaug fyrir Hrafninn, fyrir björg
15.6.2009 | 16:14
Hrafn Gunnlaugsson ekur bíl á Gíbraltar suður, lendir í árekstri einn úr hópi manna, sem á móti koma, á bifhjólum.
Í skýrslu um frásögn Hrafnsins af atburðum segir m.a. á þessa leið:
Hrafn sagðist hafa farið út úr bílnum eftir áreksturinn. Þá hafi einn bifhjólamannanna reynt að hrifsa af honum kvikmyndatökuvél sem hann hélt á. Síðan hafi mennirnir ráðist á hann með höggum og spörkum, skellt honum í jörðina, snúið upp á hægri handlegg hans og náð af honum myndavélinni. Einn hafi kastað myndavélinni fram af grjótvegg og niður í fjöru.
Hvort lýgur Hrafninn eða flýgur? Af hverju hélt Hrafninn á kvikmyndatökuvélinni þegar hann fór út úr bílnum? Var hann kannski að nota hana samhliða akstrinum?
Eða hafði hann minni en engar áhyggjur af manninum sem minntist við brettið á bílum og greip vélina með sér því hann taldi mannklessuna á brettinu kjörið myndefni?
Gildir einu hvort var, hvorutveggja virðist týpískur Hrafn.
Það eina órökrétta í þessu máli er að það var kvikmyndatökuvélin en ekki Hrafninn sem flaug, í fjöruna niður.
![]() |
Fær ekki bætur vegna líkamsárásar á Gíbraltar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kemur munnvatn til bjargar?
14.6.2009 | 20:19
Nú þegar frjálshyggjan hefur beðið skipbrot er ljóst að margir geta ekki á heilum sér tekið og vita vart í hvorn fótinn þeir eiga að stíga.
Þessi munnvatns hugmynd kann að vera himnasending fyrir sanntrúaða og hrjáða frjálshyggjumunaðarleysingja landsins.
Hugsið ykkur dásemdina ef munnvatn eða aðrir líkamsvessar Foringjans Davíðs og hugmyndafræðingsins Hannesar fengjust á flöskum, þá gætu hinir þjáðu roðið gumsinu á sig, sér til hugarhægðar og léttis á þessum síðustu og verstu.
Vessana mætti líka nota til inntöku, allt eftir þörfum hvers og eins.
![]() |
Munnvatn fagurra stúlkna til sölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)