Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
Að segja eitt en meina það gagnstæða.
14.6.2009 | 19:51
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels segist styðja Palestínskt ríki. En því setur hann svo ströng og óaðgengileg skilyrði að ekki fer á milli mála hvað hann meinar.
Að stofnun Palestínsks ríkis komi aldrei og undir engum kringumstæðum til greina.
Með þessari framsetningu getur Netanyahu sagst hafa boðið frið en verið hafnað. Þetta eru stöðluð vinnubrögð Ísraelsmanna. Ísraelar hafa stundað það að eyðileggja friðarumleitanir á lokametrum samninga með því að boða til nýrra landtökubyggða eða annarra álíka aðgerða og kallað þannig á viðbrögð hjá öfgamönnum Hamas.
Eina vonin til friðar er að Bandaríkjamenn setji Síonistum stólinn fyrir dyrnar og neyði þá til friðarsamninga, alla leið.
Ræða Obama á dögunum vekur þá von að einmitt það gæti orðið raunin.
![]() |
Netanyahu styður Palestínuríki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Lítill munur á kúk og skít
14.6.2009 | 13:19
Ekkert er líklegra en að þeir geti hjálpað hvor öðrum, Ahmadinejad forseti Írans og Netanyahu forsætisráðherra Ísraels að skjóta stoðum undir öfgastefnu hvors annars til að
viðhalda spennu og þá helst stríðsástandi í þessum heimshluta.
Enda hæfir þar kjaftur skel og lítill munur er á kúk og skít.
![]() |
Bjargar Ahmadinejad Netanyahu fyrir horn? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Athyglisverð könnun
13.6.2009 | 09:00
Það verður fróðlegt að lesa á blogginu í dag langlokupistla JVJ og annarra andstæðinga viðræðna við ESB, þar sem tíundaðar verða hæpnar forsendur og ímyndaðir gallar þessarar könnunar og þann lýðræðishalla og landráðaásókn sem hún veldur.
Í þeim málflutningi verður að venju óspart vitnað í hvað frelsishetjan og 19. aldar maðurinn Jón Sigurðsson hefði gert og hugsað við núverandi kringumstæður á 21. öld. Það veit JVJ upp á þríklofið ljóst kuntuhár.
Það er munur að eiga gjörvulega menn.
En ég eins og 58% þjóðarinnar er þeirrar skoðunar að það geti ekki skaðað að tala við Evrópusambandið, hvort saman gangi er annað mál.
![]() |
58 prósent fylgjandi ESB-viðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Er batnandi mönnum best að lifa?
13.6.2009 | 08:31
Sú var tíð að þeim Bakkabræðrum þótti allt betra en Ísland til atvinnustarfsemi og fluttu fé, og allt þeim bræðrum, græðandi úr landi.
Nú hafa þeir bræður skyndilega fundið í fórum sínum áður gleymdar RISAtaugar til föðurlandsins og vilja því styðja við bakið á uppbyggingunni.
Hugmynd þeirra bræðra er með þessu að kaupa sér bætta ímynd fyrir aðeins hluta þess svikafjár sem þeir öfluðu með loftbólustarfsemi og öðrum óbermishætti og fluttu úr landi.
Bakkabræður, étið það sem úti frýs, það vill ykkur enginn hingað heim.
![]() |
Verksmiðja Bakkavarar gæti skapað 750 ný störf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Verslað út á krít með meiri krít.
13.6.2009 | 07:03
Það er hæpið að aumingja konan hafi haft tíma og tækifæri að klæðast öllum þessum flíkum þó ekki væri nema einu sinni fyrir utan mátunarklefann.
Af þessu sést að víða er útrásareðlið. En útrás er með þeim ósköpum að vera innrás á annan. Eins gróði verður annars tap. Það er aðeins gott til skamms tíma að geta verslað út á krít. Einhver þarf að taka upp veskið fyrr eða síðar.
Sumir hafa fengið án fyrirhafnar og án sýnilegrar innistæðu, takmarkalitlar úttektarheimildir, nánast sjálftökur, meðan öðrum minni spámönnum var gert að sanna sig og tryggja í bak og fyrir.
Þannig var það á Íslandi hinu góða, landi fjármála sóða.
![]() |
Tugmilljónir í tískufatnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samfélag sem byggir á .......
12.6.2009 | 08:30
.......almennri byssueign, er sjúkt.
Vopnakapphlaup er hafið meðal almennings í draumalandinu.
.Eina lausnin sem Kaninn hefur á þegar of mörgum byssum í almenningseign eru enn fleiri byssur inn á heimilin.
.
![]() |
Byssurnar rjúka út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hafa Páll og Tryggvi gert sig vanhæfa?
12.6.2009 | 08:08
Eiga þeir sem sæta opinberrirannsókn að ákveða hverjir rannsaka þá? Er það eðlilegt? Er það þannig í raun þegar hvítflibbar eiga í hlut? Getur Lalli Johns líka ráðið því hverjir rannsaka hans mál?
Það var ekki fyrr komin krafa, á afar veikum forsendum, frá Jónasi Fr. Jónssyni, fyrrverandi Fjármálaeftirlitsfúskara, að Dr. Sigríður Benediktsdóttir víki úr Rannsóknarnefnd Alþingis en samnefndarmenn hennar stökkva á vagninn með Jónasi.
Þetta lyktar af samblæstri þeirra Páls Hreinsonar, Tryggva Gunnarssonar og FMEfúskarans Jónasar Fr. Jónssonar Magnússonar flokkaflakkara.
Hvaða hagsmuna eru Páll og Tryggvi að gæta? Hafa þeir ekki, með þessu frumhlaupi sínu með Jónasi, gert sig vanhæfa til setu í nefndinni? Ber þeim sjálfum ekki að víkja?
![]() |
Vildu Sigríði úr nefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vill Ómar bæjarstjórastólinn?
12.6.2009 | 07:14
Ómar Stefánsson bæjarfulltrúi í Kópavogi kom með ályktun upp á vasann af fundi Fulltrúaráðs Framsóknarflokksins. Henni stakk hann í vasa Gunnars Birgissonar, sem fer með hana á fund Fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á mánudag.
.
.
.
Þetta fyrirkomulag sýnir að Framsóknarmenn ætla ekki, að svo komnu máli, að slíta samstarfinu. Enda þurfa þeir ekki samþykki Sjálfstæðisflokksins til þess.
Innan Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi virðist ekki vera samstaða um að Gunnar stigi til hliðar.
Eina hugsanlega skýringin á því er að á græna miðanum í vasa Gunnars standi að Framsókn hafi ekkert á móti spillingu fái þeir að hafa á henni forræði.
![]() |
Gunnar bauðst til að víkja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af reyknum skaltu þekkja þá
11.6.2009 | 18:21
Þegar ég kom fyrst til Grikklands, þ.e.a.s. Krítar árið 2000 þá vakti það athygli mína að allstaðar var reykt. Bankagjaldkerar voru með rettuna í munnvikinu og púuðu reyknum á viðskiptavinina í kapp við talningu á seðlunum.
Jafnvel þjónar á veitingarstöðum reyktu meðan þegar þeir tóku við pöntunum eða báru fram matinn.
Þegar ég kom næst til Krítar 2004 hafði verulega dregið úr þessum ósið.
Ég hef heimsótt Krít á hverju ári síðan þá. Stöðugt hefur dregið úr opinberum reykingum með hverju árinu. Nú get ég ekki merkt annað en sömu viðhorf séu til reykinga þar og hér gerist.
Á Krít býr eitthvert besta og vingjarnlegasta fólk sem ég hef kynnst, þar er dásamlegt að dveljast.
![]() |
Drepa í rettunum 1. júlí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rokkið er Íslenskur útflutningur
11.6.2009 | 16:52
Kanarnir fundu ekki upp rokkið, ef þannig má að orði komast.
Nú er ljóst að það barst með Íslenskum útrásarvíkingum til Ameríku í árdaga og varðveittist þar.
Leifum okkur að kalla það heppni.
![]() |
Víkingarnir hlustuðu á rokk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)