Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Hengjum boðberann

Allt þetta fjaðrafok vegna birtingu leyniskjalanna um starfsaðferðir og hernaðar aðgerðir herja NATO í Írak og Afganistan, staðfestir að vinnubrögð og aðgerðir „varnarbandalagsins“  þola illa dagsins ljós.

Það er sjálf vera herja NATO í þessum löndum og það sem þeir aðhafast þar sem ógna mannslífum en ekki upplýsingar um þær athafnir.

Lítið leggst fyrir góðan dreng, Anders Fogh Rasmussen, að hann skuli hafa fórnað æru sinni og gerst skítmokari NATO. 

 

  
mbl.is Nató segir WikiLeaks ógna mannslífum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sæluríkið

Það er óneitanlega dálítið skondið að þrír S-Kóreumenn skuli vera fyrir rétti, ákærðir fyrir að reyna að komast „ólöglega“ til Norður-Kóreu, sem þeir munu dá og dýrka.

Eina tilhlýðilega refsingin við svona heimsku er að dæma þá í „sæluna“ og hjálpa þeim síðan yfir landamærin.


mbl.is Suður-Kóreumenn flýðu til Norðursins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiga fallegir kennarar að ganga í búrkum?

IlleanaÞað gengur auðvitað ekki að kennarar séu snoppufríðir og þokkalega lagaðir til líkamans ef ekki á illa að fara í námi auk þess sem slíkt getur haft áhrif á siðferði og mannlegar kenndir og stuðlað að aukinni hörku í skólastarfinu.

Það er allavega mat þessara foreldra í Mílan á Ítalíu, sem frá segir í fréttinni, og tóku barn sitt úr kaþólskum skóla því þau töldu barninu standa ógn af fegurð eins kvenkennarans.

Það væri sjálfsagt ráð að skikka kvenskyns kennara til að ganga í búrkum,  fari fríðleiki þeirra upp undir þau mörk sem valdið geta aukinni hörku hjá ungum mönnum og stúlkum að sjálfsögðu líka, halli landinu þannig.


mbl.is Of kynþokkafull til að kenna börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur einhver lifað það af, að vera sveltur til bana?

Það er margt sem bendir til þess að við höfum þegar náð botni kreppunnar. En það er skammgóður vermir að vita, því á botninum munum við sitja meðan stjórnvöld hindra að lífi verði blásið í atvinnulífið. Aukin atvinna er það eina sem getur komið landinu aftur á flot. Við getum aðeins unnið okkur út úr vandanum en aldrei svelt okkur út úr honum.

Þó álver sé ekki óskadraumurinn, þá er staðan einfaldlega þannig að nauðsyn verður að brjóta lög. Það verður nægur tími og mun betri staða eftir kreppuna til að snúa sér að öllum fallegu draumunum.  Það er líklegt að með byggingu álversins í Helguvík færu 1000 manns hið minnsta af framfærslu ríkisins og færu úr því að þiggja í það að gefa af sér.

Beinn sparnaður fyrir ríkið í atvinnuleysisbótum og sköttum af hinum vinnandi væri hið minnsta 3 milljarðar á ári en þá er ótalinn öll gjöld og aðrar tekjur ríkisins af byggingu álversins. Með þessum sparnaði næðist helmingurinn upp í boðaðan niðurskurð í heilbrigðiskerfinu. Annað álver á Bakka við Húsavík myndi loka þessu vandamáli.

Ekki fer á milli mála hvor stjórnarflokkana stendur á bremsunni.  Nú er bara spurningin þessi; eru Vinstrigrænir tilbúnir og viljugir að fórna heilbrigðiskerfinu í landinu til þess ná því markmiði sínu að koma í veg fyrir frekari byggingu álvera á Íslandi?

Meðan ekkert gerist hlýtur svarið að vera JÁ!  

Hitler karlinn náði að fækka verulega bækluðum, vangefnum og öðrum hornreka hópum þjóðfélagsins. Hann lét einfaldlega keyra þeim í gasofnana og málið var leyst í bili. Ég sé ekki betur en þessi sveltistefna í heilbrigðiskerfinu á Íslandi sé í grunnin sama aðferðin, þó útfærslan sé önnur. Íslenska aðferðin hlýtur óhjákvæmilega að leiða til sömu niðurstöðu og hjá Hitler, sjúklingunum fækkar.


mbl.is Erum að ná botninum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagfræðitölur mánaðarins

Frú Berlusconi  gerir kröfu á bónda sinn fyrrverandi upp á upp á 3.500.000 evrur á mánuði  í lífeyri og hefur hafnað boði hans upp á 1,800.000 evrur á mánuði.

Það er því ljóst að hún gæti illa sætt sig við þær  503 evrur sem Íslenska ríkið skammtar mér mánaðarlega af örlæti sínu, í atvinnuleysisbætur.

En það er auðvitað minn skaði að hafa ekki haft vit á að lulla hjá Silvio Berlusconi.

   


mbl.is Skilnaðarstríð Berlusconis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálfviti hvað?

Hvaða vandamál er þetta, af hverju er vitinn ekki einfaldlega færður á þak turnsins? Varla er meiningin að hafa þetta svona áfarm. Það væri eini hálfvitaskapurinn.

 
mbl.is Fáviti og hálfviti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er vandlifað.

Það er eðlilegt og sjálfsagt að vernda gömul hús og halda þeim við, svo lengi sem eitthvert vit er í því. En það má ekki verða að einhverri þráhyggju sem gengur út yfir alla skynsemi. Þegar húsin á horni Lækjargötu og Austurstrætis eyðilögðust í eldi var þeirra sögu lokið, hversu sárt sem það kann að hafa verið. Þau verða ekki kölluð til baka með því að byggja ný hús með sama útliti. Það verður aldrei annað en léleg fölsun.

Talað er um að áríðandi sé að viðhalda götumyndinni óbreyttri. Hvaða götumynd? 19. aldar götu myndinni sem löngu var búið að eyðileggja með nútíma byggingum, þannig að fúaspýturnar sem brunnu voru  eins og skrattinn úr sauðaleggnum í þeirri götumynd. Er það sú hryggðarmynd sem menn héldu  í dauðahaldi?

Við erum undarlegir Íslendingar, sumir vilja ekki virkja í núinu því orkuna á að geyma ónotaða til framtíðar fyrir ókomnar kynslóðir.  En þegar kemur að byggingum vilja þeir sömu ekki byggja þær í núinu þannig að þær henti tíð og tíma og framtíðinni, heldur skal byggja þær með útliti og þörfum fortíðar.

  


mbl.is Tekin í notkun næsta vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dauðakippir

Það kemur skemmtilega á óvart að sjá að smá líf leynist í Jimmy Carter eftir allt saman og ekki seinna vænna, maðurinn er orðin 86 ára.  

Betra hefði verið að blóðið hefði runnið ögn í honum á meðan hann var forseti Bandaríkjanna 1977 - 1981. Carter´s verður helst minnst fyrir að vera einhver litlausasti og verkminnsti forseti Bandaríkjanna.  

Það var eins og Bandaríkjamenn hefðu ánetjast dauða og doða í stjórnartíð Carters, því þeir gengu skrefinu lengra í næstu forsetakosningum þegar þeir höfnuðu Carter og kusu líkið af Ronald Reagan sem forseta.   

 


mbl.is Heimsþekktir öldungar vilja frið í Miðausturlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draumur um draum

Kjarnorkuvopnalaus heimur er fallegur draumur, ljúfur og góður, en samt aðeins draumur en giska barnalegt er að halda að hann rætist á þessari öld hvað þá fyrir 2020, jafnvel þó Jón Gnarr og Dagur bætist í hóp dreymenda.

Þó öll kjarnorkuríkin næðu samkomulagi strax í dag að útrýma öllum kjarnorkuvopnum fyrir vikulok, þá eru það bara kjánar sem halda að vopnum verði öllum eytt, bara sísona. Það hvarflar ekki að mér annað en kjarnorkuveldin muni halda eftir, á laun, hluta vopnanna af ótta við að hin ríkin geri einmitt það sama.

Í dag eru til nægar sprengjur til að eyða öllu lífi á Jörðinni daglega í einhverjar vikur. Eitt skipti dugir víst og því gagnslaust að ná samningum um að ekki verði hægt að endurtaka útrýminguna og því hafa þeir samningar sem náðst hafa hingað til um fækkun vopnanna hafa einungis verið málamyndagjörningar. Þeir samningar hafa verið nýttir til að farga úreltum vopnum.

Það er ekkert í stöðu heimsmálana í dag sem gefur hina minnstu von til þess að draumurinn um útrýmingu kjarnorkuvopna verði nokkuð annað en draumur um nánustu framtíð.

En það er gott að geta látið sig dreyma, ekki spurning um það.


mbl.is Reykjavík styður kjarnorkuvopnalausan heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögmundur, líttu þér nær drengur!

Það er sannarlega göfugt verkefni Ögmundur að berjast fyrir því að einn fangi verði látinn laus úr fangelsi í Kína.

En það mál þolir alveg smá bið, margt annað er meira aðkallandi. Þó ekki væri annað en að ganga í það verk að íslenskur almenningur verði látinn laus úr þeim skuldafjötrum sem honum var komið í af misvitrum stjórn- málamönnum og glæpahyski undir þeirra vernd.

Byrjaðu á því Ömmi að frelsa þína eigin þjóð áður en þú ferð erlendis, í krossferðir.


mbl.is Ögmundur: „Látið Liu Xiaobo lausan“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband