Bloggfærslur mánaðarins, október 2010
Ekta Moggafrétt í kaldastríðsstílnum
24.10.2010 | 13:18
Slysið er talið mesti harmleikur í geimferðasögu mannkynsins.
Hvaða helvítis bull er þetta, R-16 var langdræg eldflaug til að bera kjarnorkuvopn og sú fyrsta þeirrar gerðar sem Rússar smíðuðu og hún var kölluð SS-7 Saddler á vesturlöndum.
Þessi eldflaug (missle) hafði ekkert með geimferðir að gera og var aldrei notuð til þeirra hluta, hennar eini tilgangur var hernaðarlegur.
![]() |
Svartur dagur í Rússlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hin viljuga þjóð, Ísland
24.10.2010 | 12:38
Stjórn hersveita hinna viljugu þjóða á hernumdu Írak hefur verið ein samfelld hörmungarsaga frá upphafi til þessa dags. Þó stríðið stæði aðeins formlega séð frá 20. mars 2003 til 1. maí sama ár, þá er öllum ljóst að stríðinu er fráleitt lokið því sjálfsmorðsárásir, hermdarverk og launmorð hafa verið daglegt brauð ásamt allsherjar stjórnleysi. Slíkt ástand verður aldrei kallað annað en borgarastyrjöld.
Það er yndislegt að sjá Nick Clegg, aðstoðarforsætisráðherra Bretlands koma gersamlega af fjöllum um atburðarásina í Írak og heyra hve brugðið honum er. Það er engu líkara en hann hafi aldrei heyrt á Írak minnst fyrr, kannski er það svo.
Wikileaks hefur birt tæplega 400.000 bandarískar leyniskýrslur um Íraksstríðið. Veltum þessu aðeins fyrir okkur. Til að fylla þennan fjölda hafa verið skrifaðar 150 leyniskýrslur á degi hverjum, að meðaltali, um atburði sem nauðsynlegt þótti að leynt færi.
Það er ólíklegt að skýrslurnar sem lekið hefur verið til Wikileaks séu nema brot af öllum þeim skýrslum sem skrifaðar hafa verið um miður fallega háttsemi herja hinna viljugra þjóða í Írak svo ekki sé talað um allar þær misfellur sem aldrei rata inn á skýrslur. Menn hljóta að spyrja sig í ljósi þessa hvort herjunum hafi yfir höfuð gefist tími til góðra verka.
Ísland, þökk sé Davíð Oddsyni og Halldór Ásgrímssyni, ber sína ábyrgð, sem ein hinna viljugu þjóða, á þeim glæpum sem framin hafa verið af innrásarherjunum í Írak.
![]() |
Ótrúlega alvarlegar skýrslur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðbær Suðurnesja
24.10.2010 | 10:41
Lögreglan á Suðurnesjum segir nóttina hafa verið nokkuð erilsama. Eitthvað var um pústra í miðbænum.
Já það var og...hvar er miðbær Suðurnesja?
![]() |
Pústrar á Suðurnesjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Smá kokteil hristing takk
23.10.2010 | 23:37
Það væri óskandi að þessi skjálftahrina á Reykjanes- hryggnum færðist ögn nær og yrði af nægjanlegum styrk hér í Grindavík, svona yfir helgina hið minnsta, til að maður þurfi ekki að standa í því að hrista kokteilana sjálfur.
![]() |
Skjálftahrina við Eldeyjarboða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Do you Hillary Clinton, swear to tell the truth, the whole truth and nothing but the truth, so help you God?
23.10.2010 | 21:56
Það er alkunna að kristnir herflokkar fara með bænir og herprestar blessa þá í bak og fyrir í Drottins nafni áður en þeir geysast af stað í orrustur, til að drepa menn, konur og börn, meðbræður sína og systur. Þá er öllum tiltækum vopnum og ráðum beitt á allan þann máta sem hugmyndaflug leyfir. Þá er óhjákvæmilegt að yfir siðferðismörkin sé stigið, ef hægt er að ímynda sér að það hugtak eigi sér tilvist í stríði. Það gerist á öllum sviðum hernaðar og því oftar sem kappið er meira.
Var það ekki Kristur sem sagði Sannleikurinn mun gera yður frjálsa? Þó Bandaríkjamenn telji í hroka sínum, að þeir standi nær Guði og njóti velvildar hans í ríkari mæli aðrir menn, þá virðast þeir ekki sammála Frelsaranum þegar kemur að sannleikanum um hernaðarbrölt þeirra í Írak og víðar.
Þá snýst sannleikurinn í andhverfu sína og verður þeim helsi um háls og allt er gert til að leyna sannleikanum og honum drekkt í lygi, líka í Drottins nafni, ef þörf krefur.
![]() |
Í stríð við sannleikann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ef marka má...
23.10.2010 | 18:38
...myndina, væri nær að tala um þriðja sætið í afskræmingu og afmyndun.
![]() |
Í 3. sæti á NM í hreysti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Drykkjuraunir
22.10.2010 | 22:07
Ekki öll sagan sögð
22.10.2010 | 14:12
Þetta var hörmulegt slys og ég votta aðstandendum samúð mína. Ljósið í myrkrinu er að litli drengurinn skyldi sleppa ómeiddur og það er vafalaust því að þakka að hann hefur verið í góðum og viðurkenndum öryggisstól.
En eitt hefur vakið athygli mína í töluverðri umfjöllun fjölmiðla um málið. Ekki hefur verið minnst einu orði á afdrif ökumannsins í sendiferðabílnum sem lenti í árekstrinum við bíl þeirra hjóna. Hann hefur líklegast verið Tyrki og spurning hvort það sé ástæða þess að íslenskir fjölmiðlar líta gersamlega fram hjá tilvist hans og afdrifum.
Nú eru fréttirnar hættar að snúast um harmleikinn sem slíkan en farnar að snúast meira um hvað Tyrkneskir fjölmiðlar segja, dálítið dapurt verð ég að segja.
![]() |
Mikið fjallað um íslenska drenginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ég segi nú bara...
22.10.2010 | 13:07
...við verkalýð þessa lands, verði ykkur að góðu, þið eigið Gylfa svo sannarlega skilið!
![]() |
Gylfi endurkjörinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gullið tækifæri til sóknar
22.10.2010 | 12:39
Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að þing ASÍ nýti ekki þetta tækifæri til að losa sig við Gylfa Arnbjörnsson úr sæti forseta ASÍ, en ég óttast hið versta.
Ég þekki ekkert til Guðrúnar J. Ólafsdóttur en ég veit að enginn er svo slappur, svo aumur eða slík liðleskja að ekki taki Gylfa fram. Ef verkalýðs- hreyfingin hristir ekki núna af sér þessa hagfræðigungu og dragbít, þá á hún ekkert gott skilið og getur engu um kennt nema eigin aumingjaskap um sínar ófarir.
![]() |
Gylfi fær mótframboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |