Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Hverjum er ætlað að eiga Ísland?

Stefna stjórnvöld að því að efnahagslegt sjálfstæði einstaklinga á Íslandi heyri sögunni til?  Stendur til að endurreisa leiguliðakerfið þar sem allur almenningur voru þrælar og nánast eign stóreignamanna og urðu að standa og sitja sem þeir kusu?

Ef ráðherrar og þingmenn meina eitthvað með yfirlýsingum sínum um vilja til aðgerða í þágu heimilanna í landinu væri þá ekki ráð að ýta, ekki seinna en strax, til hliðar öllum málum og gæluverkefnum, sem ekkert liggur á, af dagskrá Alþingis og fara að ræða af alvöru það sem mest brennur á almenningi og mest svíður undan.

Ætlar Norræna velferðarstjórnin að humma fram af sér aðgerðir til bjargar heimilum og almenningi í landinu uns síðasti „Geirfuglinn“ er fallinn? Fór allur kraftur velferðarstjórnarinnar í skjaldborgina um bankana og fjármálasóðanna?

Fjármálaráðherra sagði í Kastljósinu núna áðan að við værum á allra erfiðasta hjallanum, og þess að ekki væri langt að bíða að við sæjum ljósið fyrir enda ganganna. Málið er bara að atvinnulegt stýritæki VG er bilað og hefur aldrei virkað. Við erum ekki með blóðugum niðurskurði og skaðræðisskattlagningu að bora okkur í gegnum fjallið, við erum að grafa okkur lóðrétt niður í eyðimörkina.


mbl.is Stefnuræða forsætisráðherra aldrei vinsælla sjónvarpsefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það á áfram að sóa tíma Alþingis í hégóma

Það er svo sem ágæt og göfug hugsun að ekki verði kjarnorkuvopn á Íslensku yfirráðasvæði eða þau flutt um það. En þetta frumvarp  er gersamlega glórulaust og óraunhæft með öllu. Svo ekki sé talað um, hve galið það er að vera að eyða tíma Alþingis í gæluverkefni eins og þetta þegar þjóðin, í heild sinni, er á leið undir hamarinn ef ekki til andskotans.

Í 3. gr. frumvarpsins segir m.a.:

Í heiti laganna, og annars staðar þar sem annað kemur ekki fram, merkir „Ísland“ íslenskt land, landhelgi, lofthelgi, efnahagslögsögu og landgrunn og allt íslenskt yfirráðasvæði samkvæmt lögum, þjóðarétti og ýtrustu fullveldisréttindum í og á landi, á og yfir hafsbotni, í sjó og ofan sjávar og í lofti.

Það er sem sagt allt undir og öll umferð kjarnorkuknúinna farartækja og þeirra farartækja sem bera kjarnorkuvopn, hvaða nafni sem þau nefnast, bönnuð um hið friðlýsta svæði. Brot á þessum lögum varðar fangelsi allt að 10 árum.

Verði þetta frumvarp að lögum hefur tíma Alþingis vissulega verið sóað til einskis. Lagasetning hvers konar er vita tilgangslaus ef ekki er hægt að framfylgja lögunum.  Hvernig sjá flutningsmenn frumvarpsins fyrir sér að Íslensk yfirvöld framfylgi þessum lögum? Eiga yfirvöld að senda Ægi eða Tý gegn bryndrekunum og láta hásetana ryðjast um borð og leita að bönnuðum vopnum og finnist þau, verður þá „lagt hald“  á skip og búnað og áhöfninni stungið í steininn?

Í hvaða veröld lifa flutningsmenn þessa frumvarps?

 
mbl.is Frumvarp flutt í tíunda sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fram, fram aldrei að víkja

Þetta er málið Svandís, aldrei að gefast upp! Svo þegar Hæstiréttur rekur áfrýjunina upp þangað á þér, sem sólin nær ekki að skína, þá sendir þú bara málið, svo geðslegt sem það verður þá, fyrir Evrópudómstólinn (ECJ).

Æ, hver djöfullin þá þurfum við að ganga í ESB. En hvað, það verður lítil fórn fyrir málstaðinn, bara ef hægt er að koma í veg fyrir eða tefja eins og kostur er að einhver störf skapist, sér í lagi núna í mesta atvinnuleysi lýðveldistímans.

Halda fram til þrautar glötuðum og gallsúrum málstaðnum Svandís, sama hvað og umfram allt ekki láta 15000 atvinnuleysingja trufla þig við góðu verkin fyrir land þitt og þjóð.


mbl.is Svandís áfrýjar dómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðsskrumsfroðan vellur fram

Hafi Sjálfstæðisflokkurinn verið svona stútfullur af samstöðuþrá, hvað hindraði að þeir létu drauminn rætast  í stað þess að berjast með offorsi gegn öllum málum ríkisstjórnarinnar, stórum sem smáum?

Það er auðvelt að bjóða fram samstöðu um eigin skoðanir og hafna sjónarmiðum annarra. Það geta allir.

  


mbl.is Einar Kr: Sjálfstæðismenn hafa ítrekað kallað eftir samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Metfjöldi við „múrinn“

Mikið hlýtur almenningur að vera ánægður að heyra ráðherrana úttala sig um stórhuga áform ríkisstjórnarinnar að standa vörð um atvinnulífið, að standa vörð um velferðarkerfið, að standa vörð um afkomu heimilanna og segja, að verja þurfi þetta og hitt, að styrkja þurfi þetta og hitt, tryggja þurfi þetta og hitt og gera þurfi allt sem hægt er að gera í þessu málefninu og hinu.  

Engan þarf að undra að eftir alla þessa stífu og lýjandi varðstöðu um hag þegnana sé stjórnin svo aðframkomin af þreytu og verkkvíða að hún komi sér seint og illa að verki. En það er ekki doðanum fyrir að fara hjá ráðherrum, sumum hverjum, þegar verkefnið er að hindra eða drepa á dreif öllum hugmyndum um orkufreka starfsemi. Þá skortir ekki skerpuna og útsjónasemina, jafnvel þykir ekki tiltökumál að fara á svig við lög til að fullnægja mannfjandsamlegri hugmyndafræðinni út í ystu æsar.

En þó ríkisstjórnin sé slöpp þá er hún þó hátíð samanborið við liðónýta og hlandslappa stjórnarandstöðuna, sem hefur ekki annað til málana að leggja en lýðskrum og upphrópanir í fyrirsagna stíl.

-------

Það er afleitt og sorglegt að druslumenni skuli fela sig á bakvið heiðvirða mótmælendur til að koma fram skítlegu ofbeldisóeðli sínu. Að kasta golfkúlum eða grjóti í fólk getur haft hinar alvarlegustu afleiðingar. Hvers á lögreglan að gjalda að hún skuli verða skotspónn þessa saursekkja. Lögreglan er aðeins að sinna sinni skyldu, lögreglumenn eru, rétt eins og við hin, fórnarlömb aðstæðna. Þeir sem svona haga sér eru ekki komnir til að mótmæla ástandinu, þeir eru komnir til að skapa ástand. 


mbl.is Metfjöldi á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingmenn eru ekki þjóðin

Það verður spennuþrungið ástandið á Austurvelli í kvöld og hætt við að heitt geti orðið í kolunum og lítið þurfi til að hleypa öllu í bál og brand. Valdsstjórnin hefur talið nauðsynlegt að setja upp girðingu, sér til varnar fyrir skrílnum, sem hefur undarlega lítinn skilning á algerum áhuga- og aðgerðaleysi valdhafana á velferð og hag þegnanna.  

Skuldir auðmanna og sægreifa eru afskrifaðar hægri vinstri. Á sama tíma eru litli Jón og litla Gunna hundelt inn á heimili sín og rekin þaðan út og sett á götuna og gert að greiða afskrifaðar skuldir glæpagreifanna.

Það er sorglegt til þess að hugsa að vinstristjórnin, - Norræna velferðarstjórnin-  skuli ganga þá slóð að vernda auðvaldið og tryggja hreðjatak þess á almenningi, nokkuð sem flestir héldu að helvítis Íhaldið eitt ætti til.

Þingið hefur brugðist þjóðinni gersamlega, Þingið er ekki þjóðin, það er skítapakk!


mbl.is Bumbur barðar á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óhreinu börnin hennar Evu

Það er dæmigert  fyrir þá svartnættisstefnu og forneskju sem Kaþólska kirkjan rekur, að hún stilli sér upp gegn glasafrjóvgunum, sem hjálpað hafa milljónum hjóna að eignast börn.  

Hefur Guð gefið út þá yfirlýsingu að tæknifrjóvguð börn séu annars flokks og honum ekki þóknanleg? Eru sálir þessara barna glataðar? Hvað með börn þessara barna, eru þau líka dæmd í logana?

Skíta pakk, er þetta lið.


mbl.is Páfagarður gagnrýnir Nóbelsverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður jólunum flýtt í ár?

Skoðanakönnun hefur verið uppi í nokkra daga hér á síðunni, spurt var:

Eftir ólíkindaatburði síðustu daga liggur beinast við að spyrja – Hvað gerist næst?

Þátttaka var 80 manns. Niðurstaðan var eftirfarandi:

 

Stjórnin springur  41%
Það verður bylting  24%
Jólunum verður flýtt um 2 mánuði35%

Fæstir veðja á byltingu, flestir telja líklegast að stjórnin springi en merkilega margir eru á því að jólunum verði flýtt.  Líklegt er að það verði gert með stuttum fyrirvara til að hamla gegn hefðbundnu kaupæði og bruðli, sem einkennir jólahald landans og það stúss allt.


Eru sumir misjafnari en aðrir?

Enginn efast um að ástandið í ríkisbúskapnum sé erfitt og hafi sennilega aldrei verið erfiðara, á lýðveldistímanum hið minnsta. Nánast ofstækisfullur niðurskurður er boðaður á nánast öllum sviðum og helst þar sem síst skyldi, í heilbrigðismálum. Sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum á lands- byggðinni er nánast lokað.

Ekki verður séð að samsvarandi stofnanir á höfuðborgarsvæðinu eða Akureyri geti að óbreyttu tekið á sig þau verkefni sem óhjákvæmilega verður beint þangað í framhaldinu, án fjölgunar starfsfólks. Hver er þá vinningurinn, nema fundin verði í leiðinni leið til að afstýra veikindum á landsbyggðinni eða hreinlega afnema þau með lögum.

Hvar er niðurskurðurinn í fríðindakerfi forréttindahópanna og ríkis- starfsmanna?  Hvað með dagpeningasukkið, þar sem ríkisstarfsmenn, og jafnvel makar þeirra, fá greidda dagpeninga auk launa fyrir það eitt að fara í ferðir þar sem allur kostnaður er hvort eð er greiddur?  Hvað með ráðherra sem fá „lystikerrur“ undir rassgatið og bílstjóra til að skutla þeim milli staða.

Ríkisstjórninni ber auðvitað siðferðisleg skylda til þess að afnema eigin forréttindi og annarra hópa í þjóðfélaginu áður en hún ræðst á eðlileg og sjálfsögð réttindi  þegnana til heilbrigðisþjónustu,  mennta og  annarra mannréttinda.

Þeir ráðherrar sem ætla að standa að svona niðurskurði, án þess að skera fyrst niður í eigin lúxus og leggja það á sig að keyra sjálfir í vinnuna á eigin bílum eða nota strætó eins og annað fólk, skulu hundar heita.

Hvað varð um konuna sem afþakkaði ráðherrabíl og bílstjóra hér um árið við lítinn fögnuð samráðherra sinna?


mbl.is „Hreinlegra að loka stofnunum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverju skilar Havró?

Hverju hefur einn og hálfur milljarður, í rekstur Hafrannsóknarstofnunar, ár hvert, undanfarna tvo eða þrjá áratugi, skilað í uppbyggingu fiskistofnana?

Svarið er einfalt, nákvæmlega engu!

Ef það kostar stofnunina árlega einn og hálfan milljarð að ná engum árangri, hvað ætli kosti hana að ná árangri?   


mbl.is Bjarna Sæmundssyni verður lagt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.