Bloggfærslur mánaðarins, október 2010
Ætlar Þorgerður að gera sig gilda á ný?
11.10.2010 | 22:21
Hin kaþólska Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur miklar áhyggjur af fyrirhuguðum niðurskurði á St. Jósefsspítala og telur hann ótækan með öllu, enda hvorki meira né minna en heilir 10 km í næsta spítala.
Þorgerður hefur ekki lagst gegn niðurskurði á spítölum úti á landi. Eðlilega finnst henni niðurskurður og lokun úti á landi nærtækari enda víðast aðeins 100 til 150 kílómetrar á milli spítala þar og því lítið mál þó einhverjum þeirra sé lokað og vegalengdin tvöfölduð sem keyra þarf með sængurkonur, sjúka og slasaða.
Það var aldeilis fengur að fá kerlinguna aftur inn á þing.
![]() |
Þorgerður Katrín óskar eftir fundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dularfullur dauðdagi þjóðar?
10.10.2010 | 14:17
Það getur greinilega borgað sig að vera dauður, það fékk þessi Indverska kona, sem týndi vegabréfinu sínu, að reyna. Hún varð af þeim sökum að dúsa á flugvellinum í Muscat í Óman í fjóra daga í reiðileysi. Það var ekki fyrr en hún gaf upp andann sem yfirvöld sáu ástæðu til að gera eitthvað í hennar málum. Þá stóð ekki á því að hjálpa henni að komast til síns heima, þó ekkert væri vegabréfið.
Þetta minnir á ástandið á Íslandi, í það minnsta virðist ríkja fullkomið áhugaleysi stjórnvalda um nauðsynlegar aðgerðir til að fólk geti lifað í þessu landi.
Það getur svo sem verið markmið í sjálfu sér.
![]() |
Dularfullur dauðdagi á flugvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Var konan ekki myrt?
9.10.2010 | 14:40
Mikið afskaplega er þreytandi þessi hringlanda háttur fjölmiðla á hugtökunum, aftökum, morðum og manndrápum. Hvað fær eðlilega þenkjandi fólk til að kalla kaldrifjuð manndráp og morð aftökur. Í mínum skilningi getur aftaka aðeins verið líflát að undangengnum dómi viðurkenndra dómstóla sem studdir eru að viðurkenndum yfirvöldum og gildandi lögum.
Skæruliðar, glæpamenn, og svokallaðir vígamenn , myrða fólk eða drepa, eftir aðstæðum, þeir geta eðli máls samkvæmt aldrei tekið fólk af lífi.
![]() |
Tóku hjálparstarfsmann af lífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Misskilin mannúð
9.10.2010 | 11:58
Það er þungur dómur að vera dæmdur til þess að horfa upp á kvalafullt dauðastríð sjúkra ættingja og vera meinað að gera neitt í málinu annað en vona að það taki fljótt af. Sjaldnast rætist sú ósk, því miður og raunar er dauðastríðið í mörgum tilfellum lengt frekar en hitt.
Hún er undarleg þessi mannúð, sem við stærum okkur svo mjög af, og lagaramminn kringum hana. Sá sem uppvís yrði af því áð láta heimilisdýr sitt, vitandi vits, þjást helsjúkt eða dauðslasað í stað þess að svæfa það og lina þannig þjáningar þess, væri kallaður níðingur.
En sá sem linaði þjáningar nákomins ættingja væri kallaður morðingi. Engu breytir þó dauðinn sé orðinn tímabær og óumflýjanlegur, jafnvel aðeins spurning um daga. Það þykir jafnvel ósiðlegt að hugsa í þessa veru.
![]() |
Flýtti dauða föður síns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Frábært
8.10.2010 | 15:48
Frábært, ekki þarf fleiri orð um þessa tækni.
![]() |
Steig upp úr hjólastólnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Upp með buxurnar, sýnið smá manndóm
8.10.2010 | 10:48
Þjóðaratkvæðagreiðsla um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar er sóun á bæði tíma og fjármunum. Vilji þjóðarinnar er ljós, hann þarf ekkert að kanna frekar.
Það fjarar ört undan ríkisstjórninni þessa dagana. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa í mestalagi nokkrar vikur að hrinda í framkvæmd stefnu sinni og kosninga loforði að stokka upp fiskveiði- og kvótakerfið.
Það er vaxandi krafa í þjóðfélaginu að boðað verði til Alþingiskosninga. Allar líkur eru á því að þá komist Sjálfstæðisflokkurinn aftur til valda, hann hefur minna en engan áhuga á að breyta núverandi gjafakvótakerfi, þó fyrir lægi afdráttarlaus vilji þjóðarinnar til uppstokkunar.
Ef það er raunverulegur vilji þessara níu þingmanna Samfylkingarinnar að umbylta núverandi fiskveiðikerfi þá er tækifærið núna, það kann að vera endanlega úr sögunni komist Sjálfstæðisflokkurinn aftur til valda til að festa það enn frekar í sessi. Hífið upp um ykkur buxurnar og komið ykkur að verki, sýnið smá manndóm, hættið þessari ákvarðanafælni og undanslætti.
![]() |
Þjóðaratkvæði um fiskveiðistjórnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lítið leggst fyrir kappann
7.10.2010 | 21:11
Muna ekki allir hvað Geir Haarde sagði í viðtölum eftir að Alþingi ákvað að ákæra hann fyrir Landsdómi? Jú það muna örugglega allir, því ekki vantaði kokhreystina, Geir sagðist fagna ákærunni og svo var að skilja að hann gæti varla beðið eftir því að geta sannað sakleysi sitt fyrir Landsdómi.
Nú reynir þessi sami glaði, kokhrausti og sigurvissi gorGeir að láta lögmann sinn eyðileggja málsóknina, sem hann fagnaði svo mjög, vegna formsatriða.
Lítið leggst fyrir kappann að formsatriði skuli honum til bjargar verða.
![]() |
Málshöfðun gegn Geir sé marklaus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Stöð 2 sendir viðskiptavinum sínum fingurinn
7.10.2010 | 19:47
Stöð 2 fagnar því um þessar mundir að 25. starfár stöðvarinnar er að hefjast. Af því tilefni ætlar stöðin að senda út dagskránna í opinni dagskrá frá föstudegi fram á mitt laugardagskvöld. Dagskráin verður því ókeypis fyrir alla þennan tíma, skyldi maður ætla.
En þannig er það hreint ekki, áskrifendur stöðvarinnar greiða fullt verð fyrir þessa opnu dagskrá því áskriftargjaldið fyrir þennan mánuð er upp á krónu það sama og fyrir síðasta mánuð. Stöð tvö sendir þannig viðskiptavinum sínum fingurinn en býður öllum öðrum til fagnaðar.
Sigurður höttur
7.10.2010 | 14:58
Það blika víst tár á mörgum Sjálfstæðishvarminum yfir umhyggju og hjartahlýju þingmannsins og þeirri vissu að enn skuli uppi slíkar alþýðuhetjur sem Sigurður Kári, sem gefið hefur sig út fyrir að vera málssvari alþýðunnar, eins Hrói höttur forðum, sem ekkert ranglæti þoldi aða aumt mátti sjá.
Nema hvað Sigurður, ólíkt Hróa, bregður upp boga sínum til varnar fógetanum í Nottingham, gegn alþýðu landsins.
![]() |
Skipa þarf nýja hæstaréttardómara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Stórmennið Desmond Tutu
7.10.2010 | 07:40
Desmond Tutu erkibiskup í Höfðaborg og friðarverðlaunahafi Nóbels og samlandi hans Nelson Mandela fyrrverandi forseti Suður Afríku eru, að mínu mati, í hópi tíu merkustu manna tuttugustu aldar. Þeir höfðu forystu í sínu landi að reisa það úr rústum haturs og sundrungar eftir valdaafsal hvíta minnihlutans og sameina það í land sátta og samlyndis. Kjarninn í endurreisninni var sannleiks og sáttanefndin sem Tutu var í forystu fyrir.
![]() |
Desmond Tutu dregur sig í hlé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |