Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
CCR
5.11.2010 | 23:39
Down on the corner
Veðrur það betra?
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Verða skattar lækkaðir...
5.11.2010 | 22:12
...á afgangsstærð landsins, sem almennt er kölluð landsbyggðin, þegar opinber þjónusta þar verður ekki orðin nema svipur hjá sjón miðað það sem gerist á forgangssvæði landsins, sem almennt er kallað höfuðborgarsvæðið?
Eða á landsbyggðarfólkið, sem verður hornreka í eigin landi nái þessi niðurskurðarhryllingur fram að ganga, einnig að dreypa á þeim beiska kaleik að vera gert að greiða heilbrigðisþjónustuforgangi aðalsins á stór-Reykjavíkur svæðinu, fullu verði ofan á eigin niðurlægingu?
![]() |
Samstaða um jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Njósna Íslendingar um aðra Íslendinga fyrir Bandaríkin?
4.11.2010 | 19:30
Það er engin spurning að hér á landi eru stundaðar víðtækar njósnir um fólk í þágu Bandaríkjanna. Það er enginn hörgull á fólki hér á landi sem liggur eðli til að sýna Bandaríkjunum meiri hollustu en eigin landi.
Engin veit hvað svokölluð greiningadeild gerir og hvaða hlutverki hún í raun þjónar. Þetta er í sjálfu sér ekkert nýtt því njósnir um Íslendinga í þágu Bandaríkjanna og NATO hafa lengi viðgengist hér á landi.
Hver man ekki eftir fréttum um símahleranir undanfarna áratugi hjá vinstri mönnum, jafnvel þingmönnum og ráðherrum, sem ekki voru taldir nægjanlega hollir vinum okkar í vestri að mati þess fasista sem lengst af stjórnaði lögreglunni.
Hvað er það kallað þegar menn setja hagsmuni erlends lands ofar sínu eigin? Man það einhver?
![]() |
Víðtækar njósnir Bandaríkjamanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mulningur #60
3.11.2010 | 20:44
Þegar konan kemur heim úr vinnunni, þá liggur Hannes, maðurinn hennar, sem endranær á sófanum fyrir framan sjónvarpið og horfir á enska boltann.
Það er mér gersamlega óskiljanlegt Hannes, segir konan, að af milljónum sæðisfrumna skulir þú hafa verið sprækastur!
Mulningur | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Er þetta hægt Össur?
2.11.2010 | 19:39
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi ráðherra hefur verið ráðinn aðstoðar- framkvæmdastjóri Matvæla og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO með fullum stuðningi Íslenskra stjórnvalda.
Ráðning Árna væri svo sem ekki í frásögur færandi ef þessi sami Árni hefði ekki verið einu atkvæði frá því að sitja á sakamanna bekk fyrir Landsdómi vegna embættisafglapa. Var þessi sökunautur Geirs Haarde, Davíðs Oddsonar, Halldórs Ásgrímssonar og Ingibjargar Sólrúnar eina vonarstjarna Íslenskra stjórnvalda í þetta embætti?
Eru þeir Alþingismenn sem vildu stefna Árna fyrir Landsdóm sáttir við þetta?
Eða er þetta bara gamla Íslenska pólitíkin, sama hvaða ógagn menn vinna landi og þjóð, þá er þeim ýtt upp, aldrei annað en upp og ef svo er, gæti það þá verið aumara eftir það sem á undan er gengið?
![]() |
Árni ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri FAO |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er misgengi í Geir?
1.11.2010 | 12:49
Samkvæmt frétt á Vísi.is neitar Geir H. Haarde að mæta fyrir Héraðsdóm til að bera vitni í skaðabótamáli hlutdeildarskírteiniseigenda á hendur ríkinu.
Var Geir ekki búinn að lýsa því yfir að hann hefði hreina samvisku og mætti Landsdómi óhræddur og viss um sýknu?
En núna getur hann ekki borið vitni fyrir Héraðsdómi vegna hættu á að skapa sér refsiábyrgð! Hvernig getur það skapað saklausum ærutoppi eins og Geir refsiábyrgð að segja sannleikann?