Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
Er það ekki undarlegt?
7.3.2010 | 12:54
Frá því utankjörfundaratkvæðagreiðslan hófst og fram að kjördag rann mikið vatn til sjávar og verulegar breytingar urðu á stöðu Íslands gagnvart Isesave.
Við upphaf utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar var -Já- raunhæfur kostur. Ég skil því vel að einhver já-atkvæði hafi verið í utankjörfundaratkvæðunum.
En hitt skil ég ekki að þrátt fyrir að ljóst væri að betri samningur lægi í loftinu, voru samt 5-6% kjósenda, á kjördag, tilbúnir að velja verri samninginn.
Samning sem segja má, að hafi ekki lengur verið á borðinu.
Er það ekki umhugsunarvert?
![]() |
Nei sögðu 93,2% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mulningur #10
7.3.2010 | 02:21
Er ekki enn búið að finna manninn sem henti Sigmundi Davíð í höfnina?
Nei, allt kapp hefur verið lagt á að finna fíflið sem bjargaði honum.
Mulningur | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eru frændur ekki frændum verstir?
7.3.2010 | 01:05
Tók þá einhver eftir háttsemi Norðurlandana í okkar garð, þvert á gefin loforð, og þorir að hafa orð á því!
Ég hélt að ekki mætti orðinu halla um þessa meintu frændur okkar, fyrir menningar elítunni, þótt Norðurlönin hafi stöðvað lánafyrirgreiðslu til okkar að boði þeirra sem þeir meta meir og beinlínis gengið erinda Breta og Hollendinga.
Færeyingar eru hinsvegar ánægjuleg undantekning frá þessari undarlegu framkvæmd á frændsemi og Norrænu samstarfi.
Norrænt samstarf er og verður aldrei nema svipur hjá sjón og ónýtt sem slíkt ef samhjálp og samvinna Norðurlandanna verður háð samþykki frá Brüssel eða öðrum valdaklíkum.
Nær væri okkur þá að eyða kröftum okkar og fé til að efla samstarf og einingu Grænlands, Færeyja og Íslands. Það er meiri framtíð í því en einhverri handónýtri Skandinavíu draumóradruslu.
![]() |
Segir Norðurlöndin hafa beitt Ísland þrýstingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bjarnargreiði
6.3.2010 | 22:38
Tveir til þrír fingur verður að teljast afar vel sloppið og lítið tjón þegar svona fíflagangur er viðhafður.
Þetta ætti að vera þeim umhugsunar efni sem telja að móttaka með teboði og öðru huggó sé við hæfi þegar Ísbirnir ganga svangir og úrillir á land á Íslandi.
![]() |
Björn beit fingur af konu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Er Mahmud Ahmadinejad til?
6.3.2010 | 21:21
Mahmud Ahmadinejad meintur forseti Írans ætti að íhuga hvort hans eigin tilvist sé ekki haugalygi.
Hefur einhver séð þennan mann?
Nei hélt ekki.
![]() |
Hryðjuverkaárásirnar haugalygi" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Geymt en ekki gleymt!
6.3.2010 | 19:49
Það er æði misjafnt hvernig atburðir lifa í minningu fólks. Sumir atburðir gleymast fljótt aðrir lifa í það óendanlega. Ekki fer það endilega eftir stærð og mikilvægi atburða hversu vel þeir varðveitast, smæstu smáatriði, litlar þúfur geta lifað lengi.
Þannig verður það með fingurinn sem ríkisstjórnin rétti þjóðinni í dag.
Löngu eftir að innihald og helstu þættir Icesave verða löngu gleymdir, mun þjóðin pottþétt muna þessa dæmalausu lítilsvirðingu sem ráðherrar í ríkisstjórn Íslands sína þjóð sinni og lýðræðinu með framferði sínu og yfirlýsingum varðandi þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Ég er illa svikinn ef Knoll og Tott hafi ekki haft rjómatertu með kaffinu í Downing Street 10 í dag, ef þeir hafa þá getað étið hana fyrir hlátri.
![]() |
Tæplega 43% kjörsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mulningur #9
5.3.2010 | 23:00
Fátt er skemmtilegra en geta gert grín að sjálfum sér eða sínum.
Nafni minn og dóttursonur, sem er 6 ára gutti er dýrðarinnar barn rétt eins og hin barnabörnin mín. Margt ótrúlegt ratar úr hans munni.
Hann var á ferðinni eftir Reykjanesbrautinni ásamt móður sinni og hennar manni. Hann tók upp á því að telja ljósastaurana sem þutu hjá.
1..2..3..4..5..6.... ....26..27..,og nú er komið að bónustölu kvöldsins, sem er 28,, ..29..30..31!
Kosning í skugga hótana.....
5.3.2010 | 22:15
.... hljómar þetta ekki kunnuglega?
Hafa ekki bæði stjórn og stjórnarandstaða gert okkur ljóst hvað gerist ef.....?
![]() |
Kosningar í Írak í skugga hótana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mulnigur #8
5.3.2010 | 21:07
Margar sögur eru til af því hve Sovéska kerfið var rotið meðan það var og hét. Hér er ein.
Maður einn hafði bækistöð í Gorkigarðinum í Moskvu og stóð þar daglangt og seldi ónýtar ljósaperur . Þær voru orðnar svartar að innan og hringlaði í þeim væru þær hristar.
Rússarnir keyptu þessar perur og fóru með þær í vinnuna þar sem þeir skrúfuðu heilar perur úr perustæðum og settu þær ónýtu í staðinn. Heilu perurnar fóru þeir með heim og voru þar komnir með heilar perur fyrir lítið.
Húsvörðum sem skiptu um perur, var ljóst að sprungnu perurnar voru ekki þær sem þeir voru nýbúnir að skipta um, en þeim var alveg sama því þeir fóru með sprungnu perurnar og seldu þær manninum í Gorkígarðinum.
Mulningur | Breytt s.d. kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Forsetinn toppar... aftur!
5.3.2010 | 20:28
Við vitum öll að rétturinn til að kjósa er helgasti réttur hins lýðræðislega samfélags og í rauninni grundvöllur þess," segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Er hægt að komast nær kjarna málsins eða orða það betur?
![]() |
Ólafur Ragnar ætlar að kjósa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |