Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
Össur... ég kratinn, kaus í morgun
3.3.2010 | 11:47
Ég rölti mér, kl. hálf tíu í morgun, yfir götuna á skrifstofu Sýsla og kaus utankjörfundar um breytinguna á Icesavelögunum.
Ég ætla eftir sem áður að greiða atkvæði á Laugardaginn. En gott að vera búinn að koma atkvæðinu í hús, detti ég dauður niður fyrir kjördag.
Auðvitað er það vandalaust, Össur minn, að ná samningum við Breta verði þeir á þeirra forsendum, en til að allir geti borið höfuðið hátt þegar upp er staðið þurfa samningar að vera sanngjarnir og ásættanlegir fyrir alla aðila hans.
Í lok fyrri heimsstyrjaldar var Þjóðverjum gert að ganga að afarkostum, markmið sigurveranna var að tryggja að Þjóðverjar yrðu ekki aftur ráðandi ríki á meginlandi Evrópu. Þessi kúgun Þjóðverja skapaði þann jarðveg sem ól af sér Hitler og leiddi til síðari heimsstyrjaldar og þeirra hörmunga sem henni fylgdu.
Kúgun leysir engan vanda, hún útvíkkar hann aðeins og eykur. Framkoma Breta við okkur og aðrar þjóðir, sem þeir hafa talið sig eiga alls kostar við, hefur alla tíð verið með þeim hætti að þeir hafa ekki átt það skilið að vera taldir til okkar vina og bandalagsþjóða, enda hef ég alla tíð haft á þeim skömm.
Þótt ég telji að við berum ákveðna ábyrgð á icesave ógeðinu þá neita ég alfarið að gera það á forsendum og skilmálum Breskrar kúgunarhugsjónar.
Því sagði ég:
.
Nei!
![]() |
Utanríkisráðherra bjartsýnn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ekki er allt í mínus!
3.3.2010 | 10:20
Eitthvað jákvætt er greinilega að gerast þrátt fyrir alla neikvæðu umræðuna undanfarnar vikur og mánuði. Eitt skref fram fyrir halta þjóð.
![]() |
Ísland fremst í nýsköpun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er nokkur von...
3.3.2010 | 08:09
... að farseðillinn gildi bara aðra leiðina varanlega?
![]() |
Össur fer til Þýskalands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mulningur #7
3.3.2010 | 06:54
Ég þori að veðja að þú manst ekki hvaða dagur er í dag. Sagði konan við Hannes manninn sinn þegar hann var að fara út úr dyrunum í vinnuna.
Víst man ég það , svaraði Hannes önugur. Heldur þú að ég sé algjör pappakassi?
Um tíuleytið var dyrabjöllunni hringt og þegar konan opnaði dyrnar var þar sendill sem rétti henni vönd með tíu stilklöngum rósum. Um eittleytið kom stærðar askja af eftirlætis konfektinu hennar og um fjögurleytið kom afskaplega fallegur og að sama skapi rándýr kjóll.
Konan gat varla beðið eftir að Hannes kæmi heim.
Þvílíkur dagur Hannes! Hrópaði hún. Fyrst blóm, svo konfekt og loks þessi æðislegi kjóll! Ég hef aldrei á ævi minni vitað betri 1. Apríl.
Útsýnið úr glerhýsi LÍÚ
2.3.2010 | 12:27
Ekki verður annað lesið út úr þessu hjali Friðriks Friðrikssonar en allir sem stunda fiskveiðar við Ísland séu ribbaldar og glæpamenn nema þeir sigli undir merkjum LÍÚ, þá skortir víst ekkert á syndleysið og ráðvendnina.
![]() |
Helmingur braut gegn ákvæðum um hámarksafla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er æskilegt að fjölmiðlar fjalli opinskátt um það hver reið hverjum?
2.3.2010 | 02:00
Útvarp Saga hefur það fyrir sið að vera með daglega skoðanakönnun. Niðurstaða hverrar könnunar er lesin í lok þáttar Péturs Gunnlaugsonar sem er milli 11 og 12, þá er jafnframt ný könnun kynnt til sögunnar.
Yfirleitt eru niðurstöður kannana mjög fyrirsjáanlegar því spurningarnar eru greinilega hannaðar til að kalla fram ákveðna niðurstöðu.
Í gær var sett upp undarleg spurning, sem var af þáttastjórnanda einum á stöðinni kynnt sem hápólitísk könnun!!?? Ekki að undra þótt pólitísk umræða á stöðinni snúi öll á haus. Spurningin var þessi:
Vilt þú vita hverjir voru vændiskaupendur í máli Catalinu Ncoco? Þrír valkostir eru gefnir, já, nei og hlutlaus.
Hvað kemur það, Arnþrúði Karlsdóttur, þér eða mér við hverjum varð hálft á svellinu í samskiptum við þá kaffibrúnu? Er þetta mál sem krefst þess að upplýst verði hver gerði hvað? Er eðlilegt að fjallað sé um slík mál í fjölmiðlum með nafnbirtingum, mál sem hæglega geta orðið uppskrift að fjölskyldu harmleik?
Ef það er skoðun Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra stöðvarinnar að hjónabandsraunir og mannlegir misbrestir af þessum toga eigi erindi í fjölmiðla undir nafni og kennitölu og að fólk þyrsti í svona slúður, væri þá ekki rétt að hún miðlaði hlustendum sínum af sinni eigin reynslu og léti annað fólk í friði.
Þó ekki væri innistæða fyrir nema brota broti af þeim kjaftasögum, sem gengið hafa manna á meðal um Sjafnarfimleika frúarinnar, þá væri það nægjanlegt efni til að seðja hungur þeirra sorafíkla eitthvað fram á sumarið, sem á þannig efni nærast.
Sagan segir að í þessum efnum hafi fleiri fengið, en vildu, bæði þekktir menn og óþekktir, allt eftir því hvert markmiðið var í það og það skiptið.
En eins og maðurinn sagði: Stundum má "saltkjöt" liggja!
Látum það liggja!
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mulningur #6
1.3.2010 | 23:19
Skurðlæknir á sjúkrahúsi var á stofugangi. Hann kom að einum sjúklinga sinna, sem hann hafði skorið upp við kviðsliti þrem dögum áður. Læknirinn las manninum pistilinn fyrir að hafa ekki farið fram úr eins og fyrir hann var lagt.
Þú getur trútt um talað, svaraði sjúklingurinn önugur. Þú veist ekkert hvernig þetta er.
Ég veit nákvæmlega hvernig þetta er, svaraði læknirinn jafnsnúðugur. Ég gekkst undir sömu aðgerð í síðasta mánuði og var kominn aftur til vinnu á þriðja degi eftir það. Það var enginn munur á aðgerðinni sem var gerð á mér og þeirri sem var gerð á þér.
Jú einn að minnsta kosti, svaraði sjúklingurinn, þú hafðir annan lækni.
Mulningur | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)