Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Fuðraði upp hún Búkolla...

 

...en ekki kom stóra nautið að pissa á bálið.

 


mbl.is Eldur í Búkollu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingeldur spyrill

Gettu betur var skemmtilegt og áhugavert sjónvarpsefni. Hreint magnað hefur verið að horfa á unga fólkið fara á kostum af þekkingu og færni.

En núverandi spyrli, Evu Maríu Jónsdóttur, hefur tekist að eyðileggja þáttinn gersamlega með steingeldri framkomu og misheppnaðri viðleitni sinni að vera fyndin og áhugaverð.

Slöpp var hún blessunin í fyrra, en þá mátti með góðum vilja skrifa frammistöðuna á reynsluleysi, en nú tekur steininn úr, hún nær engan vegin tökum á viðfangsefninu.

Gettu betur hefur alla burði til að vera áhugavert efni og því er það afrek útaf fyrir sig að geta gert þáttinn svo óspennandi og flatan.


mbl.is MR í úrslit Gettu betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er syndin ekki lævís og lipur?

Ef Vatikanið vottar flekklausa æru Páfa er ekki minnsta ástæða til að efast um að satt sé og rétt.

Eru forkólfar Kaþólsku kirkjunnar ekki einmitt þekktir fyrir að hafa  sannleikann og ekkert nema sannleikann að leiðarljósi ef upp hefur komið grunur um misnotkun presta á börnum?

Hefur Kaþólska kirkjan ekki einmitt, af röggsemi, haft, forgöngu um uppljóstrun á slíkum málum og kappkostað  án undanbragða að þeim seku væri verið refsað og þjáðum líknað?

Hvernig er hægt að ætla slíkum dáðadrengjum eitthvað misjafnt?

 
mbl.is Páfi ekki tengdur kynferðisbrotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mulningur #13

stressKunningi minn vann um tíma mjög mikið og var gangandi auglýsing á stress- og þreytueinkennum. Þegar honum var boðið að taka þátt í námskeiði í slökun og streitulosun var hann fljótur að þiggja það.

En hann komst fljótt að því að námskeiðið var ekki rétta svarið við vandamálum hans,  þegar leiðbeinandinn kom allt of seint í fyrsta tímann, móður og másandi og tilkynnti:

„Til þess að koma til móts við þá mörgu sem hafa mjög nauman tíma verður þessu fimm daga námskeiði hraðað svo við getum lokið því á tveim dögum.“  

 

 


Er skrattinn sestur upp í páfagarði?

Ekki segja mér að hann hafi farið þangað til að hitta ömmu sína.

 


mbl.is Segir djöfulinn hafa hreiðrað um sig í Páfagarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur fær prik.

Hörð og réttmæt gagnrýni Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands á Norðurlöndin fyrir neðanbeltis afgreiðslu þeirra á lánaloforðum til Íslands, virðist hafa hitt í mark og skilað árangri.

Noregur hefur dregið nokkuð í land frá fyrri afstöðu, en Svíar kjósa enn að snúa nefinu að ESB afturendanum í Brüssel og gefa áfram skít í Norrænt samstarf.  

Ef það verður áfram afstaða Svía, Dana og Finna er rökrétt að loka Norðurlandaráðssjoppunni.

Norræna húsinu í Vatnsmýrinni má þá velja nýtt nafn –Fornvinahúsið.

 
mbl.is Segir orð Støre sem tónlist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pink Floyd - Mother

 


mbl.is Pink Floyd hafði betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Dónalegar" teikningar.

 


Ögmundur vildi út, því er best að hann sé úti.

Hvaða bull er þetta að Ögmundur komi aftur inn í ríkisstjórnina?

Til hvers,  svo hann geti hoppað af vagninum aftur við fyrsta mótlæti og endurtekið píslarvottar leikritið sem margir virðast hafa kolfallið fyrir,  á æði misjöfnum forsendum.

Ef líf stjórnarinnar veltur á Ögmundi og öðrum óstöðugum frumefnum, gildir einu hvorumegin veggjar hann liggur.

 
mbl.is Til í sæti á réttum forsendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ,æ, misstu þeir alveg af þessu greyin!

buller breddan1Starfsmenn bresku leyniþjónustunnar, MI5,  hafa þá verið einu Jarðarbúarnir sem ekki vissu að Bandaríkjamenn pyntuðu fanga í Guantanamo, hægri, vinstri!! 

Vart verður á milli séð hvort þessi Buller-bredda er fýldari yfir því að hafa verið höfð útundan frá þessum samkvæmisleik Kanana og ekki sjálf fengið að taka í tólin eða gröm sjálfum sér að hafa ekki lesið blöðin eða hlustað á fréttir.

 
mbl.is Bretar hafi ekki vitað af pyntingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband