Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
Hvað þá, hvernig dirfist þeim?
17.3.2010 | 13:18
Alltaf eru þessir Norðmenn samir við sig.
Auðvitað er Íslenska lagið frábært og flott og lang besta lagið, þótt það sé bæði leiðinlegt og slappt.
Ekki hrifnir af íslenska laginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Úrhrök og útvaldir.
16.3.2010 | 18:03
Ísrael hefur aldrei í einlægni ætlað að semja frið við Palestínumenn. Allir tilburðir þeirra í þá átt hafa verið sýndarmennskan ein til að kaupa tíma.
Tíma sem þeir hafa notað markvisst og skipulega til að leggja undir sig hægt og bítandi lönd Palestínumanna með nýjum og nýjum landnemabyggðum.
Palestínumenn bera enga ábyrgð á helförinni og viðbjóðslegum glæpum Nasista gegn Gyðingum. En samt eru þeim einum ætlað að bera fórnarkostnaðinn.
Hvenær ætlar heimsbyggðin að taka sig saman í andlitinu hætta þessari afneitun gegn Ísrael og segja stopp, hingað og ekki lengra?
Dagur reiði" í Jerúsalem | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Óþokkar eða snillingar?
16.3.2010 | 15:49
Þetta tiltæki sjónvarpsstöðvarinnar er líklega alveg á grensunni. Allavega í því ljósi sem við sjáum það núna, þegar það er nýskeð.
Þetta óþokkabragð á sér hliðstæðu í sögunni þótt tilgangurinn hafi verið annar. Í október 1938 var flutt í útvarpi í Bandaríkjunum leikrit sem byggt var á sögu H.G.Wells Innrásin frá Mars.
Leikritið var flutt í formi frétta af innrásinni, höfundur þess og leikstjóri var Orson Welles. Mikil skelfing greip um sig því hlustendur héldu að um raunverulegan fréttaflutning væri að ræða af raunverulegri innrás, rétt eins og í Georgíu núna.
Höfundar gabbfréttarinnar í Georgíu eru fordæmdir fyrir vikið en engum dettur í hug að segja að Orson Welles hafi verið neitt annað er tær snillingur.
Vestrænir sendimenn gagnrýna gabbfrétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Syndugur satans lýður
16.3.2010 | 12:54
Hvað merkir það að svart skattkerfi hafi verið inni í bönkunum? Merkir það að bankarnir hafi skipulega tekið þátt í skattsvikum með völdum viðskiptavinum?
Hverjir bera ábyrgð á því, eru það ekki stjórnendur bankanna eða verður syndin skrifuð á kennitölu bankans eins og gert var í samráðsglæp olíufélaganna?
Er ekki kominn tími til að sækja bankastjórnendurna og hengja til þerris? Er það ekki vinnureglan þegar smákrimmar eiga í hlut, að þeir eru sóttir og að þeim saumað?
Hundraða milljarða skattsvik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sómakær ráðherrann...
16.3.2010 | 11:24
... hefur litið undan meðan hann nældi orðunni á brjóst, fyrirgefið í brjóst leikkonunnar.
Stakk leikkonu með orðuprjóni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skýrslan kemur, skýrslan kemur!
16.3.2010 | 10:34
Mikil spenna hefur byggst upp varðandi væntanlega skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, svo ekki sé talað um þær væntingar sem til hennar eru gerðar.
Mikil leynd er viðhöfð og öryggisgæsla öll hin strangasta við prentun skýrslunnar í Odda svo helst líkist spennuatriði í Bond mynd.
Starfsfólk var sent heim og til verksins fengnir sérvaldir bleksprautu- prentarar. Að starfi loknu verður þeim eytt. Engin vitni, takk.
Heyrst hefur að yfirstrikunar sérfræðingur frá CIA hafi verið fenginn til að hafa umsjón með lokafrágangi.
Meðfylgjandi mynd var tekin af prófarkalestri skýrslunnar og eins og sjá má er þetta doðrantur mikil.
Fræðimenn verða á skýrsluvakt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ungur unglingur.
16.3.2010 | 09:42
Það er von að Svíar hafi áhyggjur af þessari þróun. Því ekki eru glæsilegar fréttirnar sem reglulega berast um skotárásir í Bandarískum skólum, þótt í Svíþjóð séu ólíkt heilbrigðari viðhorf til skotvopna en í Mekka byssunnar, Bandaríkjunum.
Vonandi er þetta einhver stundar bóla. En ein málsgrein í fréttinni var öðrum áhugaverðari:
Ungur fjórtán ára piltur mætti með dínamít í skóla í Ramsele. Lögreglan gerði það upptækt og ók honum heim.
Ef þetta hefði verið aldraður fjórtán ára piltur hefði honum örugglega verið ekið í grjótið. Það getur sannarlega borgað sig að vera ungur.
Nemendur hóta morðum í Svíþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mulningur #14
15.3.2010 | 23:17
Þegar dóttursonur minn og nafni var á 4. ári dundaði frændi hans sér við að kenna honum ný orð, sem sum hver áttu ekki beinlínis heima í orðaforða barns á þessum aldri.
Það var eftir eina slíka kennslustund sem sá stutti kemur til mín og segir:
Afi, þú ert pungur!
Líklega hefur honum ekki litist á svipinn á mér því hann flýtti sér að bæta við:
Afi, ég er líka pungur!
Slakaðu aðeins á Steingrímur.
14.3.2010 | 22:59
Hvernig væri að bíða rólegur nokkra daga Steingrímur, í stað þess að liggja stöðugt á bjöllunni í Downing street?
Gæti ekki verið að þeir færu að ókyrrast og könnuðu málið ef alger þögn ríkti á Íslandi í tvær þrjár vikur? Er það góð taktík að liggja vælandi utan í þeim eins og óþekkur krakki sníkjandi aur fyrir nammi?
Gefum sjálfum okkur smá slaka, þjóðin valdi í þjóðaratkvæðagreiðslunni með skýrum hætti að hún væri tilbúin að taka afleiðingunum af því að boga seint og illa og jafnvel alls ekki eins og sumir hafa túlkað það.
Látum þá engjast.
Gengur hægt að koma á fundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fær ekki verkalýðurinn þá foringja sem hann á skilið?
14.3.2010 | 20:23
Mér þykir það standa Gylfa Arnbjörnssyni nær að standa sjálfur með sínu fólki í verki áður en hann gerir þá kröfu á aðra.
Hvað ætlar Íslensk alþýða að reyna það lengi á sjálfri sér að hagfræðingar og annað langskólalið skilar aldrei átakamiklu og kappsömu verki fyrir þeirra hönd?
Það virkar ekki fyrr en hægt verður að éta meðaltalsútreikninga, línurit og litskrúðug súlu- og kökurit.
Verkafólk, standið í lappirnar og sópið hagfræðingastóðinu út úr ASÍ!
Gagnast ekki þeim verst settu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)