Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Mulningur #15

 Hannes var alveg að gera útaf við vinnufélaga sína á ofurjákvæðni sinni. Það var alveg sama hvað kom uppá alltaf sá hann björtu hliðina og sagði ætíð:

    „Ja það hefði nú getað verið verra.“

Vinnufélagarnir tóku sig saman og ákváðu að skapa þannig aðstæður að Hannes yrði alveg kjaftstopp og venja hann af þessari endalausu jákvæðni.

Daginn eftir kom einn vinnufélaginn hlaupandi að skrifborðinu hjá Hannesi tárvotur og æstur.

    „Hannes það hefur gerst alveg hræðilegur atburður heima hjá þér. Pabbi þinn kom óvænt heim og kom að mömmu þinni og Silla bróður þínum saman í rúminu. Hann skaut þau bæði og sjálfan sig á eftir. Öll fjölskyldan er dáin nema þú Hannes, er þetta ekki hræðilegt?

    “Hannes þagði andartak en sagði svo:

    „Jú víst er þetta hræðilegt,....ja það hefði nú getað verið verra."

Vinnufélaginn var steinhissa og spurði forviða: „Hvernig í ósköpunum maður hefði þetta getað verið verra?“

    „Jú“ svaraði Hannes, „ef þetta hefði gerst í gær væri ég dauður en ekki Silli.“

 

Grindvíkingar – Saknar einhver símans síns?

nokiaÉg fann GSM síma í dag út á Bót, þar sem áramótabrennan er venjulega.

 

Síminn hjá mér er 698 00 80 eða  452 26 98

.

.

 

„Aðgerð“ eða skemmdarverk?

Verður fleirum en mér hugsað til svokallaðra „Aðgerðasinna“ sem mært hafa skemmdarverk af öllum toga og mælt fyrir notkun þeirra í ríkum mæli?

Væntanlega eru þessir "Aðgerðarsinnar" efstir á viðmælendaskrá Lögreglunar.

  
mbl.is Rannsóknarteymi skipað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er kvart milljarður á milli vina, sér í lagi ef hann er ekki til?

aircraft-carrier-with-golf-courseÞeir hafa forgangsröðunina á hreinu Sjálfstæðismenn og Framsóknar- afleggjarinn í Borgarstjórn Reykja- víkur. 

Þeir sjá glöggt hvar þörfin er mest og hvar sárast svíður.

Gott hjá þeim!  

Áfram Hanna, enga smásálarhugsun núna rétt fyrir kosningar!

.

.


mbl.is Lagt til að bæta golfvöll fyrir 230 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Clinton vs Bush

spy_title_cropped

Athyglisvert er að þessir tveir fyrrverandi forsetar starfi saman að svona verkefni því himinn og haf skilur þá að, ekki bara vitsmunalega heldur í öllum hugsanlegum skilningi.

Hlutverk Bush  getur ekki verið annað en sjá um skemmtiatriðin og halda fréttmönnum við efnið svo Clinton fái vinnufrið og geti alfarið helgað sig verkefninu.

Vonandi skilar samstarf þeirra sem bestum árangri fyrir þurfandi á Haítí, ekki veitir af.

 . 


mbl.is Bush og Clinton til Haítí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ó

#"=(&%!"#*=/#"/%/$%$%#&#(&)/$..!

Helvítis fokking fokk!

 


mbl.is Hélt framhjá Söndru Bullock
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar þjóðin í „ástandið“

Hugmyndir sem uppi eru, að Hollenskt fyrirtæki komi hingað með einkarekinn flugher eru fráleitar.  

Fyrirtækið áætlar að leigja úr þotur til heræfinga og talar um fjárfestingar  upp á 200 milljarða og þrjú hundruð ný störf hér á landi.

Af hverju vill fyrirtækið koma hingað, vill þá enginn í Hollandi eða annarstaðar í Evrópu? Er Ísland eina smugan? Telja þeir að við séum auðveld bráð og tökum hverju sem er, fyrir lítið?

Einmitt það sem vantar á Reykjanesið þar sem atvinnuleysið er mest“, segir í frétt á Visi.is.

Það vill svo til að ég er einn þeirra atvinnulausu og þó ég vilji mikið til vinna að fá vinnu er ég undir engum kringumstæðum tilbúinn að vinna hjá svona fyrirtæki. Það verður aldrei svo illa komið fyrir þjóðinni að ég geti fallist á að nota hermang og því tengt sem bjargræði. Aldrei! Taki ríkisstjórnin þessu er hún ekkert betri en 50 centa hóra á götuhorni.

Ég er líka alfarið andvígur svokallaðir varnarsamvinnu, þar sem við niðurgreiðum æfingakostnað flugherja annarra NATO ríkja. Því ber að hætta nú þegar.

Áfram Ísland -  herlaust!

   


mbl.is Vilja ekki sjá herþotuæfingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært!

 Ég hef verið gagnrýnin á Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra fyrir ístöðuleysi og ákvarðanafælni.

En fyrir að gefa út sama hvalveiðikvóta og í fyrra gef ég honum prik, feitt prik.

 

Gott að eiga góða að.

Svonefndur Parísarklúbbur, sem er samtök 19 landa og hefur það verkefni að fást við skuldavanda fullvalda ríkja, tilkynntu í dag að allar erlendar skuldir Afganistans við löndin, samtals tæplega 1,1 milljarður dala eða um 140  milljarðar króna, verði felldar niður.

Þessar afskrifuðu skuldir Afgana námu um sem svaraði 4.300, krónum á hvern íbúa. Núverandi skuldir Íslenska ríkisins nema 3.700.000, krónum á hvern íbúa og ekki fyrirséð að þær aukist enn. Afganir geta ekki borgað 4.300 krónur en við skulum borga 3.700.000, og ekkert múður.

Hér er auðvitað ólíku saman að jafna, við getum bara lagt þeim til fúlan fisk, en Afganar hinsvegar sjá Evrópskum ungmennum fyrir um 90% af heróín þörf þeirra og munar um minna.

Þann hlekk má fyrir alla muni ekki rjúfa, eftir að tókst að endurreisa valmúaræktina eftir að Bandamenn „frelsuðu“ landið.  


mbl.is Erlendar skuldir Afganistans felldar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóra Bomban

Þjóðin býr sig þessa dagana undir Stóru Bombuna sem líklegast er að falli, með tilheyrandi hvelli, eftir páska samkvæmt nýjustu upplýsingum.

Á Morgunblaðinu eru menn í óðaönn að byrgja glugga, stafla upp sandpokum og reisa múra og annað það sem þarf til að verja hugmyndafræðilega og  guðdómlega ímynd ritstjóra blaðsins og Sjálfstæðisflokksins.

Ekki verður annað séð en nýafstaðin breyting á moggablogginu sé liður í þeirri taugaveiklun sem ríður röftum í Hádegismóum þessa dagana. Breytingarnar á blogginu hafa fyrst og fremst þau áhrif að torvelda fréttatengd blogg, því tengill á fréttir mbl.is hefur verið fjarlægður.

Nokkrum dögum áður, var gerð sú breyting að ekki var lengur hægt að skrifa athugasemdir við ritstjórnargreinar moggans, nema vera áskrifandi að Morgunblaðinu sem slíku. Þó voru ritstjórnargreinarnar birtar eins og hvert annað blogg. Getur framsetningin á andúð núverandi ritstjóra moggans á frjálsri umræðu og skoðanaskiptum verið öllu skírari?

Líklegt má telja að þessar breytingar á bloggi moggans séu aðeins fyrstu skrefin í röð breytinga sem miða að því að torvelda sem mest, eða útiloka á blogginu öll skrif um Stóru Bombuna, sem ritstjórinn og hans menn óttast meir en allt annað.

Sólarhringur leið áður en stjórnendur moggabloggsins sáu ástæðu til að útskýra breytingarnar. Að siðaðra manna hætti hefðu slíkar breytingar verið kynntar með góðum fyrirvara. Það var ekki, sem styrkir þá skoðun að ákvörðunin hafi verið tekin fyrirvaralítið og ekki þolað bið.

Í tilkynningunni segir m.a.:

Tilgangurinn með þessum breytingum er fyrst og fremst að skapa betri aðgreiningu milli þess efnis sem heyrir undir ritstjórnarlega ábyrgð Morgunblaðsins og annars efnis.

Má lesa útúr þessu að bloggstjórnin muni framvegis ekki mismuna bloggurum og leyfa öllum, ekki bara sanntrúuðum og rétthugsandi, að ausa aur og svívirðingum yfir allt og alla athugasemdalaust?


mbl.is Skýrslan tefst enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband