Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
Eldgos - mótun Íslands
21.3.2010 | 02:36
Skemmtilegar klippur um mótun Íslands
Maður veit ekkert hvernig þetta fer | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hámark hræsninnar
20.3.2010 | 22:24
Ekki hefur neitt breyst varðandi lánveitingar frá Noregi eins og menn vonuðu.
Það er ekkert annað en hræsni og fals að segjast vilja og ætla að lána Íslandi en skilyrða svo lánveitinguna um leið blessun AGS, sem vonlaust er að slaki á einu né neinu fyrr en við höfum kokgleypt Icesave.
Það hefði einfaldlega verið heiðarlegra af Norðmönnum að segja sjálfir nei í stað þess að láta aðra gera það fyrir sig.
En auðvitað var vonlaust að vona að Norðmenn gætu verið ærlegir. Það hefði verið stílbrot.
Vilja lána óháð Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Hvenær er morð, morð?
20.3.2010 | 20:03
Ef þetta væru Ísraelskir drengir og hefðu verið myrtir af Palestínumönnum héti það víst hryðjuverk. En þegar Ísraelar gera slíkt hið sama er það látið heita eitthvað annað.
Palestínskur piltur skotinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Boðið upp í nýjan dans í Hruna
20.3.2010 | 13:35
Sumir segja að kreppur komi á 60 til 70 ára fresti, hvernig sem allt veltist, það taki þann tíma að gleyma þeirri síðustu og sofna á verðinum.
Aðrar þjóðir, sem hafa uppundir 200 ára reynslu af frjálsu fjármagnskerfi, hafa á þeim tíma nýtt tímann og reynsluna til að sníða kerfinu reglur og ramma til að það vinni sem best og eðlilegast en hindri um leið misnotkun og svik.
Þegar frjálst fjármagnskerfi var tekið upp hér á landi og innleitt af ríkisstjórnum undir forystu Sjálfstæðisflokksins og Davíðs Oddsonar bregður svo við að Íslenskir fjármálaungar, nýskriðnir úr eggjunum, eru ekki taldir þurfa neinar reglur, frelsið verði að hafa forgang og markaðurinn muni leiðrétta sig sjálfur.
Reynsla og þekking annarra þjóða var með öllu hundsuð og ekki talin nýtast Íslensku fjármálakerfi, enda vandfundnir aðrir eins snillingar og nýríku nonnarnir Íslensku. Að auki var allt eftirlit í skötulíki og haft sem veikast svo snillingarnir yrðu fyrir sem minnstri truflun við fórnfúsa vinnu sína fyrir þjóðina.
Það góða við hrunið er að við getum af því lært og nýtt okkur það sem víti til varnaðar. En það sorglega er að sumir látast ekki sjá eða kannast við sinn þátt hrunsins og eru staðráðnir í að hafa reynslu, þjáningar og þrautir þjóðarinnar að engu, til að þjóna hugmyndafræðinni.
Þjóðin virðist því miður í vaxandi mæli vera fylgjandi þeirri þöggunarstefnu, ef marka má nýlega skoðanakönnun og vera nú þegar tilbúin í næsta hrunadans.
Verði okkur að góðu!
Hið sorglega dæmi frá Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fúlar forystugreinar Moggans
20.3.2010 | 00:55
Þetta er ekki frétt. Þegar betur er að gáð þá getur þetta tros ekki verið annað en úrdráttur úr óvenjuslappri og hugmyndasnauðri forystugrein Moggans í gamla kaldastríðs stílnum.
Raunar eru forystugreinar blaðsins orðnar svo slappar og geldar að gripið var til þess neyðarúrræðis að fela þær fyrir öðrum en sauðtryggum flokksmönnum, sem útilokað er að muni nokkurn tíma sjá ljósið.
Steingrímur skiptir um skoðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Allir kjósa Frjálslyndaflokkinn
19.3.2010 | 22:59
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Er hægt að panta þýfi eins og hvern annan varning?
19.3.2010 | 20:00
Það er engu líkara en þjófarnir hafi verið að ruppla upp í pöntun.
Brotist inn í 7 bifreiðar í Grindavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrirfram greiddar syndir.
19.3.2010 | 18:30
Hann er dásamlegur nútíminn, allt er mögulegt, nú er hægt að taka refsingar út fyrirfram. Þá geta menn tekið syndina út síðar, þegar þeim best hentar, án frekari eftirmála.
Dæmd fyrir að ætla sér að syndga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Dýr myndi stofninn allur!
19.3.2010 | 14:53
Miðað við fjölda þeirra Hvítabjarna sem hafa að jafnaði gengið hér á land s.l. 15 ár og beinan kostnað við björgun hvers dýrs upp á 11,5 milljónir og rekstrarkostnað björgunarsveitar þá má ætla að heildarkostnaður við hvert dýr muni nema um og yfir 22 milljónir.
Það gerir um 55.000, kr pr kíló. Dýr biti það!
Er ekki rétt að þeir borgi sem áhugan hafa?
Dýrt að bjarga hvítabjörnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýr Hrunadans boðaður!
19.3.2010 | 13:19
Við þær hörmungar aðstæður sem nú eru uppi er ekkert undarlegt þótt ríkisstjórnin tapi fylgi. Ég er raunar hissa á að fylgi stjórnarinnar sé þó þetta mikið. Það sýnir að sumir hið minnsta muna enn hverjum ber að þakka ástandið.
Ekkert það verk sem stjórnin hefur unnið og þarf að vinna er til vinsælda fallið, flest kemur illa við alla og sumt sem kann að gagnast einum kemur illa við annan.
Nú þarf ríkisstjórnin að horfast í augu við það að hún hefur ekki umboð til þess að halda áfram á sömu braut, segir Bjarni Benediktsson.
Bjarni Ben var ekki svona viss um ágæti skoðanakannana og gildi þeirra þegar þær sýndu fallandi fylgi Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu kosningar. Þá var talað um að kosið væri til Alþingis í kosningum ekki í illa unnum könnunum með sáralitlu úrtaki.
Það styttist í rannsóknarskýrslu Alþingis og Bjarna hryllir eðlilega við að hafa ekki tök á að handstýra úrvinnslu hennar. Bjarni er hræddur og má líka vera það.
Fólk ætlast til þess að stjórnvöld þvælist ekki fyrir. Segir Bjarni. Þetta verður ekki skilið öðruvísi en að Sjálfstæðisflokkurinn ætli um leið og hann fær til þess vald að hrinda aftur að stað sama frjálshyggju hrunadansinum. Þeir hafa ekkert lært og boða áfram sama graut í sömu skál.
Þolir þjóðin meira af slíku?
Ríkisstjórnin á að segja af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)