Bloggfćrslur mánađarins, mars 2010
Ég hef bara ekki heyrt hann betri.....
23.3.2010 | 02:13
..... sagđi hann ţessi ţegar hann heyrđi yfirlýsingu Villa.
Stöđugleikasáttmálinn rofinn | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
Ţađ eru enn til karlmenn, sem hvorki bergđur viđ sár né dauđa.
22.3.2010 | 23:39
Ţessi frétt minnir á Gerplu Halldórs Laxness, ţar sem Ţorgeir hékk í bjarginu á Hvönninni tímunum saman og beiđ dauđans, en gat ekki, sökum karlsmennsku sinnar, fengiđ sig til ađ kalla á hjálp.
Ţorgeiri var bjargađ um síđir en svo lánsamur var hann ekki ţessi keđjusagar(sjálfs)morđingi.
Karlmennskan leiddi hann til dauđa | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Syndinni laumađ í matinn
22.3.2010 | 17:34
Ţađ er auđvitađ ótćkt međ öllu fyrir viđskiptavini veitingarhúsa ađ komiđ sé aftan ađ ţeim og áfengi laumađ ofaní ţá í gegnum matinn, ţeim algerlega ađ óvörum.
Hverjum dytti til dćmis í hug, sem ćtlar ađ vera flottur á ţví og pantar sér nautasteik međ koníaksrúsínusósu, hvítvínslegiđ sushi, flamberađan mat eđa Grand Mariner ţetta eđa hitt, svo fátt eitt sé nefnt, ađ áfengi hafi veriđ notađ viđ matargerđina?
Örugglega engum, ţví er fullkomlega eđlilegt ađ viđskiptavinir hótelanna í Dubai verđi fúlir ţegar ţeir ţurfa, frammi fyrir Guđi, ađ slaga heim.
.
Áfengi í matargerđ bannađ í Dúbaí | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
Mjór er mikils vísir....
22.3.2010 | 16:14
....en ţađ eru töluverđar ýkjur ađ halda ţví fram ađ ţessi hóll sér orđin ađ sérstöku fjalli enn sem komiđ er. Landiđ á hálsinum hefur ađeins hćkkađ lítiđ eitt frá ţví sem áđur var.
Himmelbjerget ţeirra Dana er uppá 147 metra hefur mátt ţola ómćldar háđsglósur og ekki hingađ til veriđ taliđ til fjalla af mörlandanum.
Hvađ nafngift varđar dettur mér í hug Kreppa eđa Kreppuhyrna.
Nýtt fjall á Fimmvörđuhálsi | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Vísindi og frćđi | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Kjarabarátta eđa sjálftökutilraun?
22.3.2010 | 13:33
Lagasetning á verkföll er og verđur alltaf afleit lausn á kjaradeilum og ćtti ekki ađ beita nema í algerum neyđartilfellum.
En er ţetta kjaradeila? Framganga flugvirkja er gersamlega á skjön viđ allt í ţjóđfélaginu og líkist meira 2007 sjálftökuhugsunarhćtti, en kjarabaráttu í hefđbundnum skilningi.
Í hádegis fréttum RUV sagđi Kristján Kristjánsson formađur samninganefndar flugvirkja ađ flugvirkjar vćru ekki í ASÍ og ţví ekki ađilar ađ "ţjóđarsáttinni" og standa í ţessu einir. Ef ríkisstjórnin setur lög, segir Kristján, ţá brjóti hún ţjóđarsáttina og flugvirkjar ţá ekki bundnir af henni.
Vá, flugvirkjar verđa sem sagt stikk frí frá ţjóđarsátt í öđru veldi. Ţađ munar um minna.
Tilbođ um 11% kauphćkkun, flugvirkjum til handa, er á borđinu á sama tíma og ađrir verđa ađ taka á sig skerđingar, en flugvirkjar höfnuđu tilbođinu, vilja helmingi meira. Ţeir ćtla sér ekki ađ deila kjörum međ ţjóđinni.
Međ svona viđhorfi hafa flugvirkjar glatađ allri samúđ, hvađ sem öllu öđru líđur.
Verkfalliđ bannađ til 30. nóvember | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (54)
Mulningur #17
21.3.2010 | 23:31
Ţađ er líkt međ börn og hugmyndir mađur á ţau bestu sjálfur.
Röng frétt, leiđrétt, en flutt aftur röng 7 tímum síđar.
21.3.2010 | 19:37
Í aukafréttatíma Sjón- varpsins í hádeginu var Bogi Ágústsson međ Pál Einarsson jarđeđlisfrćđing í viđtali. Međan á ţví stóđ var sýnd mynd sem tekin var úr gervihnetti og á henni mátti sjá svartan skugga sem lá til austurs frá gossvćđunum og sagt ađ gosmökkurinn hefđi sést úr geimnum.
En Bogi og Páll áttuđu sig á ţví ađ ţetta passađi hreint ekki ţví sterk austanátt var á sunnanverđu landinu og mökkinn hefđi átt ađ leggja til vesturs á myndinni kćmi hann á annađ borđ fram.
Ađ auki er ţessi svarti blettur allt of norđarlega ţegar betur er ađ gáđ til ađ tengjast gossvćđinu, ţótt gosmökkurinn hefđi ákveđiđ ađ fara gegn vindinum.
En svo bregđur viđ ađ í kvöldfréttum Sjónvarps er myndin birt aftur og međ fyrri fullyrđingu ađ hún sýni gosmökkinn séđan úr geimnum leggja til austurs á móti vindinum.
Ţađ hlýtur ađ vera lágmarkskrafa ađ fjölmiđlar haldi ekki áfram ađ birta rangar fréttir löngu eftir ađ ţćr hafa veriđ leiđréttar.
Er allt gert fyrir dramađ?
Flug međ eđlilegum hćtti | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Vísindi og frćđi | Breytt s.d. kl. 19:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Akstur á bađströnd er álíka vanhugsađ og sólböđ á hrađbrautum.
21.3.2010 | 16:24
Ţetta var hörmulegt slys og algerlega ófyrirgefanlegt ţví vel hefđi mátt forđa ţví. Svo undarlega sem ţađ hljómar ţá er akstur bíla leyfđur innan um flatmagandi fólk á Daytona ströndinni, sem er álíka vitlaust og leyfa sólböđ á hrađbrautum.
.
Kanarnir eru međ ţeim ósköpum gerđir ađ vera nánast bjargarlausir, geti ţeir ekki notađ bílinn til allra hluta, mottóđiđ er ađ ţurfa sem minnst ađ fara út úr bílnum, ţađ er drive-inn ţetta og drive-inn hitt.
Ţó ég hafi ekki enn séđ drive- inn klóset, ţá er ţađ örugglega til í henni Ameríku.
Ók yfir stúlku á ströndinni | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Utanríkismál/alţjóđamál | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (14)
Kerlingin Katla
21.3.2010 | 13:49
Öll gos í Eyjafjallajökli virđast vera formáli ađ Kötlugosi ađ sögn Páls Einarssonar jarđeđlis- frćđings. Ţetta gos er ţá líklega rétt eins og logandi kveikiţráđur ađ stóru bombunni Kötlu.
Ekki eru til áreiđanlegar heimildir um öll gos í Kötlu frá landnámi svo erfitt er ađ segja nákvćmlega til um fjölda ţeirra, en taliđ er ađ ţau séu um 20.
Tíminn milli Kötlugosa er mislangur, stystur um 13 ár, en nú er liđinn lengsti ţekkti tími frá gosi eđa 92 ár. Ţađ er ţví ljóst ađ Katla kerla er komin á steypirinn. Kötlugos hafa varađ frá hálfum mánuđi upp í 5 mánuđi og flest hafist á svipuđum árstíma.
Hćtta af völdum Kötlugosa er fyrst og fremst tengd hlaupunum, en ţar sem menn hafa stađsett byggđ samkvćmt reynslu af fyrri hlaupum hafa í raun mun fćrri bćir eyđst af völdum Kötluhlaupa í gegnum tíđina en ćtla mćtti út frá stćrđ ţeirra og hrađa. Ţar sem gjóskan getur borist um allt land hafa mun fleiri bćir fariđ í eyđi af völdum hennar en flóđum, ţar sem ţau eru ađ mestu stađbundin, eđli máls samkvćmt.
Áriđ 1721 varđ mikiđ gjóskugos í Kötlu ásamt gífurlegu jökulhlaupi, sem rann međ svo miklum krafti til sjávar ađ mikil flóđbylgja sem myndađist olli tjóni í Vestmannaeyjum, Ţorlákshöfn og Grindavík.
Fátt er svo međ öllu illt ađ ekki bođi gott, ţađ einnig viđ um gos í Kötlu. Mikil landeyđing hefur átt sér stađ víđa viđ Suđurströndina eins og viđ Vík í Mýrdal. Ţar er ágangur sjávar og landeyđing af hans völdum slíkur ađ til vandrćđa horfir nema Katla gjósi fljótlega og fćri fram ströndina međ framburđi sínum.
Gosiđ fćrist í aukana | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Vísindi og frćđi | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Mulningur #16
21.3.2010 | 12:24
Öllum getur nú orđiđ á, sagđi broddgölturinn um leiđ og hann brölti ofan af strákústinum.