Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Ég hef bara ekki heyrt hann betri.....

 ..... sagði hann þessi þegar hann heyrði yfirlýsingu Villa.


mbl.is Stöðugleikasáttmálinn rofinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru enn til karlmenn, sem hvorki bergður við sár né dauða.

Þessi frétt minnir á Gerplu  Halldórs Laxness,  þar sem Þorgeir hékk í bjarginu á Hvönninni tímunum saman og beið dauðans, en gat ekki, sökum karlsmennsku sinnar,  fengið sig til að kalla á hjálp.

Þorgeiri var bjargað um síðir en svo lánsamur var hann ekki þessi  keðjusagar(sjálfs)morðingi.


mbl.is Karlmennskan leiddi hann til dauða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Syndinni laumað í matinn

0511-0702-2316-3519_Goofy_Drunk_Looking_Businessman_Walking_Around_clipart_imageÞað er auðvitað ótækt með öllu fyrir viðskiptavini veitingarhúsa að komið sé aftan að þeim og áfengi laumað ofaní þá í gegnum matinn, þeim algerlega að óvörum.

Hverjum dytti til dæmis í hug, sem ætlar að vera flottur á því og pantar sér nautasteik með koníaksrúsínusósu, hvítvínslegið sushi, flamberaðan mat eða  Grand Mariner þetta eða hitt, svo fátt eitt sé nefnt, að áfengi hafi verið notað við matargerðina?

Örugglega engum, því er fullkomlega eðlilegt að viðskiptavinir hótelanna í Dubai verði fúlir þegar þeir þurfa, frammi fyrir Guði, að slaga heim.

.

  
mbl.is Áfengi í matargerð bannað í Dúbaí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjór er mikils vísir....

....en það eru töluverðar ýkjur að halda því fram að  þessi hóll sér orðin að sérstöku fjalli enn sem komið er. Landið á hálsinum hefur aðeins hækkað lítið eitt frá því sem áður var.  

Himmelbjerget þeirra Dana er uppá 147 metra hefur mátt þola ómældar háðsglósur og ekki hingað til verið talið til fjalla af mörlandanum.

Hvað nafngift varðar dettur mér í hug Kreppa eða Kreppuhyrna.


mbl.is Nýtt fjall á Fimmvörðuhálsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjarabarátta eða sjálftökutilraun?

Lagasetning á verkföll er og verður alltaf afleit lausn á kjaradeilum og ætti ekki að beita nema í algerum neyðartilfellum.

En er þetta kjaradeila? Framganga flugvirkja er gersamlega á skjön við allt í þjóðfélaginu og líkist meira „2007“ sjálftökuhugsunarhætti, en kjarabaráttu í hefðbundnum skilningi.

Í hádegis fréttum RUV sagði  Kristján Kristjánsson formaður samninganefndar flugvirkja  að flugvirkjar væru ekki í ASÍ og því ekki aðilar að "þjóðarsáttinni" og standa í þessu einir. Ef ríkisstjórnin setur lög, segir Kristján, þá brjóti hún þjóðarsáttina og flugvirkjar þá ekki bundnir af henni.

Vá, flugvirkjar verða sem sagt  stikk frí frá þjóðarsátt í öðru veldi. Það munar um minna.

Tilboð um 11% kauphækkun, flugvirkjum til handa, er á borðinu á sama tíma og aðrir verða að taka á sig skerðingar, en flugvirkjar höfnuðu tilboðinu, vilja helmingi meira. Þeir ætla sér ekki að deila  kjörum með þjóðinni.

Með svona viðhorfi hafa flugvirkjar glatað allri samúð, hvað sem öllu öðru líður.

 
mbl.is Verkfallið bannað til 30. nóvember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mulningur #17

Það er líkt með börn og hugmyndir – maður á þau bestu sjálfur.


Röng frétt, leiðrétt, en flutt aftur röng 7 tímum síðar.

gosmokkur_0Í aukafréttatíma Sjón- varpsins í hádeginu var Bogi Ágústsson með Pál Einarsson jarðeðlisfræðing í viðtali. Meðan á því stóð var sýnd mynd sem tekin var úr gervihnetti og á henni mátti sjá svartan skugga sem lá til austurs frá gossvæðunum og sagt að gosmökkurinn hefði sést úr geimnum.

En Bogi og Páll áttuðu sig á því að þetta passaði hreint ekki því sterk austanátt var á sunnanverðu landinu og mökkinn hefði átt að leggja til vesturs á myndinni kæmi hann á annað borð fram.

Að auki er þessi svarti blettur allt of norðarlega þegar betur er að gáð til að tengjast gossvæðinu, þótt gosmökkurinn hefði ákveðið að fara gegn vindinum.

En svo bregður við að í kvöldfréttum Sjónvarps er myndin birt aftur og með fyrri fullyrðingu að hún sýni gosmökkinn séðan úr geimnum leggja til austurs á móti vindinum.

Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að fjölmiðlar haldi ekki áfram að birta rangar fréttir löngu eftir að þær hafa verið leiðréttar.

Er allt gert fyrir dramað?


mbl.is Flug með eðlilegum hætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Akstur á baðströnd er álíka vanhugsað og sólböð á hraðbrautum.

daytona-beach-hotelsÞetta var hörmulegt slys og algerlega ófyrirgefanlegt því vel hefði mátt forða því. Svo undarlega sem það hljómar þá er akstur bíla leyfður innan um flatmagandi fólk á Daytona ströndinni, sem er álíka vitlaust og leyfa sólböð á hraðbrautum.daytona-beach-625917-sw2

.

Kanarnir eru með þeim ósköpum gerðir  að vera nánast bjargarlausir, geti þeir ekki notað bílinn til allra hluta, mottóðið er að þurfa sem minnst að fara út úr bílnum, það er drive-inn þetta og drive-inn hitt.

Þó ég hafi ekki enn séð drive- inn klóset,  þá er það örugglega til í henni Ameríku.


mbl.is Ók yfir stúlku á ströndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kerlingin Katla

Katla_1918Öll gos í Eyjafjallajökli virðast vera formáli að Kötlugosi að sögn Páls Einarssonar jarðeðlis- fræðings. Þetta gos er þá líklega rétt eins og logandi kveikiþráður að stóru bombunni Kötlu.

Ekki eru til áreiðanlegar heimildir um öll gos í Kötlu frá landnámi svo erfitt er að segja nákvæmlega til um fjölda þeirra, en talið er að þau séu  um 20.

Tíminn milli Kötlugosa er mislangur, stystur um 13 ár, en nú er liðinn lengsti þekkti tími frá gosi eða 92 ár. Það er því ljóst að Katla kerla er komin á steypirinn. Kötlugos hafa varað frá hálfum mánuði upp í 5 mánuði og flest hafist á svipuðum árstíma.

Hætta af völdum Kötlugosa er fyrst og fremst tengd hlaupunum, en þar sem menn hafa staðsettnjokull1 byggð samkvæmt reynslu af fyrri hlaupum hafa í raun mun færri bæir eyðst af völdum Kötluhlaupa í gegnum tíðina en ætla mætti út frá stærð þeirra og hraða. Þar sem gjóskan getur borist um allt land hafa mun fleiri bæir farið í eyði af völdum hennar en flóðum, þar sem þau eru að mestu staðbundin, eðli máls samkvæmt.

Árið 1721 varð mikið gjóskugos í Kötlu ásamt gífurlegu jökulhlaupi, sem rann með svo miklumnjokull2 krafti til sjávar að mikil flóðbylgja sem myndaðist olli tjóni í Vestmannaeyjum, Þorlákshöfn og Grindavík.

 

Fátt er svo með öllu illt að ekki boði gott, það einnig við um gos í Kötlu. Mikil landeyðing hefur átt sér stað víða við Suðurströndina eins og við Vík í Mýrdal. Þar er ágangur sjávar og landeyðing af hans völdum slíkur að til vandræða horfir nema Katla gjósi fljótlega og færi fram ströndina með framburði sínum.


mbl.is Gosið færist í aukana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mulningur #16

„Öllum getur nú orðið á,“ sagði broddgölturinn um leið og hann brölti ofan af strákústinum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.