Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Hvar er að frétta, milli frétta?

Það er gott og nauðsynlegt að fá fréttir af gosinu, þegar eitthvað er að frétta og gerast.

Það styttast hratt í gosleiðann þegar „frétt“ eftir „frétt“ er birt um ekkert og fréttir um það eitt að ekkert sé að frétta.

 
mbl.is Litlar breytingar á gosinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræsni andskotans.

guantanamo_12pwidecÞað er sannarlega gleðilegt að Obama forseta  Bandaríkjanna og öðrum Könum sé ummunað um að pólitískir fangar á Kúbu fái frelsi og geri kröfu til þess. 

Ekki þarf að spyrja að því að Bandaríkjamenn verða auðvitað sjálfum sér samkvæmir og láta lausa þá pólitísku fanga sem þeir sjálfir geyma á Kúbu í óþökk alls þorra heimsins?  

Annað er auðvitað hrein hræsni.

  

.


mbl.is Kastró: Obama segir ýmislegt heimskulegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er tækt að Flugstoðir ohf. geti tekið sér frí frá lögum og reglum til að laga reksturinn?

Er Reykjavíkurflugvöllur, af öllum stöðum,  eitthvert „fríríki“ sem ekki þarf að fara að lögum og reglum um brunavarnir?  

Nei auðvitað ekki, það segir sig sjálft.

Það er því fráleitt að kalla yfirlýsingu  slökkviliðsstjóra höfuðborgarsvæðisins, um yfirvofandi  lokun Reykjavíkurflugvallar vegna vanefnda á brunavörnum,  hótun eins og gert er í fréttinni.

Er þetta ekki einmitt það sem mun gerast þegar þjónusta sem ætti alfarið að verta á vegum ríkisins vegna almanna heilla, verður einkavædd? Breytast þá ekki einmitt svona öryggisþættir í „einföld“ bókhaldsleg hugtök sem verða fórnanleg  til að ná fram kröfu eigenda um arðsemi?

  
mbl.is Hótar að loka Reykjavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Khaled Sheikh Mohammed ekki að fá launin sín?

Það er kunnara en frá þurfi að segja  að í himnaríki bíða minnst 100 heinarmeyjar reiðubúnar og óþolinmóðar eftir að geta þjónað og svalað, um alla eilífð, þörfum og óskum þeirra sem hetjulega myrða og limlesta trúleysingja í nafni Allah.

Það er því í hæsta máta undarlegt að Binni Lati Ósómi, af öllum mönnum, vilji fresta því að Khaled Sheikh Mohammed geti sem fyrst komist í sæluna og tekið út  umbun sína.


mbl.is Bin Laden aðvarar Bandaríkjastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andskotinn hafi það!

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraela óttast að friðarviðræður í Mið-austurlöndum tefjist nema Palestínumenn láti af andstöðu sinni við frekari landnemabyggðir Ísraela á Vesturbakkanum!

Húrra, vá, hurrey, ........spekin!

Já friðurinn tefst að mati Netanyahu, ef Palestínumenn gefa ekki nægjanlega hratt eftir sitt land svo Ísrael geti rutt landnemabyggðunum sínum sífellt lengra inn á land Palestínumanna.

Hvenær verður nægt land upp gefið og sagt stopp?

Geta þeir sem staðið hafa fyrir árásum á þjóðir fyrir minni sakir en þetta svarað því?

Hvaða helvítis fokking fokk er þetta!   

  


mbl.is Óttast tafir á friðarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland í dag....

....sex einstaklingar eltast við sama brauðið á Akureyri, meðan margir samlandar þeirra og meðbræður verða að ákveða hvort aurum dagsins er betur varið í brauðhleif  eða mjólk!


mbl.is Sex sækja um brauð á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert er verra, í knappri stöðu, en illan málstað að verja.

Æ,æ,æ, mikið ósköp var hann Vilhjálmur Egilsson frændi, slappur og aumkunarverður í Kastljósinu í kvöld. Þarna sat hann karl anginn, sveittur og stöðugt í vörn að gera sitt besta að verja  glataðan og fyrirfram óverjandi  málstað.

Málstað sem Friðrik stýrimanni Arngrímssyni stæði nær að verja, enda málið alfarið hans sem framkvæmdastjóra LÍÚ.

Hafi ég einhvern tíman vorkennt einhverjum, fyrir hlutskipti sitt, þá var það í kvöld. Það var sorglegt að sjá Villa notaðan með þessum hætti  í óvinnandi skítverk.

 
mbl.is Segir að rætt hafi verið um skötuselinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli hann græði....

....ekki á tá og fingri?


mbl.is Heimsmet 15 fingur og 16 tær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilhjálmur geltir þegar honum er sigað.

Nei þetta snýst ekki um skötusel, þetta snýst um hagsmuni hinna örfáu á kostnað alls fjöldans. Þetta snýst um að LÍÚ er að misnota vald sitt í SA í viðleitni sinni að hindra að forræði  á aðalauðlind þjóðarinnar verði á hendi lögmætra eigenda hennar.

Friðrik J. Arngrímsson stýrimaður hjá LÍÚ gerir Vilhjálm Egilsson út af örkinni til að segja upp stöðuleikasáttmálanum og lætur hann ljúga til um ástæðuna, stórmannlegt það.

Vilhjálmur bregst ekki húsbændum sínum í Borgartúninu og stekkur fram þegar honum er sigað og gjammar eins og smáhundur sem heldur að hann sé stór.

  
mbl.is „Snýst ekki um skötusel"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi frétt er...

...auðvitað alveg Ga ga.

Það sama má raunar segja bæði um stúlkukindina og tónlistina.

En kannski hafa einhverjir fyrir þessu smekk.

 


mbl.is Lady Gaga með veiðifötin á hreinu: Háir hælar og undirföt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband