Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Til hamingju með sigurinn unga fólk.

Eins og fram kemur í fréttinni þá sigraði hljómsveitinn „Of Monsters and Men“ í  Músiktilraunum í kvöld. Rétt og skylt að óska þeim til hamingju með það.

Þar sem ég þekki hvorki haus né sporð á þessari hljómsveit og því  ágæta fólki sem hana skipa og fann ekkert með þeim þá ætla ég að bjóða upp á „Never Marry a Railroad Man“ með Shocking Blue.

  
mbl.is Of Monsters and Men vann Músiktilraunir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er munurinn á gosi og gosi?

Það er holt að horfa á þessa samantekt af hamfaragosinu sem varð í  Mount St. Helena 1980 til að sjá hversu smávægilegt og meinlaust þetta ferðamannagos á Fimmvörðuhálsi að sönnu er, að öllu óbreyttu.    

                              Nýtt!! Vefmyndavél við Fimmvörðuháls!!


mbl.is Fá hraun og ösku á móti sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju birta flugvirkjar ekki „sannleikann“?

flugvirkjafélagíslandsFlugvirkjar liggja undir ámæli um ósannsögli um kaup sín og kjör. Ef það er á misskilningi byggt og upp á þá er logið, af hverju birta þeir ekki upplýsingar um kjör sín svart á hvítu, lága taxtana, slappa bónusana og léleg heildarlaunin, til að taka af öll tvímæli?

Af hverju stígur enginn flugvirki fram og birtir launaseðilinn sinn?

Af hverju vilja menn frekar liggja undir ásökunum um fals og ósannindi en afsanna slíkar fullyrðingar í eitt skipti fyrir öll.

Það getur hver og einn dregið sína ályktun af því.


mbl.is Segir laun flugvirkja ýkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðrik J. Arngrímsson stýrimaður, stýrir ekki stjórnarráðinu.

Viðbrögð LÍÚ við skötuselslögunum voru sannast sagna  ofsafengin og yfirlýsingar þeirra og SA, geðveikislegar á köflum.  M.a. fullyrtu þeir að auknar veiðar á skötusel myndu rústa því góða orði sem af Íslendingum færi erlendis fyrir góða stjórn fiskveiða.

Ekkert minna!

Útgerðin færi auðvitað lóðbeint á hausinn í kjölfarið, og tæki þjóðarbúið með sér því afskrifa þyrfti í framhaldinu risavaxnar skuldir útgerðarinnar. En til að bjarga útgerðinni við óbreytt kerfi þyrfti aðeins að afskrifa 100 milljarða!

Það er því augljóst að LÍÚ, sem þekkt er fyrir að vera sjálfum sér samkvæmt,  mun því alfarið leggjast gegn öllum hugmyndum um auknar aflaheimildir til að skaða ekki frekar okkar góðu ímynd erlendis.

LÍÚ hefur fram að þessu fullyrt að útgerðin gæti fullkomlega staðið undir skuldum, sem urðu til merkilegt nokkuð, þrátt fyrir alla hagræðinguna og meintan ávinning  af kvótakerfinu.

En LÍÚ laug þá og er ástæða til að trúa því að aðeins þurfi að afskrifa 100 milljarða svo þeir geti haldið áfram hrunadansinum og sankað að sér milljörðum á kostnað almennings?

Eins og Jóhanna orðaði það þá er LÍÚ, rétt eins og skötuselurinn, ekkert nema kjafturinn.

  
mbl.is Athugað hvort hægt er að auka aflaheimildir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir eða í bestafalli kyrrstaða?

dvForvitnilegt verður að sjá hverjir eru nýir eigendur DV ásamt Reyni Traustasyni og þá ekki hvað síst hver hann er þessi meinti kjölfestufjárfestir.

Á því veltur það alfarið hvort þetta eru góð tíðindi fyrir fjölmiðlaflóruna eða hvort eignaskiptin séu í bestafalli kyrrstaða.

.

.

.


mbl.is DV fær nýja eigendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mulningur #18

Stúdent  einn sem bjó hjá móður sinni átti vingott við einmanna gifta konu sem bjó í sömu blokk. Þau áttu sína leynifundi hjá konunni þegar Hannes maðurinn hennar var í vinnunni.

Þau reyndu að halda þessu sambandi sínu eins leyndu og kostur var og höfðu eingöngu samskipti með SMS og í skeytum sín á milli kölluðu þau ástarfundina „að taka í spil“.

Eitt kvöldið sendi hann henni SMS og spurði hvort ekki væri tími til „að grípa í spil“. Hún svaraði með SMS að Hannes  væri heima og útlit fyrir að hann stokkaði spilin þetta kvöldið.

En rúmum hálftíma síðar sendi hún SMS og sagði að Hannes hefði verið kallaður á aukavakt svo nú væri tækifæri „að taka slag“.

 

Svarið kom um hæl. „Of seint, því miður, ég var að enda við að leggja kapal“.

 

Flottur hann Gylfi...

...með þessa mottu. 

Er ekki rétt að bregða upp einum mottu söng.

Og smá viðbótar motta.

 

 


mbl.is Gylfi ágætlega bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að þekkja frægan mann

Það er öllum bæði hollt og nauðsynlegt að eiga góða vini því vinafátækt er eina raunverulega fátæktin.

 Því hlýtur öll þjóðin, rétt eins og ég að vera afskaplega glöð að Gerard Butler, hver sem það nú er,  skuli vilja vera vinur Ólafs Darra svo ekki sé talað um þá Ingvar, Hollýfara og Gísla.

Ólíkt eru erlendir álitlegri sem vinir en flatur mörlandinn, svo ekki sé nú talað um ef vinurinn er frægur eða „stjarna“ í ofanílag og ekki skemmir ef hann er líka illahaldinn af Íslandsvináttu. Þá má í kokteilinn blanda þjóðernisrembingi og dassi af monti. Vandi að toppar það.

Ooh,  svo verðum við venjulega fólkið að gera okkur að góðu að þekkja bara Jón og Gunnu í næsta húsi, fólk sem er alveg jafn óáhugavert og maður sjálfur.

Fúlt.

  
mbl.is Góður vinur Gerard Butler síðan í Bjólfskviðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Anda með nefinu gott fólk, anda með nefinu.

Fjölmiðlar hafa margir hverjir, með dramatískum hætti,  fjallað  um eldgosið á Fimmvörðuhálsi, missterkt að vísu.  

Á Fox-news í Bandaríkjunum lýsti andstutt og taugatrekkt  fréttakona af  mikilli sannfæringu yfirvofandi hörmungum, flóðum, öskufalli og eiturgufum sem umturna myndu andrúmslofti Jarðar með tilheyrandi  ósköpum fyrir heimsbyggðina  ef svo færi að Katla gysi, eða spryngi eins og hún orðaði það.  

Hún ræddi við jarðfræðing sem fór yfir hættuna af stórgosum og tiltók dæmi um slík gos. Hann lét ekki æsta fréttakonuna raska ró sinni og bað hana í lokin að anda með nefinu.

   
mbl.is Varað við banvænum eiturgufum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki fyrir viðkvæma!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.