Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
Skemmtileg frétt
30.4.2010 | 21:05
.
Í þessari frétt er þessi texti:
Tveir vistmenn af geðsjúkrahúsi réðust í dag á karlmann með kollhúfu gyðinga sem var á gangi í frönsku borginni Strasbourg.
Ég las þennan texta einum sjö eða átta sinnum áður en ég sannfærðist um að ég læsi rétt.
Þarna segir blaðamaðurinn okkur að kollhúfa gyðinga, sem var á gangi í frönsku borginni Strassbourg, hafi verið notuð til árásar á karlmann, af tveim vistmönnum geðsjúkrahúss.
...og það um miðjan dag.
Ráðist á mann með kollhúfu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fjörugur en sóðalegur leðjuslagur framundan
30.4.2010 | 18:42
Sjálfstæðisflokkurinn er kominn með bakið upp við vegg og þegar svo er komið verður öllu til tjaldað og skítkastið verður ekki sparað.
Jón Gnarr er ekki öfundsverður, hann á aldeilis eftir að fá yfir sig lummurnar.
Besti flokkurinn fengi fjóra kjörna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þrjú - núll
30.4.2010 | 14:15
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Alþingismenn hvetja til lögbrota
30.4.2010 | 13:40
Eru það hæstvirtir þingmenn á Alþingi Íslendinga sem segja að það sé blettur á réttarfarinu að lögum sé fylgt?
Er það virkilega svo að þessir þingmenn telji eðlilegt að lög og reglur samfélagsins séu brotnar og fólki verði heimilt að vaða uppi með ofbeldi og skemmdarverkum, ef því sýnist svo?
En þeir brúnstakkar Þráinn og Þór vilja sennilega draga einhverja línu varðandi ofbeldi og uppvöðsluhátt og þá þannig staðsetta að þeir standi örugglega sjálfir til hlés.
Réttarhöldin blettur á réttarfarinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er mikið að eitthvað gerist af viti varðandi þessa sjóræningja.
30.4.2010 | 11:39
NATO ríkin hafa ekki vílað fyrir sér að fara með báli og brandi inn í önnur lönd og drepa óbreytta borgara hægri, vinstri ,henti það viðskiptahagsmunum.
En þegar að þessu sjóræningja pakki kemur, þá hafa menn tiplað á tánum og kappkostað að trufla þessa ljúflinga sem minnst svo ekki verði brotin á þeim mannréttindin.
Frakkar sökkva sjóræningjaskipum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Munum Alamo
30.4.2010 | 09:53
Það er orðið tímabært að huga að endurnýjun á Vestmannaeyjuferjunni Herjólfi. Raunar átti sú endurnýjun að vera samfara tilkomu Landeyjarhafnar, því núverandi Herjólfur hefur full mikla djúpristu fyrir þá höfn. En því var frestað í sparnaðarskyni.
Nú eru tímar samdráttar og sparnaðar og því má vænta að misvitrir stjórnmálamenn falli aftur í þá gryfju að spara með því að kaupa notaða ferju í stað þess að smíða nýja.
Í miðju góðærinu og öllu því átti heldur betur að spara og framkvæma ódýrt 2004, þegar ráðist var í að kaupa brotajárn á 100 milljónir og með 50 milljónum til viðbótar átti að breyta því í fullbúna Grímseyjarferju.
Þegar upp var staðið og skipið fór í sína fyrstu ferð var kostnaðurinn orðin 533 milljónir eða 355% umfram áætlun. Þrátt fyrir allar breytingar og allt það var skipið enn jafn gamalt og þegar það var keypt. Ný ferja kostaði þá 700 milljónir.
Reynslan er til að læra af henni, vonandi falla menn ekki aftur í þann fúla pytt að fara í skipakirkjugarða heimsins í leit að nýrri ferju fyrir Vestmannaeyjar, við höfum ekki efni á því og allra síst núna.
Hugað að nýrri ferju undir lok næsta árs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
„Góðan daginn gamla gráa...
29.4.2010 | 20:40
Tónlist | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fróðlegt væri að vita hvað gengi á....
29.4.2010 | 17:33
... í kolli blaðamanns þegar hann smíðar svona merkingarlaust orðskrípi eins og kafbátajafnrétti.
Fróðlegt væri fyrir fávísa lesendur að fá að vita hvað það merkir, því það virðist ekki tengjast fréttinni á nokkurn hátt, sem fjallar um kynjajafnrétti í áhöfnum kafbáta.
Nema auðvitað að kafbátar í Bandaríska flotanum hafi fram til þessa þurft að sæta kynferðislegri mismunun innbyrðis.
Frá og með næstu áramótum verða reykingar bannaðar í Bandarískum kafbátum, en heimilt verður að reykja utandyra.
Kafbátajafnrétti orðið að veruleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Framsókn bregst ekki vonum
29.4.2010 | 14:04
21. mars var kynntur framboðslisti framsóknarmanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar 29. maí nk. En kosið var í 12 efstu sæti listans á kjörfundi í nóvember sl.
Þau sæti framboðslistans röðuðust svona:
1. Einar Skúlason, 38 ára, stjórnmálafræðingur og MBA
2. Guðrún Valdimarsdóttir, 36 ára, hagfræðingur
3. Valgerður Sveinsdóttir, 38 ára, lyfjafræðingur
4. Zakaria Elias Anbari, 42 ára, þjálfari Africa United
5. Ingvar Mar Jónsson, 36 ára, flugstjóri
6. Kristín Helga Magnúsdóttir, 20 ára, verkfræðinemi
7. Einar Örn Ævarsson, 36 ára, viðskiptafræðingur
8. Þórir Ingþórsson, 32 ára, viðskiptafræðingur
9. Sigurjón Norberg Kjærnested, 24 ára, verkfræðinemi
10. Anna Margrét Ólafsdóttir, 49 ára, leikskólastjóri
11. Þuríður Bernódusdóttir, 55 ára, þjónustufulltrúi Miðgarði
12. Agnar Bragi Bragason, 32 ára, stjórnmálafræðingur og lögfræðinemi
En núna mánuði síðar er listanum breytt. Guðrún Valdimarsdóttir skipaði annað sætið, flokkurinn kunni ekki að meta hreinskilni hennar og heiðarleik þegar hún greindi frá eignarhlut bónda síns í fyrirtæki sem nefnt var í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og því var henni bolað burt af listanum.
Valgerður Sverrisdóttir sem var í 3ja sæti færist upp í annað sæti, eðlilega. En svo gerist undarlegur hlutur. Þuríður Bernódusdóttir sem lenti næst neðst í kosningunni er dubbuð upp og færð upp um 8 sæti en þeim sem kosningu hlutu í 4 til 10 sætið er sagt að éta það sem úti frýs.
Þetta er auðvitað hið besta mál, því skýrari skilaboð, að skítleg vinnubrögð verð áfram viðhöfð hjá Framsókn, fá kjósendur ekki.
Framboðslista Framsóknarflokks breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
...og með hana sem borgarstjóra efni?
28.4.2010 | 23:43
Hér er Hanna Birna með kokkinn í hálsinum.
Þjóðstjórn í borgarstjórn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |