Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Ekkert má um heilaga og syndlausa segja. - Mulningur # 28

James Jones fyrrverandi hershöfðingi og öryggisráðgjafi Baracks Obama Bandaríkjaforseta sagði eftirfarandi brandara í ræðu sem hann flutti í Washington Instutute for Near East Policy.

Sú stofnun fer með málefni Miðausturlanda og þar eru menn fremur hlynntir Ísrael. Brandarinn fór svo illa í Gyðinga að James Jones þurfti að biðjast opinberlega afsökunar.

Talibani staulaðist um eyðimörkina magnþrota af þreytu og vatnsskorti. Út við sjóndeildarhringinn sá hann einhvern kofa sem hann stefndi á. Kofinn reyndist vera verslun og eigandinn var Gyðingur.

Talibaninn staulaðist inn og stundi upp; -Mig vantar vatn, gefðu mér vatn.  

Gyðingurinn svaraði; -Því miður á ég ekkert vatn. En viltu kaupa hálsbindi? Ég er með ágætis útsölu á hálsbindum.

Talibaninn trylltist og jós skömmum yfir Gyðinginn. Kallaði hann öllum illum nöfnum.

Gyðingurinn hlustaði rólegur á þetta. Þegar talibaninn hafði ausið úr skálum reiði sinnar sagði hann; -Mér þykir leitt að eiga ekkert vatn handa þér. Og ég fyrirgef þér skammirnar um mig og þjóð mína. -Þess vegna skal ég hjálpa þér. Ef þú gengur yfir hæðina þarna og heldur áfram fimm kílómetra þá kemur þú að veitingahúsi. Þeir eiga allt það vatn sem þú getur í þig látið.

Talibaninn staulast af stað og hverfur yfir hæðina. Mörgum klukkustundum síðar staulast hann til baka, nær dauða en lífi.

Og segir við Gyðinginn; -Bróðir þinn segir að ég komist ekki inn á veitingastaðinn nema vera með bindi.

Tekið ófrjálsri hendi af Vísi.is.    

„Það er víðar en hjá fleirum“

Ein kunningjakona mín, var á leiðinni frá Blönduósi til Reykjavíkur í vikunni  eftir að Hvalfjarðagöngin voru opnuð. Hún ekur sem leið liggur uns hún kemur að gangamunnanum og skellir sér í gegn.

En þegar hún kemur upp úr göngunum kannast hún ekkert við sig og stoppar til að ná áttum.

Þá rennur upp fyrir henni að hún er öfugu megin við fjörðinn og þá fyrst áttaði hún sig á því að hún hafði  ekið allan fjörðinn og farið ofaní öfugan enda.

  
mbl.is Hringavitleysa sjóarans með ökukortið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blekkingar og sýndarmennska

Þetta er gersamlega haldlaust samkomulag eitt og sér, hér þarf meira til ef gagn skal gera.

Flokkarnir geta haldið sig fullkomlega við þetta samkomulag þótt heildar auglýsinga magn fyrir flokkana fari langt fram úr þessu samkomulagi.

Hver sem er getur kostað auglýsingar fyrir sinn flokk. Þó auglýsingin komi fyrir augu og eyru kjósenda fer kostnaðurinn aldrei inn í bókhald flokkana og þá ekki fyrir augu Creditinfo, sem á að blessa gjörninginn.

Með auglýsingakostun geta einstaklingar styrkt sinn flokk langt umfram það þak sem sett er á styrki til flokkana og styrkirnir verða hvergi færðir til bókar.

Þetta er flokkunum fullljóst og samkomulagið því eingöngu gert til að slá ryki í augu almennings og skapa flokkunum falska siðferðisímynd.

 
mbl.is Ætla að takmarka auglýsingakostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Risareður til sölu.

smaralind_wt-1Smáralindin, stærsti drauma- prins og reðurlíki veraldar er til sölu.

Rafhlöður fylgja ekki með.

.

.


mbl.is Smáralind til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekki meiningin að breyta neinu, umræðan undanfarið hefur engu skilað.

Það breytir engu þótt frumvarpið geri ráð fyrir þaki á hámarksstyrkjum, pukrið og leyndin verður áfram sú sama.

Tillögur um að áfram verði leyfð nafnlaus framlög sýna að flokkarnir vilja engu breyta og hafa ekkert lært.

Það er ekkert annað ásættanlegt en stjórnmálaflokkum og frambjóðendum verði óheimilt að veita nafnlausu framlagi viðtöku, sama hversu lítil upphæðin er. 

Ætli ég að gefa einhverjum flokknum eða einstakling 2 milljónir, þá einfaldlega gef ég 200.000, konan sama og restinni dreift á börnin og barnabörnin, allt löglegt og nafnlaust og enginn veit að ég á 2ja milljóna hönk upp í bakið á frambjóðandanum.

Þetta má svo gera við eins marga frambjóðendur og hver kýs og allt nafnlaust auðvitað. Verði ekki allt opið verður auðvelt verk að koma sínu tilliðkunarfé þangað sem það ber sem besta pólitíska ávöxtun.   

Það verður áfram tryggt með nafnleyndinni.


mbl.is Upplýsingaskylda frambjóðenda í forsetakosningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er öruggara en "pillan"...

...og til munna öruggara en smokkurinn.

Örkin hans Nóa fundin, 99.9% öruggt! Ekki ónýtt það.


mbl.is Örkin hans Nóa fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin skýtur sig í fótinn og miðar á hinn.

Ég hef ekki verið því fylgjandi að mótmæli séu stunduð við heimil fólks, þótt viðkomandi teljist hafa eitthvað til saka unnið.

En vafasamt verður að telja að þögul mótmælastaða út á götu og án alls áreitis geti talist röskun á friðhelgi heimilisins.

Þessi ályktun framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar er, þótt hún ætti fullan rétt á sér, afskaplega undarleg svo ekki sé dýpra í árinni tekið.  Stundum má satt kyrrt liggja og það hefur sjaldan átt betur við en í þessu tilfelli. Ekkert er verra í knappri stöðu en reyna illan málstað að verja.

Það er ekki trúverðugt að þegar framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar  segist í framtíðinni ætla að fylgja eftir reglum, þegar ekkert á að gera í málum þeirra sem í fortíð þverbrutu þau sömu prinsipp og ætla að láta sem ekkert sé.

Er ekki komin tími til að stjórnmálaflokkarnir hver og einn taki sig saman í andlitinu og geri sjálfir eins og þeir ætla öðrum að gera?

 
mbl.is Friðhelgi heimilis og fjölskyldu rofin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinn fullkomni heimur.

men-and-women-symbolsÞá er það komið, kynjahlutfall í stjórn og trúnaðarmannaráði VR er loks jafnt. Mjög gleðileg tíðindi segir Þórhildur Þorleifsdóttir formaður Jafnréttisráðs en tjáir sig ekki um það hvort trúnaðarmannaráðið sé betur mannað fyrir vikið.

Enda skiptir það Jafnréttisráð og femínista engu hvort stjórnir og ráð séu skipuð hæfum eða óhæfum einstaklingum, eina markmiðið er að tippin séu ekki fleiri en píkurnar.

Mun minni áhersla er lögð á jafnréttisbaráttuna, halli á tippin, þá heitir það jákvæð mismunun.


mbl.is Jöfn kynjahlutföll í VR öðrum til eftirbreytni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi gerist það aldrei aftur....

....að annað eins fífl og viðundur og George W. Bush komist í embætti forseta Bandaríkjanna.

Það er ráðgáta hvernig þessum  bjána tókst að halda fingrinum á kjarnorkugikknum í átta ár án þess að hleypa af.

  

Það segir raunar meira um þjóðina en Bush að hún hafi kosið hann, ekki bara einu sinni, heldur tvisvar. 
mbl.is Bush sendir frá sér endurminningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er pólitíkin að breytast?

Er allt orðið á röngunni,  snýr orðið út það sem skal snúa inn?

Er það misskilningur hjá mér að um árabil hafi megnið af stjórnmálamönnum ekki haft nokkuð annað fram að færa en taumlaust gort um eigið ágæti og verið klappað lof í lofa?

Er það hætt að vera inn?


mbl.is Kynlífsgort kom frambjóðanda í koll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband