Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Hvaða, hvaða, hverslags eiginlega er þetta?

Arctic-ice-cave-001Það er ekki fyrr búið að venja heiminn við tilhugsunina um hnattræna hlýnun, bráðnun jökla og heimskautaíssins en öllu er svo frestað um óákveðin tíma og kuldaskeiði spáð.

Hverslags hringlandaháttur er þetta, geta menn ekki ákveðið sig?


mbl.is Spá köldum vetrum næstu árin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðvegaskelfir sviptur ökuleyfi tímabundið

Það væri synd að segja að hann hafi ekki verið kappsamur og fullur áhuga þessi ungi maður, að hafa lög og reglur að engu og ekið eins og hann ætti vegina.

Í ljósi ökuferils mannsins, þar sem hann hefur brotið allt lagastafrófið auk annarra brota er dómur yfir manninum núna broslegur ef ekki beinlínis hlægilegur. Í dómsorði segir m.a.:

Með vísan til brotaferils ákærða þykir einsýnt að það skipti hann litlu hvort hann hafi ökuréttindi eða ekki.

Það er því niðurstaða dómsins að eðlilegt sé að maðurinn fái aftur ökuleyfi 12. júní 2011.

Þessi maður er greinilega ómissandi af þjóðvegunum, rétt eins og þingmennirnir , sem rústuðu þjóðfélaginu, eru ómissandi af þingi og sviptu sjálfa sig þingsætinu, bara tímabundið auðvitað.

Ungi maðurinn gæti svo tekið upp aðferð útrásarbófanna og síbrotapólitíkusa og birt opinberlega aumt yfirklór og réttlætingu á gjörðum sínum, þá gæti þjóðin  grátið úr sér augun og veitt honum uppreisn æru.  

  
mbl.is 185 umferðarlagabrot á 15 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nautin skoruðu stig.

bull_fight1Nautaat hefur engan annan tilgang en vera skemmtiatriði. Sem slíkt er það eitthvað það sóðalegasta og  ógeðslegasta  sem boðið er uppá á byggðu bóli.

Ég vildi geta sagt að ég sé leiður vegna þessa „slyss“, en svo undarlega sem það hljómar þá er ég það ekki.  Mér er fyrirmunað að finna til með þeim sem stunda það að drepa dýr, eingöngu  sjálfum sér og öðrum til skemmtunar.

Því miður, liggur mér við að segja, skora nautin of sjaldan.

 
mbl.is Nautabani í lífshættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veðurstofan flaug ekki í dag!

husVI2010febrÞað er ánægjulegt að duglega skuli rigna á öskufallssvæðunum og öskunni skoli burt. 

En það athyglisverðasta í fréttinni er að vegna veðurs, flaug Veðurstofan ekki yfir gossvæðið í dag.

Það er trúlega mögnuð sjón að sjá Veðurstofuna rífa sig upp af grunninum, taka flugið og lenda aftur.

  

mbl.is Fagna rigningu undir Eyjafjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannfjandsamleg þjónusta

duftker_fj_blattÞetta er nöturlegt dæmi um kuldalega og mannfjandsamlega þjónustu.

Hér bregðast þeir sem síst skyldi. Það er næsta víst að þessi frétt fyllir viðskiptavini líkbrennslunnar angist og ótta að þeir hafi fengið ösku ókunnugrar manneskju í stað ástvinar, eða honum hafi verið haugana hent. 

Það er illt við slíkt að lifa.

.


mbl.is Ösku eftir líkbrennslu fleygt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gerist ef ástandið verður að öðru og meira en vísbendingu?

finger-pointing2Þjóðin er gjaldþrota, rúmlega 15000 manns eru atvinnulausir, fjöldi heimila á uppboði, skuldir hafa margfaldast, laun og lífskjör hafa hrapað svo fátt eitt sé nefnt eftir að þjóðin var rænd og svívirt af fáum mönnum í boði Stjórnvalda.

Ef allt sem á undan er gengið eru aðeins vísbendingar um refsiverða háttsemi þá vona ég sannarlega að þjóðin þurfi aldrei upplifa þá blágrænu viðurstyggð af alvöru, að verða tekin vægðarlaust í rassgatið.  

 

 


mbl.is Vísbendingar um refsiverða háttsemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn finnur upp hjólið

angel-devilÞað er svo sem gott og blessað að Framsóknarflokkurinn og aðrir stjórnmálaflokkar setji sér sér- stakar siðareglur og leiðbeiningar um almennt hátterni. 

En auðvitað vita haldlaus aðgerð og verri en ekkert ef ekki er meiningin að vinna eftir þeim.

Hefur verið einhver skortur á Íslandi á  lögum og reglum hverskonar, skrifuðum og óskrifuðum, ásamt almennu siðferði og leiðbeiningum hvað er rétt og rangt í mannlegum samskiptum? 

Ekki skortir reglurnar, aðeins skortir  viljann að fara eftir þeim.  Þeir sem ekki sjá eða vilja sjá reglurnar í þjóðfélaginu, sjá þær ekkert frekar þótt þær standi í rykföllnum samþykktum flokkana.


mbl.is Framsókn setur sér siðareglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andvaraleysi skal sukkið og einkavinavæðingin heita.

skriftarstoll_steingrims_896207Þá er hún komin, búin, fulluppgerð og frágengin afsökunarbeiðni Framsóknar.

 

Afsökunarbeiðni Framsóknarflokksins, yfir einkavinavæðingunni,  öllum hag- stjórnarmistökunum og sukkinu í heild, sem nú hefur stokkið  fullsköðuð út úr höfði Sigmundar Davíðs, reyndist vera agnarsmátt andvaraleysi.

 

Framsókn  er fyrirgefið,  ...næsti!

   
mbl.is Framsóknarflokkur biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Hún bauð upp á þetta!“

Í þessari frétt var eftirfarandi málsgrein.
Slúðurblöð beggja vegna Ermarsunds hafa velt sér upp úr málinu og hafa frönsku blöðin birt ögrandi myndir af Dehar við sundlaugarbakka.

Hvað eru ögrandi myndir? Eru myndir af konum á bikini ögrandi? Eru sólarstrendur og sundlaugar þá allsherjar syndareitir þar sem konur ögra karlmönnum? 

 

„Hún bauð upp á þetta!“  Var setning sem því miður heyrðist oft hér áður fyrr ef konu var nauðgað. Verknaðurinn var þannig „réttlættur með  tilvísun í „ögrandi“ klæðaburð eða hátterni konunnar.

Þeir eru næsta víst fáir sem telja sér „ögrað“ með þessari mynd af stúlkukindinni.


mbl.is „Ég elska þá alla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spilling og valdníðsla staðfest

Þá er það staðfest af dómstól að skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara var valdníðsla og spilling.

Því miður virðast svona vinnubrögð frekar hafa verið regla en undantekning og sýnir glöggt hve brenglaður hugsunarháttur í íslenskri pólitík hefur verið - og er!

Flokkshagsmunir, hagsmunir vina og ættingja eru teknir langt framyfir hagsmuni þjóðarinnar og Ríkisins.

Hvað spillingu og svínarí viðkemur virðist enginn flokkur öðrum skárri.


mbl.is Árni og ríkið bótaskyld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband