Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
Mulningur #27
23.4.2010 | 10:50
- Hvað gerði ljóskan þegar flugan flaug upp í eyrað á henni? - Hún skaut hana.
- Hvað gerði ljóskan þegar hún las í blaðinu að 99% af slysum gerðust á heimilinu? - Hún flutti.
Mulningur | Breytt s.d. kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Stórskemmtileg klippa sem sýnir hve agnarsmá Sólin okkar er miðað við margar þekktar sólir.
23.4.2010 | 00:37
Klippan byrjar á Tunglinu, síðan koma reikistjörnurnar ein af annarri í réttum stærðarhlutföllum og Sólin síðast.
Síðan er Sólin sýnd í réttu hlutfalli við þekktar sólir, hverri annarri stærri og endað á VY Canis Majoris, sem er stærst allra þekkta sóla.
Nýjar myndir af sólinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ísland í öllu sínu veldi....susss.... ekki kjafta frá!
22.4.2010 | 13:55
Meðfylgjandi kort af Íslandi sýnir lauslega hvernig náttúru landsins er háttað.
Menn geta svo velt því fyrir sér hvaða aðdráttarafl landið hefði fyrir túrista ef þessu væri öllu haldið leyndu og hvaða áhrif það hefði á fjölda ferðamanna.
Svandís Svavarsdóttir myndi örugglega kætast, hún gæti þá klárað að banna allan umgang um landið og nýtingu þess, gyrt það af og breytt yfir það. Lok lok og læs!
Er ekki rétt að kanna hvort Íslendingum standi enn til boða flutningur á Jósku heiðarnar, áður en við skemmum landið meira en orðið er með tilvist okkar?
Aukið flúormagn í öskunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Hrundu hlutabréfin?
22.4.2010 | 11:05
Var það ekki verðið á hlutabréfunum sem hrundi?
Verðlækkun á íbúðarhúsnæði í Reykjavík yrði þá orðað -Hús hrynja- , á mbl.is.
Hlutabréf Nokia hrynja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki má heyra og ekki sjá og því síður segja frá.
22.4.2010 | 10:15
Forsetinn á heiður skilið fyrir að hafa kjark og þor til að tala um hlutina eins og þeir eru og á mannamáli. Margir hafa orðið til að lasta hann fyrir ummæli hans um hættuna af Kötlu og sagt hann valda landinu skaða.
Menn hafa sagt að forsetinn væri ekki jarðfræðingur og ætti því ekki að tjá sig um þau mál. Þeir sömu ættu þá að kanna hvort þeir sjálfir hafi próf í öllu því sem þeir tjá sig um, hægri vinstri, á blogginu.
Er myndin hér fyrir neðan af Íslensku þjóðarsálinni? Er ekki nóg komið af þöggun og undirferli, er sannleikurinn aðeins brúklegur, megi græða á honum?
Vona að við sjáum betri tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Gleðilegt sumar!
22.4.2010 | 07:26
Gleðilegt sumar landsmenn !
Takk fyrir ánægjuleg samskipti í bloggheimum í vetur.
Frost um mestallt land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Öll él birtir upp um síðir
21.4.2010 | 22:40
Það er að vonum létt yfir fólki á öskufallssvæðunum þegar mestu orrahríðinni er lokið og sólin brýst fram úr skýjunum og ornar íbúunum, þrátt fyrir að sú búsældarlega sveit sem áður var, sé ei meir.
Við skulum vona að það versta sé að baki og friður verði fyrir öðrum áföllum um hríð.
Það býður íbúanna mikil vinna við hreinsun og uppbyggingu og eins víst að ekki verði hefðbundin búskapur í stórum hluta sveitarinnar fyrsta kastið.
Það er verkefni allrar þjóðarinnar að koma sveitinni, undir eldfjallinu með erfiða nafninu, aftur til fyrri vegs og virðingar, sem ein blómlegasta sveit landsins.
Fólk er farið að sjá sólina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Einn eggjabakki á dag getur kippt fylginu í lag
21.4.2010 | 13:10
Skrítið að íslenska Íhaldinu hafi ekki dottið í hug þetta snjalla herbragð Cameron´s og látið kasta eggjum í Bjarna Ben og aðra umrenninga Sjálfstæðisflokksins.
Þegar um allt þrýtur er ekkert eins áhrifaríkt og að skapa samúð. Það eina sem getur bjargað Bjarna í stöðunni er samúð og mikið af henni.
Mjög djúpt er á samúð með Bjarna & co, en það sakar ekki að reyna.
.
Eggjum kastað í Cameron | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Góð greining,...
21.4.2010 | 10:41
...jákvæður og skemmtilegur vinkill sem AFP fréttastofan tekur á Íslandi og Íslendingum í þessari frétt.
Ísland alræmt og þjóðin í sjálfsleit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Er Noregi stjórnað....
20.4.2010 | 23:23
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)