Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Fölsk friðardúfa

Pakistönsk dúfa hefur verið handtekin á Indlandi fyrir að rjúfa lofthelgi landsins og stunda þar njósnir.

 Lævís dúfan var dulbúin sem friðardúfa, drifalhvít  og sakleysið uppmálað.

En klókir Indverjarnir létu ekki gabbast þar sem íslamskar dúfur eru auðgreinanlegar frá hindúa dúfum.

Þetta njósnamál er litið mjög alvarlegum augum og dúfutetrið mun því, ef að líkum lætur, ekki eiga náðuga daga framundan.


mbl.is Njósnadúfa í gæsluvarðhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já...þannig!

Mér sýnist þetta orðalag Kínverjana  frekar bera vott um tortryggni þeirra og efasemdir um atburðarásina frekar en stuðningsyfirlýsingu.


mbl.is Kína stendur með S-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæg heimatökin

Það ættu að vera hæg heimatökin fyrir Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu að taka á skattsvikum.

Á því sviði er hann sérfræðingur og á heimavelli. Þeir eru tæplega margir Ítalirnir  sem eru stórtækari í skattsvikum en forsætisráðherrann sjálfur og kunna þá list betur.


mbl.is Fjórðungur ítalska hagkerfisins svikinn undan skatti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þó fyrr hefði verið en betra er seint en aldrei

Steinunn Valdís á prik skilið fyrir að hafa,  þótt seint sé, svarað kröfu kjósenda og sagt af sér. En fleiri prik hefði hún fengið hefði hún áttað sig á því fyrr  að þetta væri óhjákvæmileg niðurstaða og brugðist við strax.

Það er algerlega óvíst að afsögnin, korter fyrir kosningar, nái að vinna upp þann skaða sem þráseta hennar hefur valdið.

Nú er pressa sett á aðra þrákálfa spillingarinnar, sem skriðið hafa í skjól og ætla að bíða þess að öldurnar lægði svo þeir gætu aftur skriðið í bólið sitt.  
mbl.is Steinunn Valdís segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„...og Guð skapaði manninn í sinni mynd“.

226826-international_naked_bike_ride_day_todayÞetta nektardrama í Sviss virðist snúast um  nektarunnanda sem framdi þann „glæp“  að ganga nakinn framhjá  kristilegu hjúkrunarheimili , hvaðan til kauða sást.

Það er undarlegt að kristnum skuli hrylla við því að sjá, í allri sinni dýrð, nakta kroppa sem Guð skapaði  í sinni mynd.


mbl.is Ber af sér sakir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nefnd umbóta eða yfirklórs- og undanskota?

Uppsetning erindisbréfs „umbótanefndarinnar“ og ákvörðun hennar mun enga fyrir hitta aðra en Samfylkinguna.

Samfylkingin hefur með þessu dæmalausa útspili leyst úr vanda fjölmargra kjósenda sem hafa velt því fyrir sér hvort atkvæði þeirra væri eyðandi á Samfylkinguna í kosningunum á laugardaginn.

Kratar í Hafnafirði dansa örugglega af kæti því þeir geta gleymt þeim möguleika að halda meirihlutanum og halda bæjarstjóranum inni, Dagur er að kveldi kominn í Reykjavík og hann verður fjær borgarstjórastólnum en nokkurn tíma áður.

Þetta er tær snilld, Samfylkingin ætlar að fórna sveitarstjórnarmönnum flokksins um allt land fyrir einn spilltan Alþingismann.

  
mbl.is Skoða ekki styrki Steinunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helvítis nágrannapakk!

Palin bikiniHver er ánægður með sína nágrananna?

Þetta óþolandi pakk sem reynir hvað það getur að grafa nefið eins djúpt upp í rassgatið á saklausum nágrönnum sínum og það framast getur en ætlar svo vitlaust að verða þegar það fær næsta nef í bakið.

Sarah blessunin Palin, þessi elska og „eldklára“ fyrrverandi „verðandi varaforseti“ Bandaríkjanna gleymir því að hún er nágranni nágranna síns.

Ja hver gerir það ekki.

   
mbl.is Sarah Palin ekki ánægð með nýja nágrannann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur, láttu þá ekki dag koma eftir þennan dag...

 ...þar sem þú segir dag samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn upp runninn.  

 

Sá dagur verður fyrsti dagurinn í endalokum Samfylkingarinnar.

  
mbl.is Samstarf við Sjálfstæðisflokk langsótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þú ert rekinn!

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur sagt Lúkasi Kostic, þjálfara karlaliðs félagsins upp störfum. Svo sem ekkert athugavert við það nema ef vera skyldi rökstuðningurinn :

Stjórn knattspyrnudeildar þakkar Lúkas Kostic fyrir gott samstarf og metnaðarfullt starf í þágu félagsins.

-Lúkas þú ert rekinn! 


mbl.is Lúkas Kostic sagt upp hjá Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður karl...

...hann Stalín!

 

 

http://www.youtube.com/watch?v=ixfR7MSeFJE

 


mbl.is Stalín þyrmdi Hitler
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband