Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Dusilmenni og mannfýlur

Sama gamla sagan, allur heimurinn engist af vandlætingu yfir framferði Ísraels, mótmælir ögn en að fáum klukkutímum liðnum er allt hljótt á ný.

Svo bíða ríkisstjórnir eftir næsta atburði, dusta aftur rykið af gervisamúðinni, svona formsins vegna og í raun til þess eins að opinbera aðgerðarleysið og meðvirknina.

Ísraelum er fjandans sama þótt einhverjir mótmæli, þeir njóta verndar Sam frænda sama hvað þeir gera.

Andskotans pakk.

 

 


mbl.is Hrikalegir atburðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grínið í Kína

Þetta er skondið, pyntingar eru bannaðar í yfirheyrslum í Kína en samt stundaðar. Nú banna þeir að upplýsingar sem fengnar eru með bönnuðum pyntingum, verði notaðar í réttarhöldum.

Ætli upplýsingar, fengnar með pyntingum, hafi fram að þessu verið, eða verði hér eftir,  sérstaklega merktar sem slíkar.

  
mbl.is Bannað að nýta upplýsingar eftir pyntingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðlileg og rétt viðbrögð.

Sigrún Björk metur stöðuna og skilaboðin rétt og velur einu skynsamlegu leiðina.

 

 


mbl.is Sigrún Björk segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannfjandsamlegar kennisetningar

Kaþólska kirkjan hefur í þessu máli staðfest, illskuna og mannfyrirlitninguna sem býr í kennisetningum hennar mörgum hverjum.

Það setur að manni hroll að svona svartnættis hugsunarháttur skuli vera til á okkar tímum.

Það er illt til þess að hugsa að þessi hugmyndafræði og mannfyrirlitning skuli eiga sér formælendur hér á landi, sem setja sig aldrei úr færi að dá þessa forneskju og dýrka.


mbl.is Nunna bannfærð fyrir fóstureyðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmálamenn, takið til í ykkar ranni.

Þjóðin hefur talað gott fólk, skilaboðin til flokkanna eru skýr, gerið svo vel og takið til í ykkar ranni. Flokkarnir hafa þráast við að verða við augljósri kröfu kjósenda um breytingar, ekki vegna þess að þeir hafi ekki séð þær eða heyrt. Heldur vegna þess að fram að þessu hafa flokkarnir komist upp með að hundsa kjósendur og setja kíkinn fyrir blinda augað í trausti þess að kjósendur skilað sér hver til síns heima í kjörklefanum.  En núna brást sú taktík heldur betur.

Það þýðir ekkert fyrir leiðtoga fjórflokkana að tala digurbarkalega um varnarsigra, góða útkomu miðað við þetta eða hitt og þeir geti vel við unað miðað við svörtustu spár. Fjórflokkurinn beið afhroð í Reykjavík og Akureyri og fékk úrslitin þversum upp í rassgatið, sama hvað hver segir.  

Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála í borginni. Þær hugmyndir að allar hænurnar verði vinir, gangi um frjálsar og goggi sig áfram frá máli til máls er vonlaus og dauðadæmd frá upphafi. Það þarf að mynda starfhæfan og styrkan meirihluta, hjá því verður ekki komist. Það þarf ákveðna kjölfestu innan borgarstjórnar annars brotnar á fyrsta erfiða málinu sem upp kemur og af erfiðum málum framundan er engin skortur.  

Þó tölfræðilega séu þrír möguleikar á meirihlutum í Reykjavík,  S+Æ=9  , D+Æ=11  og D+S=8  er aðeins einn raunhæfur möguleiki á starfhæfum meirihluta. Krafa kjósenda er kristal tær, þeir vilja að Besti flokkurinn komi að stjórn borgarinnar. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, væri því gróf móðgun við kjósendur og kemur því ekki til greina.

Þá standa eftir tveir möguleikar Besti flokkurinn með annað hvort Samfylkingu eða Sjálfstæðisflokki. Það má útiloka Besta og Samfylkinguna strax. Sá meirihluti er dauðadæmdur, hann er of naumur þótt hann hefði 9 fulltrúa. Skýringin er einföld, Besti flokkurinn er ekki flokkur í hefðbundnum skilningi  heldur ósamstæður hópur fólks með ólíkar skoðanir og nálganir á málum, sem ólíklega kæmi fram sem heild þegar á brattan sækir.

Það er óhjákvæmilegt að samstaðan bresti í erfiðum málum. Við höfum hliðstæðan vandræðagang í ríkisstjórninni og svo er fullvíst að borgarbúar vilja ekki aftur upplausn og djöfulgang síðasta kjörtímabils og hvern meirihlutann á eftir öðrum.

Eftir stendur því eini raunhæfi og lífvænlegi möguleikinn, að Sjálfstæðisflokkurinn og Besti flokkurinn myndi meirihluta og þá jafnvel með tvo borgarstjóra,  Hönnu Birnu og Jón Gnarr.

Það hefur gerst áður.

 
mbl.is Tökum yfirvegaðar ákvarðanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Sjálfstæðisflokkurinn er í stórsókn í Reykjavík“!

Að sögn Hönnu Birnu á „sigurhátíð“  Sjálfstæðisflokksins er flokkurinn í stórsókn og hefur unnið mikinn sigur í Reykjavík!

Hvern  andskotann ætli konukindin hafi étið ofan í sig?


mbl.is Besti flokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

16. til 18. sæti...

...verður það í kvöld í Eurovision, góðir hálsar. Allt þar fyrir ofan væri flott, en umfram getu lagsins.

Ég tel að Hera hafi orðið í 8. sæti í undanúrskitunum á þriðjudaginn.

Þýskaland sigrar.

 

 


mbl.is Hera Björk á svið upp úr kl. 20
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leynilegar kosningar eða „opinberar“?

Búinn að kjósa. Það var ekki erfitt að þessu sinni, enda valið óvenju einfalt.  

 

En kjörseðillinn sjálfur var til skammar. Hann var gasgnsær, fölgulur og úr svo þunnum og lélegum pappír að lesa mátti úr langri fjarlægð það sem  á hann var ritað og merkt, þótt samanbrotinn væri. 

 

Langt frá því að vera boðlegt. Kjörseðillin hefði allt eins getað verið á glæru.

  

mbl.is Ekki víst að fylgið gufi upp í kjörklefanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sóley í túni..., og sláttur er hafinn.

Engin efast um að Hjörleifur Guttormsson sé forkur duglegur og fylgin sér. Sama má líklega segja um Sóleyju Tómasdóttur.

En það er fleira sem Sóley og Hjörleifur eiga sameiginlegt, t.a.m.  eru persónutöfrar þeirra beggja fullkomin flatneskja.  Svo eru þau bæði gersamlega sneydd því sem hverjum stjórnmálamanni er bráðnauðsynlegt, sem er hæfileiki til þess að laða fólk til fylgis við skoðanir sínar, hvort heldur þær eru góðar eða slæmar.

Fylgi Alþýðubandalagsins á Austfjörðum var í beinu línulegu falli frá því að Hjörleifur bauð sig fyrst fram og þar til hann hætti. Sóley er öllu afkastameiri en Hjörleifur að reyta af sér fylgið, ef eitthvað er.

Sem er kostur út af fyrir sig, þá tekur þetta fyrr af.   

 


mbl.is Oddviti VG á kjörstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumir eru töluvert jafnari en aðrir.

Hér hefur E listinn lög að mæla. Það er forkastanlegt að Stöð 2 skuli með þessum hætti mismuna framboðum, til þess hafa þeir engar forsendur. Tilvísun Stöðvar 2 í skoðanakannanir er rakið bull.

Ekki hefur heyrst múkk um þetta fyrirkomulag frá þeim framboðum sem njóta velvildar Stöðvar 2 . Það kemur raunar ekki  á óvart að fjórflokkurinn láti sér þetta vel líka.

En á óvart kemur að Besti flokkurinn skuli leggja blessun sína yfir þessa mismunun, nema það sé fyrsta táknið um að hann sé þegar farinn að tileinka sér hugsunarhátt fjórflokksins.


mbl.is Kærir Stöð 2 til útvarpsréttarnefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.