Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
Hver er munurinn á fótspori Davíðs og Davidossárus?
13.5.2010 | 17:50
Það eru stórtíðindi á heimsvísu að 90 milljón ára gömul fótspor áður óþekktrar tegundar risaeðlu hafi fundist í Argentínu. Menn segja hæ og hó og lyfta glösum.
En á sama tíma láta margir sér fátt um finnast yfir fótsporum risaeðlunar Davíðs Oddsonar sem hraunaði á skítugum klónum yfir land og lýð, með eyðileggingu og djöfulskap og þeir eru ótaldir sem reyna hvað þeir geta að klóra yfir skítinn, þó ærið verk sé.
En Íslenska risaeðlan var ekki að velli lögð, hún flutti sig aðeins um set upp í Hádegismóa, og þaðan hefur hún flutt íslenska blaðamennsku aftur um aldir.
![]() |
Nýfundin risaeðlufótspor |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
„Allo Allo!“
13.5.2010 | 17:00
Varla hvarflar að nokkrum manni að efast um alvarleika málsins.
En halló, halló er það meiningin að rétta yfir 10 og 11 ára drengjum sem fullorðnum?
Verður réttlætinu fullnægt með því. Þarf ekki önnur úrræði og aðrar lausnir í þessu máli?
Hvernig skilgreinum við aftur barnaníð?
![]() |
10 ára drengir ákærðir fyrir nauðgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvernig verður degi eytt með Bill Clinton?
13.5.2010 | 15:49
Fer það eftir kynferði vinningshafa hvernig dagurinn er nýttur?
Eða eiga bæði kyn kost á því að eyða deginum á hnjánum undir skrifborði forsetans fyrrverandi?
![]() |
Clinton í lottóvinning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af hverju er atvinnurekendum fengin ráðstöfunarréttur á hluta launa launafólks en ekki á sköttunum og gjöldum sem þeir greiða til samfélagsins?
13.5.2010 | 13:02
Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að lögum um lífeyrissjóði verði breytt á þann veg að atvinnurekendur verði fjarlægðir úr stjórnum lífeyrissjóðanna.
Þó atvinnurekendur greiði svokallað mótframlag í sjóðina á móti launþegum eiga þeir ekki það fé, það er órjúfanlegur hluti launa. Lífeyrissjóðirnir eru alfarið sjóðir launþega og þeirra eign. Að hleypa öðrum að stjórn og meðferð þess fjár stangast á við alla skynsemi.
Af hverju eiga launþegar ekki á sambærilegan hátt fullrúa í stjórnum fyrirtækja til að hafa áhrif á hvernig þeim virðisauka, sem þeir skapa með störfum sínum í fyrirtækinu, er ráðstafað?
Atvinnurekendur eiga ekki að hafa ráðstöfunarrétt á hluta af launum launþega frekar en ráðstöfunarrétt á sköttum og gjöldum sem þeir greiða til samfélagsins.
Það er krafa samfélagsins að þessu fyrirkomulagi verði breytt og launþegum falið með lögum óskoraður ráðstöfunarréttur á eigin fé.
Þessari ríkisstjórn, sem nú situr og kennir sig við norrænavelferð, ber skylda til að breyta þessu. Því geri hún það ekki, verður það ekki gert eftir að hagsmunagæslumenn fjármagnseigenda og atvinnurekenda verða aftur komir til valda á Íslandi.
![]() |
Gildi svarar Sjómannafélaginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Þetta verður ekki langlíf stjórn.
12.5.2010 | 22:02
Frjálslyndir eiga allt sitt undir breyttu kosningafyrirkomulagi, var það deilumál leyst á korteri?
Það er undarlegt ef Frjálslyndi flokkurinn tekur þátt í samsteypustjórn með íhaldsmönnum án þess að fullmótaðar hugmyndir um breytingar á kosningafyrirkomulaginu séu geirnegldar í bak og fyrir.
Íhaldsflokknum er það allra flokka síst hugleikið að breyta núverandi kosningafyrirkomulagi sem hefur oftar en ekki tryggt þeim meirihluta á Breska þinginu með minnihluta atkvæða.
Stjórnin lætur lífið um leið og Frjálslyndir krefjast framkvæmd breytinganna.
Þessi stjórn er fyrirfram dauðadæmd og skilar engu mena losa heiminn við Gordon Brown, sem er að vísu þó nokkuð.
![]() |
Nýir ráðherrar kynntir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á...
12.5.2010 | 21:41
...ekki að ákæra falli valdhöfum glæpurinn í geð? Er það ekki kallaður fasismi eða það sem verra þykir, kommúnismi?
![]() |
Vill að ákæra verði dregin til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Elsku karlinn,...
12.5.2010 | 17:00
... því tekur þú þá ekki fyrstu vél til Íslands til að leiðrétta þennan leiða misskilning?
![]() |
Segist engin brot hafa framið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er að rofa til...
12.5.2010 | 16:48
...í þessum málum?
Átta ár hljóma ekki illa miðað við fyrri dóma í svona málum.
En samt býsna vel sloppið hjá kauða miðað við umfang máls.
![]() |
Sérlega gróf og alvarleg brot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Taka tvö
12.5.2010 | 13:49
Í von um fæting í Héraðsdómi hljóta þingmenn Hreyfingarinnar að vera þar, enda þeirra helsta stefnumál að landslýður hafi að engu lög, sem þeir sjálfir hafa sett sama lýð.
![]() |
Mikill mannfjöldi í héraðsdómi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég var með hrefnusteik um helgina...
12.5.2010 | 12:58
...og þvílíkt lostæti.
Það er tilhlökkunarefni að fá nýtt og ferskt hrefnukjöt í verslanir.
Það er synd að sumir skuli af fordómum einum hafna þessum dýrindis mat.
Þegar þeir sem berjast gegn skynsamlegri nýtingu hvalastofna hafa haft sigur, þá þurfa þeir ný markmið.
Þá verður sömu tækni beitt gegn neyslu annarra kjöttegunda. Ef við látum starfsemi þessara aðila viðgangast er það aðeins spurning um tíma hvenær það verður glæpur að éta lamba-, nauta- eða svínakjöt.
Hvað verður í matinn þá? Gras, nei það verður frátekið.
![]() |
Hrafnreyður til veiða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)