Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Enginn vill baka brauðið en allir vilja éta það.

Það þarf að skera niður – lækka útgjöld ríkisins, enginn efast um það eða mótmælir því. En þegar að framkvæmdinni kemur rísa menn upp á afturlappirnar og segja sjálfsagt að skera niður en bara ekki hjá þeim, aðrir séu sjálfkjörnir til þess.

Var ekki félagsmálaráðherra aðeins að varpa fram hugmynd í umræðuna? Er þessi hugmynd ekki umræðunnar virði? Félagsmálaráðherra telur að í óhjákvæmilegum niðurskurði megi með þessum hætti hlífa velferðarkerfinu eins og kostur er og forðast uppsagnir.

Sjúkraliðafélag Íslands fer fram með ofstopa og mótmælir hugmyndum félagsmálaráðherra og kallar þær árás á konur. Á þeim bænum virðist það forgangskrafa að menn haldi óskertum launum þó það kosti fjöldauppsagnir og aukið álag á starfsfólk.

Við stöndum frammi fyrir nokkrum kostum og enginn þeirra er góður. Ef Sjúkraliðafélag Íslands telur að hagsmunum félagsmanna sinna sé best borgið með því að senda konur  hópum saman á atvinnuleysisskrá, frekar en halda þeim í vinnu og jafna álaginu, þá er það sjónarmið út af fyrir sig en léleg og heimskuleg hagsmunagæsla.

 
mbl.is Saka Árna Pál um aðför gegn kvennastéttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengur skótískan í hingi?

 

Hér eru nokkur sýnishorn af skóm sem koma og fara að öllum líkindum bara einu sinni.

funny_shoes-for-valentines-day1_sugeC_23163

funny-ladies-shoes-giraffe-skin-with-heals

funny-shoes

funny-shoes-8

high_chair_shoes


mbl.is Elsti skór í heimi enn í tísku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur er þú ekki orðinn....

alone....aleinn um þá skoðun að allt hafi verið  samkvæmt lögum og almennu siðferði ?

.

.


mbl.is „Braut engin lög“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stólpípukukl

Það er hreint magnað að fólk skuli fara í svona detox kukl- og skottulækna meðferð og kvarta svo við landlæknisembættið þegar kuklið hefur önnur áhrif en vonast var eftir.

 

Kærendum væri nær að snúa sér til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra með sínar kærur, þar eiga þær heima, ekki hjá landlækni, því þetta detox svindl á ekkert skylt við lækningar.

 
mbl.is Kvartað yfir detox til landlæknis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mæti þau of seint...

...geta þau að verið flugfélaginu ævinlega þakklát fyrir að losa þau við allar hjónabands áhyggjurnar og baslið, svo ekki sé talað um fjandans skilnaðinn og þann fjára sem honum fylgir.

  
mbl.is Við það að missa af brúðkaupinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líklega er þetta eini bankinn...

ht_burka_bandit...í heiminum sem gerir þá kröfu að viðskiptavinir jafnt sem starfsmenn séu  grímuklæddir.

.

.

 
mbl.is Kvennabanki opnaður í Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða læti eru þetta...

Sigurbjörg ÓF-1 nýr litur....út af engu, Sigurbjörgin er bara flott í þessu nýja dressi.

En inn í þetta spilar sjálfsagt helvítis hjátrúin sem ristir svo djúpt í sumum að þeir geta ekki sett annan fótinn fram fyrir hinn eða ekki mígiðSigurbjörg ÓF-1 nema eftir ákveðnum formúlum og breytingar hverskonar þykja ekki góð latína.

.

.


mbl.is Ólafsfirðingar ósáttir við nýjan lit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vammlausir vafningar?

Er  Sigurður Kári að tala um spillingu? Var það ekki hún sem skilaði honum inn á þing þegar Illugi Gunnarsson hrökklaðist í „frí“?

Síendurtekinn flutningur á þessari þvælu hefur aðeins einn tilgang, tilgang smjörklípunnar, að breiða yfir vandræðagang Sjálfstæðisflokksins og spillinguna sem teygir sig út í öll horn flokksins.

Bjarna Ben formann  Sjálfstæðisflokksins  skortir styrk til að taka á spillingarmálinum flokksins og veit það og sjálfur er hann tryggilega vafinn í vafasöm mál.  Það er því gripið til lyginnar og hún endurtekin þar til hún verður að „sannleik“ – að hætti Göbbels.  

Bjarni hefur, að eigin sögn, ekki lagt að Guðlaugi Þór að segja af sér og ætlar ekki að gera það, með þeim rökum að Guðlaugur sæki ekki umboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins

Svo hefur þessi vammlausi vafningur og anguraparnir kringum hann krafist þess að ríkisstjórnin segi af sér.

Af hverju ætti ríkisstjórnin að segja af sér? Hún sækir ekki umboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins.

  
mbl.is Samsæri um að hækka laun Más
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Enginn Ísraeli meiddist“!

Það er „gleðilegt“  að enginn ísraelskur hermaður meiddist þegar þeir myrtu, úr þyrlum, sex Palestínska menn við köfun úti fyrir strönd Gasa.

Ísraelar koma auga á menn við köfun úti fyrir strönd Gasa og fá hugljómun – AHA hryðjuverkamenn, ekki spurning!  BANG – málið dautt.

Vinnubrögðin og hugsunarhátturinn að baki þessu minnir mest  á meindýraeyðingu - þvílík mannfyrirlitning.

Hendur okkar vesturlandabúa eru blóði drifnar ekkert síður en Ísraela meðan við  samþykkjum svona háttsemi  með þögn og aðgerðaleysi.


mbl.is Ísraelar skjóta fjóra kafara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilhjálmur Örn...

...Vilhjálmsson  kann örugglega hentuga skýringu á þessu, en hann hefur gengið fremstur manna að réttlæta dráp og kúgun á fólki í nafni Stór-Ísraels.

Alla gagnrýni á hernað Ísraelshers og dráp á saklausum borgurum túlkar hann sem Gyðingahatur og gott ef ekki nazisma líka.


mbl.is Drápu mann til að stöðva myndsendingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.