Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
Á þetta ekki enn ....
3.6.2010 | 22:43
...ágætlega við, í það minnsta eru ekki allir hrifnir af þróun mála.
Mjakast samkvæmt áætlun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mulningur #34
2.6.2010 | 19:21
...brjálaðist þegar hún var búin að vinna á hóruhúsinu í fimm ár og komst að því að allar hinar stelpurnar fengu borgað?
...sem skilaði treflinum sem hún keypti, því hann var of þröngur?
...sem var föst í rúllustiga í fjóra tíma af því rafmagnið fór af?
...gat ekki hringt í 112 af því hún fann ekki 12 á símanum?
Mulningur | Breytt s.d. kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Væri ekki rétt...
1.6.2010 | 22:16
...og er það ekki löngu tímabært að alþjóðasamfélagið vísi öllum Ísraelum úr landi Palestínu og til síns heima?
Öllum vísað úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
Mulningur #33
1.6.2010 | 20:10
Ég veit satt best að segja ekki hvað ég á að gera við þig sagði skrattinn, þú ert á listanum hjá mér, en það er eiginlega ekkert pláss fyrir þig. En hingað ertu kominn þannig að ég verð að rýma til fyrir þér. Ég verð að sleppa einhverjum sem var ekki jafn slæmur og þú og þú færð plássið. Þú mátt sjálfur velja þann sem fær að fara.
Davíð leist vel á þetta. Djöfullinn opnaði fyrsta herbergið, í því var Geir Haarde og gríðarstór sundlaug. Geir stakk sér aftur og aftur í laugina, kafaði en kom alltaf upp tómhentur. Þetta var hans hlutskipti í helvíti.
Nei, nei sagði Davíð, þetta hentar mér ekki, ég er lélegur sundmaður og gæti ekki hugsað mér að gera þetta allan daginn.
Djöfullinn fór þá með Davíð að öðru herbergi. Þar var Halldór Ásgrímsson með stóra sleggju í hendi og malaði grjót. Halldór lamdi stöðugt með sleggjunni.
Nei, nei, af og frá, sagði Davíð þetta er alltof erfitt, þetta myndi ganga frá mér á einni viku.
Nú opnaði sá vondi þriðja herbergið þar stóð Dagur B. Eggertsson með buxurnar á hælunum og Catalina Ncogo var á hnjánum fyrir framan hann að gera það sem hún gerir best.
Davíð leit undrandi á Dag og síðan á djöfullinn og sagði síðan hikandi:
Ég ræð við þetta.
Djöfullinn brosti og sagði:
Allt í lagi. - Catalina þú mátt fara!
Mulningur | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þar kom að því.
1.6.2010 | 17:03
Nú eru Þýskararnir loksins komnir, en rúmum 70 árum of seint.
Ekki eru þeir beinlínis af nýjustu gerð þessir heyblásarar þeirra, F-4 Phantom, sem voru uppistaðan í flugsveit kanana á Keflavíkurvelli á sjöunda áratug síðustu aldar.
Ég hélt satt að segja að allir væru búnir að leggja þessum forngripum fyrir löngu. Það var mikið að þeir komu ekki á Messerschmitt 109 eða Heinkel He 111 eða öðrum álíka gæðingum.
En annars eigum við Íslendingar eina F-4, minnismerki á vellinum, sem ég held að Kaninn hafi skilið eftir.
Þýsk flugsveit komin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það er til lausn á þessu „skemmtilega“ vandamáli.
1.6.2010 | 12:13
Það mætti auðveldlega leysa þessa karlrembu slagsíðu sem öllu tröllríður í Sádi- Arabíu.
Svo skemmtilega vill til að við Íslendingar höfum lausnina í hendi okkar.
Við einfaldlega gefum Sádum Sóleyju Tómasdóttur. Hún yrði ekki lengi að taka í punginn á durtunum og siða þá til.
Ekki skemmir svo fyrir að þessi gjöf myndi leysa böns af vandamálum hér heima.
En gjöfin yrði, til öryggis, að vera merkt eins og undirföt í verslunum Þessari vöru er ekki hægt að skila.
Segir konur ekki mega kenna drengjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Líkin í lestinni.
1.6.2010 | 10:39
Því er ekki að leyna að Einar Skúlason sópaði ekki beinlínis að sér fylgi, klaufskur og fráfælandi, sem má eflaust skrifa á reynsluleysi.
En Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Framsóknarflokksins er greinilega búinn að gleyma öllum vandræðagangi flokksins í borginni á síðasta kjörtímabili.
Gunnar er búinn að gleyma Birni Inga og öllu fjaðrafokinu kringum hann.
Gunnar er búinn að gleyma því þegar Óskar, keyptur inn í borgarstjórn af Eykt, sveik og leiddi Íhaldið til borðs.
Gunnar er búinn að gleyma fatakaupamálinu mikla.
Gunnar er búinn að gleyma Alfreðs þætti Þorsteinssonar svo fátt eitt sé nefnt.
Gunnari ætti manna best að vera ljóst, að þó sitthvað megi að Einari Skúlasyni finna, þá fékk Einar of mörg lík í lestinni í meðgjöf frá flokknum til að eiga minnstu möguleika á sæti í borgarstjórn.
Þó Gunnar vilji ekki muna það þá gerðu kjósendur það greinilega.
Framsókn þarf nánari naflaskoðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |