Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
Hefði átt að múlbinda Össur?
24.7.2010 | 11:29
Sterkasti leikur Samfylkingarinnar í aðildarumsóknarferlinu að ESB hefði sennilega verið sá að múlbinda utanríkisráðherrann. Það hefði í það minnsta getað orðið til þess að andstæðingum aðildar hefði fjölgað mun hægar er raun ber vitni.
Svo ekki sé talað um það spennufall sem orðið hefði hjá öfga- og hatursbloggurum sem hefðu orðið að finna svika- og landráðaásökunar þráhyggju sinni annan farveg.
Ekki að ég haldi að það hefði verðið þeim vandamál í sjálfu sér, en það hefði skapað smá tilbreytingu í umræðuna, sem hefur verið harla einhæf og leiðinleg.
Margt bendir til að líf þessarar stjórnar sé á enda runnið því ekki verður betur séð en VG séu að smíða sér stjórnarslitamál úr Magma málinu.
Þá mun hann rætast draumur margra um að koma hrunaflokkunum aftur til valda. Þá fyrst yrði alþýðu þessa lands ljóst hve nöpur og nístandi merking orðtaksins enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur getur í raun orðið, þegar Sjálfstæðisflokkurinn færi að úthluta lýðnum réttlætinu að sínum hætti.
Afstaða VG til ESB óbreytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gerir algóður Guð þetta?
23.7.2010 | 18:40
Þeir hafa greinilega ekki mikið álit á guði sínum þessir menn.
Hefði ekki algóður guð frekar látið gjósa þar sem syndirnar voru drýgðar í stað þess að hella reiði sinni yfir varnarlausa og vanmáttuga Íslendinga?
Var Guð kannski að refsa Kínverjum þegar hann eyddi Sódómu og Gómorra?
Gosið endurspeglaði reiði Guðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sigur beggja málsaðila.
23.7.2010 | 15:34
Reiknaði einhver í alvöru með því að útkoman yrði önnur? Þessi niðurstaða er í raun sigur beggja málsaðila. Héraðsdómur féllst á fjórðu varakröfu stefnanda, lægstu gildandi vexti svo vægara gat það varla orðið.
Hraða þarf áfrýjunnar ferlinu eins og frekast er kostur svo Hæstiréttur geti fellt sinn dóm sem fyrst, líklegast þykir mér að hann muni staðfesta þessa niðurstöðu.
Miðað við að verðtryggja átti lánið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bonnie og Clyde
23.7.2010 | 15:09
Bonnie kerlingin er þessa stundina að angra menn í Florida og Mexíkóflóa.
Hér er síða þar sem hægt er að fylgjast með fellibyljum á N-Atlantshafi, staðsetningu þeirra, stefnu, styrk og spám um þróun þeirra og yfirferð.
Efst til hægri er hægt að setja inn og taka út ýmsa möguleika.Mexíkóflói rýmdur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stríðsleikir
22.7.2010 | 22:53
Það er skiljanlegt að Bretar þurfi að skera niður í hernaðarvafstrinu.
Bretar þurfa að minnka herinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Geti það ekki gerst, gerist það í The Sun.
22.7.2010 | 12:29
Er ekki sagt að standi það í The Sun sé það ekki lygi heldur haugalygi.
Enda greinilegt, ef marka má myndina, og að þetta barn hafi fæðst á dögunum, þá fæddist það ekki aðeins hvítt heldur líka nokkuð við aldur.
Það er ekki merki um vandaða blaðamennsku að vitna í The Sun.
Svört hjón eignast hvítt barn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Klæðum klámölið í.
22.7.2010 | 09:32
Þetta er svo vitlaust að það er ekki einu sinni fyndið. Útlit umbúða á eplavíni þykir að mati ÁTVR of nautnalegt og samrýmast þannig ekki áfengisstefnu stjórnvalda sem virðist vera sú að umbúðirnar megi ekki vera meira spennandi en innihaldið.
Til hvers er vín til sölu yfir höfuð ef það má ekki seljast? Það væri kannski ráð að klæða dósirnar í svart plast eins og gert var við karlablöðin svokölluðu hér um árið og gert var að kröfu kvenna sem gátu sennilega ekki skoðað sig naktar í spegli nema vera íklæddar svörtum rusla- pokum.
Umbúðirnar þóttu of djarfar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ráðherrann sem fer sínar eigin leiðir.
22.7.2010 | 07:34
Hún er um margt merkilegur ráðherra hún Álfheiður Ingadóttir og fer sínar eigin leiðir eins og kettirnir.
Núna sér hún fram á að geta sett lok á fækkun lækna, en setur lokið, öllum á óvart á botninn. Þetta er mjög í starfsanda Álfheiðar, sem hefur aðallega einkennist af því að láta vandamálin ekki komast að því að hún viti af þeim.
Blessunarlega eru svona ráðherrar afskaplega fáséðir.
Kreppulok eiga að hamla fækkun lækna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Napur sannleikurinn
21.7.2010 | 22:42
Magnús Guðmundsson: Drápa.
Allur arður Björgólfs til kröfuhafa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Og ég sem hélt að....
21.7.2010 | 15:33
Þetta er ansi gráglettinn húmor hjá Villa, því þótt merkja megi að þjóðarskútan sé hætt að sökkva er enn langt í land að hún verði þurrausin.
.
Kreppan er búin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)