Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Íhugunarefni fyrir „dauðans“ sendiboða!

 

Þetta atvik ætti  að vera þessum stjörnulögfræðingi  og kollekum hans öllum holl áminning og íhugunarefni.

 

Þeir mættu gjarnan taka til íhugunar hvort þeir séu sanngirnin uppmáluð þegar þeir senda frá sér í bunkum stöðluð innheimtubréf og rukka tugi eða hundruð þúsunda fyrir nánast ekkert annað en pappír, blek og frímerki.

  
mbl.is Vildi fá kröfuna slegna niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stutt myndlíking

Það má velta því fyrir sér hvort ekki væri rétt að reyna svona særingar á andsettu bloggarana sem vaða  uppi með svívirðingum, svo ekki sé talað um morðhótanir og dauðaóskir, í garð ráðamanna þjóðarinnar.

 

A.m.k. einn þeirra er meðlimur í kirkjudeild þeirri sem hvað mest iðkar svona aðgerðir þannig að hæg ættu að vera heimatökin.

 

Þeir gætu þá, myndlíkingarlaust, rekið illt út með illu, eins og það var orðað.

 
mbl.is Lést í særingarathöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað naga möppudýrin fleira en blýanta?

 

Hvað er gert með svona bollaleggingar? Hvaða gagn er að því núna að ímynda sér að mannfjöldinn á Íslandi verði hugsanlega þetta eð hitt 2060, 2100 eða  árið 3000?

Til að fullkomna bullið dugir möppudýrunum ekki lengur ein tala, nú þarf ekkert minna en 3 mismunandi útgáfur af sömu þvælunni til að fullnægja bullþörfinni.

Það er nú aldeilis gott að vita að árið 2060 get ég vænst þess að ná 79,9 (vá komma níu) ára aldri. Aðal gallinn við þetta, hvað mig varðar, er að þá yrði ég orðinn 103 ára og því dauður fyrir 23,1 ári.

Svona spádómar sýna aðeins eitt, möppudýrin eru orðnir fleiri en góðu hófi gegnir. Það væri skömminni skárra  láta möppudýrin prjóna eða hekla í „vinnunni“ , því svona upplýsingar kalla auðvitað á frekari úrvinnslu og fleiri möppudýr.

Ég tek það fram til að forðast misskilning að flestir ríkisstarfsmenn skila góðri og nauðsynlegri vinnu, en því miður ekki allir og þá er ekki endilega við þá sjálfa að sakast, þeim er bara ekki ætlað að gera neitt af viti.

  


mbl.is Íslendingar 436.500 árið 2060
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gullið tækifæri til að slá aftur dauða flugu, í gömlu vindhöggi.

Þeir vita nú allan fjandann þarna hjá ESA, svo það væri rétt hjá Margrét að panta í leiðinni skýrslu um heilsufar Þráins Bertelssonar.

Áhuga og áhyggjum Margrétar af heilsufari Þráins var aldrei fróað til fulls og er enn í báða enda opið.


mbl.is Íhugar að kæra málið til ESA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útrýmum áfengi – drekkum það allt!

Það er bull að stjórnvöld á Íslandi hafi ekki stefnu í áfengismálum. Hér hefur verið óbreytt stefna í þeim málum í áratugi og gefist vel.

 

Áfengisstefnan  er sáraeinföld og mjög skýr;  halda skal bæði neyslu og verði áfengis í hæstu hæðum til að fylla í fjárlagagötin.

 

Þannig verður áfengisstefnan á Íslandi  á meðan verðlagning á víni verður notuð sem hagstjórnartæki.

   
mbl.is Stefnulaus stjórnvöld í áfengismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helvítis meinsemi og mannvonska

Hún var nöturleg fréttin í sjónvarpinu í kvöld um konuna sem býr í fjölbýli og þarf að halda leiðsöguhund vegna fötlunar sinnar.

 

Konan hafði fengið samþykki annarra íbúa í húsinu fyrir hundinum, en svo flytur nýr íbúi í húsið og ætlar án skýringa að nýta sér ströngustu túlkun  laga til að flæma hundinn burt.

 

Þetta  er ekkert annað en helvítis meinsemi og mannvonska af verstu sort og hart að lög skuli bakka upp svona bjána.

 
mbl.is Vilja ekki leiðsöguhund í blokkinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bahamaeyjar...

 

...eru sennilega ekki besti staðurinn í heiminum til að finna í fjöldanum berfættan bandbít.

 
mbl.is Berfætti bandíttinn handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vei þér Katrín, ef þú lýgur!

Ég trúi Katrínu Júlíusdóttur þegar hún segir að Iðnaðarráðuneytið hafi ekki ráðlagt Magma að stofna skúffufyrirtæki í Svíþjóð til kaupa á HS Orku.

 

Í svona máli er ekkert verra en lygi, fjölmiðlar hætta ekki ágengni og lygi kallar aðeins á meiri lygi uns sannleikurinn springur í andlit lygarans.

 

En vei Katrínu ef hún lýgur!

 
mbl.is Veitti Magma ekki ráðgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Giska gott mál.

Vonandi verður af stofnun hlutafélags sem sæi um fjármögnun og framkvæmdir við Vaðlaheiðargöngin. Göngin verða ekki bara nauðsynleg og góð samgöngubót heldur líka, og ekki hvað síst, bráðnauðsynleg aðgerð til að rífa upp bágborið atvinnulífið.

 

Sama hátt má hafa á vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar að Selfossi.  Að þeirri framkvæmd og öðrum álíka gæti sama  hlutafélag komið, eða önnur henti það betur.

   
mbl.is Unnið að fjármögnun Vaðlaheiðarganga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn er boðað til manndrápa í boði Mbl.is

Enn stendur óhögguð bloggfærsla Lofts A. Þorsteinssonar þar sem hann hvetur til morða á ráðamönnum landsins og öðrum sem honum þóknast ekki.

Loftur karlinn er þrátt fyrir digurbarkaleg ummæli um andstæðinga sína ekki meiri bógur en svo að hann eyðir miskunnarlaust  út athugasemdum á sínu bloggi, sem honum  hugnast ekki og lokar á frekari innlegg viðkomandi.

Það er aldeilis gott fyrir mbl.is að skarta slíkum djásnum sem Lofti á sinni forsíðu til að breiða út boðskapinn.  

---------- 

Fyrri færsla um sama efni

Dæmi um innlegg á bloggi Lofts sem honum var ekki þóknanlegt.... má sjá hér í innleggi nr. 10

Dæmi hver fyrir sig.

   

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband