Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Veitt í matinn

Fólk þyrpist niður að höfnum til að moka upp Makríl sem þar svamlar. Hvað ætlar fólk svo að gera við aflann?

 

Ekki get ég sagt að veiði úr menguðum höfnum landsins sé girnileg til átu í mínum augum.

 

En sínum augum lítur hver silfrið.

  
mbl.is Makríll í Kópavogshöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvatt til morða og mannvíga

Ég er sannfærður um  að hvetti  ég, á blogginu, fólk til að nota eitur til að „fjarlægja“ ákveðnar persónur t.d. pólitíska andstæðinga, þ.á.m. ritstjóra Moggans, yrði blogginu umsvifalaust lokað og málinu vísað til lögreglunnar  og það með réttu.

Mér er óskiljanlegt hvernig blogg Lofts Altice Þorsteinssonar og þá sérstaklega þessi færsla hér, fær að standa eins og ekkert sé sjálfsagðara. Mbl.is hefur lokað bloggum af minna tilefni.

Í færslu Lofts er þessi texti: 

Hér var tilvitnun í umræddan texta Lofts. Ég hef fjarlægt hann vegna sjálfsagðrar kröfu mbl.is þar um. 

En því verður ekki á móti mælt að oft hafa viðbrögð mbl.is verið sneggri.

Neðanmáls í hverju bloggi birtist eftirfarnandi:  „! Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt“

Ég hvet alla sem ekki eru sáttir við svona ófögnuð að fara inn á blogg Lofts og smella á þessa tilkynningu, þá getur Mbl.is ekki lengur látið sem ekkert sé.


Taser startbyssur

Ætli lögreglan hafi ekki einfaldlega ætlað að „skjóta honum í gang“ aftur þegar hún beitti rafbyssunni á kauða. 

 

Ég þjáist af gáttatifi og ef ég ætti svona töfratæki gæti ég „skotið“ mig sjálfur í stað þess að fara á sjúkrahús til þess.

 
mbl.is Lögregla beitti rafbyssu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar hittir skrattinn ömmu sína.

NaomiNaomi Campbell er að sögn ekki barnanna best þegar sá gállinn er á henni og skapið hleypur með hana í gönur. 

.

.

.


mbl.is Campbell fyrir stríðsglæpadómstól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Tvö hjól undir bílnum,...

 

....en áfram skröltir hann þó.
Í sumarfrí á fjallaslóð,
fárviðri hvín, dagsljós dvín,
en við kyrjum samt kát í næði og ró
við syngjum:Hibbidí-hæ og hibbidí-hí,"

 


mbl.is Stálu bifreið og fóru í bíltúr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er alveg makalaust...

hookers...að núna á verstu og erfiðustu tímum sé markvisst unnið að því að drepa niður sprotafyrirtækin og frjálst framtak.

.

.


mbl.is 15 mánaða fangelsi fyrir vændi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er sekt allt og sumt?

Er málinu einfaldlega lokið með því að Síminn greiðir sekt til ríkisins? Eiga þeir aðilar sem urðu fyrir tjóni vegna samkeppnisbrota Símans að bera tjón sitt sjálfir eða velta því á neytendur?

Þetta getur valdið því að markmið fyrirtækis, Símans í þessu tilfelli, að knésetja samkeppnisaðila takist og þá kann sektarómynd eins og þessi að vera ómaksins virði.

Þetta hljómar eins og tryggingabætur vegna tjóna séu  greiddar til ríkisins en ekki tjónþola.


mbl.is Viðurkenna ólöglegt samráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brosi bregður fyrir

Það er beinlínis móðgun við þjóðina að Björn Valur Gíslason skuli fá að koma nálægt starfshópi um endurskoðun fiskveiðistjórnunnar, ef markmið hópsins á að vera að finna færa leið til fyrningar á kvótanum og framkvæmd hennar.

Björn Valur er ekki talsmaður fyrningarleiðar ríkisstjórnarinnar,  enda er maðurinn aðeins í leyfi frá störfum sem stýrimaður og skipsstjóri, hjá einu stærsta útgerðarfélagi landsins, meðan hann gegnir þingmennsku.

Björn Valur er ekki fulltrúi þjóðarinnar í starfshópnum, hans persónulegu hagsmunir liggja í allt öðru en fyrningu kvótans, því makki hann ekki „rétt“ er starfið fokið og lokað á starf um alla framtíð innan LÍÚ mafíunnar. 

Hjá LÍÚ gleðjast gumar og tala um nýja nálgun, það veit ekki á gott þegar bregður fyrir brosi á þeim bænum.

 
mbl.is Styttist í löndun endurskoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vatnaskil

Batnandi staða krónunnar er að skila sér í lægra vöruverði og sýnir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru að skila árangri.

 

Öllum var ljóst eftir hrunið að langur og strembinn róður biði þjóðarinnar. En eftir því sem liðið hefur á þann róður hafa fleiri og fleiri þrotið örendið og hvatt til uppgjafar og það sem verra er hafið róður gegn settu marki.

 

Þó hjöðnun verðlags sé hafið er enn langt í land, þangað náum við ekki nema allir leggist á árar og rói í sömu átt.

En það þýðir ekki að við getum ekki rökrætt hver situr hvaða þóftu og hve erfitt rúm hver og einn skipar, meðan við erum sammála um stefnuna og siglum hana.


mbl.is Matvörur hafa lækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögreglan auglýsir eftir....

....fullsnyrtum og vellyktandi nátthröfnum.


mbl.is Unnu skemmdarverk og stálu snyrtivörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.