Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
Árborgar harakiri
7.7.2010 | 16:20
Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að Gunnar Birgisson verði ráðinn sveitarstjóri Árborgar eða annars sveitarfélags. Það jafngildir pólitísku harakiri þeirra sveitarstjórnarfulltrúa sem það gerðu.
Gunnar til í slaginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Nú ærast Don Kíkótar Íslands
7.7.2010 | 14:23
Það er áríðandi að samningaviðræðurnar við ESB fari í gang sem fyrst og gangi hratt og vel fyrir sig.
Það er mikilvægt að allir leggist á eitt um að gæta hagsmuna Íslands svo að sem hagstæðastir samningar náist fyrir land og þjóð.
Þá fyrst þegar samningurinn verður lagður fyrir þjóðina hefur hún eitthvað í hendi til að vega og meta raunverulega kosti og galla aðildar að ESB.
Ég treysti þjóðinni fullkomlega á þeim tímapunkti til að taka heilbrigða afstöðu til aðildar að ESB.
Þeir aðilar eru áberandi í umræðunni um þessar mundir og fara mikinn, sem ekki treysta þjóðinni og vilja ekki að hún ákveði sjálf sína framtíð.
Merkilegast er að flestir þessara Don Kíkóta og Sansjó Pansa þeirra segjast ákafir unnendur lýðræðis.
Aðildarviðræður sem fyrst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Undan svíður
6.7.2010 | 16:07
Það er auðvitað gott að geta rétt bágstöddu fólki hjálparhönd og tekið við erlendu flóttafólki og veitt því skjól. En til þess þurfa efni og aðstæður að leyfa. Í þessum málum verður að forgangsraða eins og öðrum.
Það er hart að segja það, en mér finnst við núverandi aðstæður ekki réttlætanlegt að við flytjum inn þurfalinga á meðan Íslensk stjórnvöld sinna illa eða alls ekki þeim vaxandi fjölda Íslendinga sem svo illa er komið fyrir að ná ekki endum saman og þurfa að treysta á hjálparstofnanir til að skrimta.
Tekið við fimm flóttamönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Og........
6.7.2010 | 15:40
George Michael handtekinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mulningur #38
6.7.2010 | 11:06
Kona á pósthúsinu fann bréf í póstinum sem var stílað á Guð. Á umslaginu var ekkert frímerki, svo bréfið var opnað. Það reyndist vera frá 8 ára dreng sem skrifaði Guði til að láta hann vita af því að nokkrir unglingspiltar hefðu stolið af honum 8000 krónum. Honum þótti þetta leitt því hann hafði safnað peningunum fyrir Rauða krossinn.
Konunum á póstinum þótti þetta mjög hjartnæmt bréf og sumar táruðust. Þær fundu til með drengnum og ákváðu að leggja í púkk og senda drengnum. Þeim tókst að safna 7000 krónum. Peningarnir voru boðsendir samdægurs heim til drengsins.
Nokkrum dögum seinna birtist á póstinum annað bréf stílað á Guð. Nú söfnuðust allir á póstinum saman til að hlusta á bréfið sem hljóðaði svo:
Elsku Guð. Þakka þér fyrir að senda mér peninga. En hvað heldur þú að hafi skeð? Einhver stal 1000 krónum úr umslaginu! Ég er viss um að helvítis kerlingarnar á pósthúsinu hafa gert það.
Mulningur | Breytt s.d. kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fullkomin áhrif
6.7.2010 | 10:03
Fer ekki fólk á hryllingsmyndir til að láta hræða úr sér líftóruna?
Dó í miðri vampírumynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mótmælendur Íslands
5.7.2010 | 16:07
Það er eðlilegt og sjálfsagt að fólk mótmæli, finnist því það órétti beitt. Það er ekki endilega fjöldinn sem skiptir máli og það þarf ekki ofbeldi eða eignaspjöll til að vekja athygli.
Mótmælandi Íslands Helgi Hóseasson náði athygli þótt hann stæði sína vakt aleinn.
Kunnuglegur konsert hefst á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað, var hótelið kyrrsett?
5.7.2010 | 15:38
Var hótelið á einhverju flandri og hætta talin á að það kynni að lauma sér úr landi?
Fasteignin 101 Hótel kyrrsett | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mikið vidi ég að ég ætti hrefnukjöt...
4.7.2010 | 17:15
...en því er ekki að heilsa.
Ég fór í garðinn áðan og afraksturinn verður rabbabaragrautur með þeyttum rjóma, fátt sem toppar það nema þá hrefnusteik með rabbabarasultu.
Hrefnuveiðar ganga vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Auschwitz eða Gasawitz
4.7.2010 | 14:57
Margir, og þá ekki hvað síst þeir sem vægja skyldu, hafa tekið upp meðul Nazistanna og beina þeim núna gegn andstæðingum sínum.
Og það sem verra er, með velþóknun heimsins fram til þessa, þótt það sé vonandi að breytast.
Ragna heimsótti Auschwitz | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)