Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
Ekki að undra, að ekki sé áfrýjað.
16.7.2010 | 16:11
Það er sannarlega vel sloppið að fá aðeins 6 mánaða dóm fyrir manndráp og þar af fjóra skilorðsbundna.
En þess ber líka að gæta að það að verða mannsbani er flestum ævilangur dómur og þungur kross að bera.
Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Framboð og eftirspurn
16.7.2010 | 14:46
Það vekur athygli að Gunnar I. Birgisson sækir ekki um starf bæjarstjóra á Akranesi en aftur á móti er Steinunn Valdís Óskarsdóttir fyrrverandi þingmaður og borgarstjóri í Reykjavík á meðal umsækjenda.
Ég tel fullvíst að það sama gildi í tilfellum Steinunnar Valdísar og Gunnars Birgissonar, að framboðið á þeim sé mun meira en eftirspurnin.
Fyrrum borgarstjóri sækir um bæjarstjórastarf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hverju hefur áratuga ráðgjöf Hafró skilað?
16.7.2010 | 13:38
Veiðar varða ekki auknar að ráði meðan á stól sjávarútvegsráðherra situr kjarklaus maður sem ekki þorir að víkja, svo nokkur nemi, frá ráðleggingum Havró, þótt allt kalli á auknar veiðar.
Af reynslu undanfarinna 25 ára verður ekki séð að veiðiráðgjöf Hafró sé til þess fallin að viðhalda fiskistofnum hvað þá stækka þá. Það er eitthvað í því ferli sem ekki gengur upp.
Ráðgjöf Hafró virðist ekki hafa getu til að viðhalda neinu nema sjálfri sér. Ef til vill er það megintilgangurinn.
160 þúsund tonn af þorski | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Snillingar á ferð
15.7.2010 | 21:59
Ég má til með að láta klippuna flakka.
Slökkviliðsmenn boða verkfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Er ég heilalaus hálfviti? - Mulningur #39
15.7.2010 | 19:49
Ég hef verið sakaður um það hér á blogginu að vera ekki með öllum mjalla, eiga við vanda að stríða, þurfa hjálp o.s.f.v. En langverst þótti mér þegar fullyrt var fyrir nokkru síðan að ég væri heilalaus hálfviti.
Það er hart við slíkt að búa og því var ekki um neitt annað að velja en fara í segulómskoðun og kanna höfuðinnréttinguna og það gerði ég í dag.
Mér létti stórum þegar ég sá myndina, ég er hreint ekki heilalaus eins og sjá má. Doktorinn sagði að þetta liti alls ekki illa út, stærðin skipti ekki öllu heldur getan til að nota hann.
Ég heilalaus hálfviti? Nei ekki aldeilis!
Mulningur | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Liggur leiðin að alræði öreiganna í gegnum tóman maga?
15.7.2010 | 08:33
Ekkert er til sparað í N-Kóreu þegar herinn er annarsvegar og allt það sem honum viðkemur. Enda verður hann að vera í toppstandi, fjölmennur og búinn bestu fáanlegu drápstólum ef tækifæri kæmi til þess að breiða út til annarra landa sælu og velferð almennings í þessu rómaða alþýðulýðveldi.
Þetta veit almenningur í N-Kóreu, sem af einstakri fórnfýsi leggur það á sig, án umhugsunar, að svelta heilu hungri frá fæðingu og ævina á enda ef það gæti orðið til þess að breiða út alræði öreiganna með eilífri hagsæld öllum til handa.
Nauðsynlegur þáttur í þessari langtímaáætlun er að tryggja að ráðamenn þessa alþýðulýðveldis skorti ekkert til munns og handa, því án guðlegrar leiðsagnar þeirra gerist ekkert.
Engin heilbrigðisþjónusta í N-Kóreu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 08:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bítill skýtur sig í fótinn
15.7.2010 | 07:22
Paul McCartney grænmetisæta og fyrrum bítill, vill ekki að myndir af honum eða Bítlunum hangi uppi þar sem menn leggja sér kjöt til munns.
Hann vill þá væntanlega ekki að kjötætur og aðrir álíka villimenn kaupi tónlistina hans, það er vandalaust að verða við því.
Enga Bítla á McDonald's | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 07:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Litla þúfan sem velti fjalli
14.7.2010 | 22:10
Nýlega skrifaði ég af gefnu tilefni færslu um kynskipti. Fyrir þá færslu var ég af mörgum fordæmdur ásamt dóttur minni og við kölluð sóðalegustu og ógeðslegustu feðgin landsins ásamt fleiri skrautlegum lýsingarorðum og mannlýsingum.
Nú hefur breskur dómstóll fellt úrskurð sem snertir lagalega og líffræðilega skilgreiningu á kynskiptingum.
Fréttin á mbl.is er í heild sinni svona:Bresk kona, sem áður var karlmaður, sleppur við fangelsisvist fyrir vörslu barnakláms eftir að dómari úrskurðaði að öryggi hennar yrði ekki tryggt í vistinni. Í hreinskilni sagt áttu sannarlega skilið að fara í fangelsi en ég fæ mig ekki til að dæma þig þangað því ég tel að slík vist yrði þér hroðaleg lífsreynsla, sagði dómarinn Lesley Newton.Laura Voyce, sem er líffræðilega maður en kona í skilningi laga, var fundin sek af 14 ákærum um vörslu barnakláms. Hún var áður þekkt undir nafninu Luke. Hún hefði farið í fangelsi fyrir karlmenn hefði dómarinn úrskurðað á þann veg.
Þessi skilningur dómstólsins er nákvæmlega sami skilningur og ég setti fram í umræddri bloggfærslu sem velti viðkvæmum á verri hliðina. Orðaval mitt hefði þó vafalaust mátt rúna nokkuð af.
En sóðaskapurinn er að breiðast út það er ljóst.
P.S.
Til að forða misskilning er ég ekki að gera því skóna að Vala hafi nokkuð með það að gera, sem konan í fréttinni er sökuð um.
Sleppur við fangelsisvist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Umsækjandi Íslands
14.7.2010 | 14:04
Þegar fréttir berast af umsóknum um bæjarstjórastöður vítt og breitt um landið, telst það helst til tíðinda ef nafn Gunnars I. Birgissonar f.v. bæjarstjóra Kópavogs er ekki í hrúgunni.
Auk Ölfuss er staðfest að hann sótti a.m.k. um Árborg og Grindavík. Það er ljóst að hér er ekki um neinar þreifingar eða kannanir að ræða, heldur virðist Gunnari vera fúlasta alvara að yfirgefa Kópavog. Hvort rauða spjaldið sem hann fékk í prófkjöri flokksins fyrir síðustu kosningarnar hafi eitthvað með þetta að gera, skal ósagt látið.
En vonandi fær Gunnar eitthvað að gera þótt vandséð sé af hverju íbúar annarra sveitarfélaga ættu að vilja hann til trúnaðarstarfa fyrir sig þegar Kópavogsbúar, sem best þekkja hann, gera það ekki.
Ég heyrði á skotspónum um daginn að kaupfélagsstjórastaðan í Kolbeinsey væri að losna, það fylgdi ekki sögunni hvort Gunnar hefði sótt um. Það starf myndi eflaust henta honum vel.
26 vilja verða bæjarstjórar í Ölfusi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jæja þá er það búið!
13.7.2010 | 18:25
Björk hefur talað, þá þarf ekki frekari vitnanna við. Við verðum að hlýða, ekki spurning. Úrskurði Bjarkar verður ekki áfrýjar nema til hins æðsta dóms.
Sá dómur hefur ekki komið saman síðan fortjald musterisins rifnaði í tvennt ofan frá og niður úr og óvíst að það gerist úr því sem komið er.
Umboðsmaður skoði Magma-málið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)