Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011
Fara saman orð og meining?
25.1.2011 | 23:14
Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir ógildingu Hæstaréttar á kosningum til stjórnlagaþings ekkert minna en meiriháttar áfall fyrir lýðræðisríkið Ísland. Það er skelfilegt að svo sé komið málum.
Í lauslegri þýðingu á mannamál þá merkja þessi orð Einars K. Guðfinnssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins:
Ógilding Hæstaréttar á kosningum til stjórnlagaþings er meiriháttar sigur fyrir okkur, sem staðið hafa sveittir við að verja sérhagsmuni umbjóðenda okkar LÍÚ. Það er guðsþakkarvert að svo hafi atvikast.
![]() |
Meiriháttar áfall fyrir Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heyrði ég rétt, hlakkar í stjórnarandstöðunni?
25.1.2011 | 18:29
Ég hélt að Ólöf Nordal Sjálfstæðisflokki og Vigdís Hauksdóttir Framsóknarflokki ætluðu báðar hreinlega að kafna, á Alþingi áðan, af áfergju og ánægju yfir dómi hæstaréttar, sem kippti til baka einhverju mesta lýðræðisframfaraskrefi sem stigið hefur verið á Íslandi frá því Alþingi var endurreist.
Það er fráleitt að stjórnlagaþingið verði slegið af, nú þarf aðeins að leiðrétta kúrsinn og gera það sem þarf til að þingið nái fram að ganga. Við Íslendingar erum því vanastir að eflast við mótlæti, leiðrétta gerð mistök og halda ótrauð áfram en ekki að lyppast niður eða rýna út í hornin eins og stjórnarandstaðan virðist leggja til.
![]() |
Íhaldið er skíthrætt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Núna væri gott að fá smá leka þótt ekki væri meira.
25.1.2011 | 13:06
Við skulum rétt vona að flóðgáttir opnist og samtalinu verði lekið til fjölmiðla. Þessi leyndarleikaraskapur lítilla karla á ómerkilegustu hlutum er undarlegur, vægast sagt.
Snýst þessi leynd ekki aðallega um viðtekin ómerkilegheit pólitíkusa og kerfiskarla að segja það sem þú vilt heyra í eintali en allt annað í almennri áheyrn eða þegar herma á samtalið upp á þá?
![]() |
Segir samtalið eiga erindi við almenning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvenær er maður bitinn og hvenær er maður ekki bitinn?
23.1.2011 | 20:40
Næsta dama sem þjónustar Berlusconi karlinn þarf ekki annað en að vera ósátt við greiðsluna fyrir greiðann eða eitthvað varðandi verklega útfærslu hans og narta því til áréttingar hraustlega í besta vin greiðandans til að afsanna fullkomlega þá fullyrðingu að ekkert bíti á Berlusconi.
![]() |
Ekkert bítur á Berlusconi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvernig er hægt að losna við Lenín?
23.1.2011 | 18:36
Hvaða gagn er að því að jarðsetja Lenín? Er til einhvers að grafa smurt lík sem ekki rotnar?
Er ekki eina leiðin láta hræið á bálið og senda það þannig sömu leiðina og sálin fór?
![]() |
Kjósa um hvort jarðsetja eigi Lenín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hámark fáránleikans.
23.1.2011 | 17:22
Það er mjög í tísku, þessi misserin, hjá ríkisstjórnum, sem hafa slæma samvisku eins og ríkisstjórn Ísraels, að boða að þetta stríðið, þetta manndrápið eða þessi árásin eða hin á saklaust og varnarlaust fólk, hafi verið LÖGLEG!
Er til hálfvitalegri málflutningur? Þó einhverstaðar megi finna misvitra manna lagabókstaf sem styðja manndráp og stríð þá hlýtur allt sem er fyrir ofan hreina heimsku og algeran skynsemisskort að segja okkur að slíkt sé allt annað en ásættanleg lausn deilumála.
![]() |
Segja árás á skipalest hafa verið löglega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er lögregla landsins til óþurftar að mati þingmannsins?
23.1.2011 | 14:35
Skil ég þetta rétt, vill þingmaðurinn ýtarlega rannsókn á því hvort lögreglan hafi fengið upplýsingar frá flugumanninum , sem hún gat síðan nýtt sér gegn ólöglegum aðgerðum aðgerðarsinnana?
Telur Birgitta Jónsdóttir að lögreglan eigi ekki að sinna sínum skyldum, skarist þær við hennar áhugamál?
Væri ekki hreinlegra hjá henni, í stað þess að reyta sig og belgja út í fjölmiðlum, að leggja fram frumvarp í þinginu sem bannar þegnum landsins að kjafta í lögguna og jafnframt verði lögreglunni stranglega bannað að nýta sér slíkar upplýsingar, til að koma upp um glæpi, reki þær á hennar fjörur.
Í hvaða liði spilar þessi kona?
![]() |
Vill rannsaka hvort flugumaður hafi aðstoðað lögreglu hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Legið í símanum
23.1.2011 | 06:20
Hvað er dularfullt við hljóð sem vitað er hvaðan koma og hvernig á þeim stendur?
En engan þarf að undra þótt krókódíllinn, sem pottþétt er stelpa, gefi sér ekki tíma til að nærast eftir að hún komst yfir síma.
![]() |
Hringingar úr maganum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 06:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lengi getur vont versnað!
22.1.2011 | 23:33
Það er undur og stórmerki að úr þeim lögum sem heyrst hafa hingað til í Erovision undankeppninni í ár, og ef ekki verður veruleg breyting á þessu flatneskju moði, skuli eiga að koma enn eitt lagið, sem verður að Íslenskum hroka, venju samkvæmt, spáð þvílíkum fyrirfram sigri í aðalkeppninni að keppinn sú verði aðeins haldin formsins vegna.
Framundan er tími gráu háranna, tími algers hryllings, þegar sigurhræringurinn úr forkeppninni verður spilaður frá morgni til kvölds, vikum saman, á öllum útvarpsstöðvum af þvílíku offorsi, að bein okkar munu enn vípra lagleysuna þegar þau verða grafin upp af forleifafræðingum eftir 1000 ár.
Brrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr!
![]() |
Nótt og Eldgos áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt 23.1.2011 kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
„Smá mínus Silla“!
22.1.2011 | 21:22
Það gengur bara betur næst strákar!
Áfram Ísland, aldrei neitt annað!
![]() |
Of mörg aulamistök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)