Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2014

Endurunnin hugmyndafræði

Þó útfærslan sé önnur, þá minnir hugmyndafræði Avigdor Liebermann utanríkisráðherra Ísraels, um þjóðhreinsun og brottflutning „óhreinu“ íbúa Ísraels úr landi, óneitanlega á atburði seinni heimsstyrjaldar, þegar „óæðri“ íbúum Þýskalands var smalað þúsundum saman upp í gripaflutningavagna og þeir fluttir á vit örlaga sinna.

 


mbl.is Borgi aröbum fyrir að fara frá Ísrael
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Okur á öllum sviðum.

Nákvæmlega þetta, sem í fréttinni er lýst, gerist um áramótin þegar vörugjöld verða aflögð. Vöruverð mun lítið eða ekkert breytast. Verslanir munu taka ígildi vörugjaldanna að einhverju eða öllu leiti til sín í aukinni álagningu. Það er lögmál í frjálsu íslensku „samkeppnisumhverfi“.

Samkeppni er ekki til á Íslandi, hefur ekki verið og verður aldrei til. Þar ræður Íslensk skammtímahugsun, að hrifsa til sín sem mestu - á sem skemmstum tíma.

Nokkrar verslanir hafa í auglýst „afnám“ vörugjaldanna fyrirfram í því markmiði að trekkja til sín viðskiptin. Ekki hefur verið fylgst með því að svo hafi verið raunin. En ef verslanir geta lækkað verð á einstökum vörum sem nemur vörugjöldunum, þó þær þurfi eftir sem áður að standa á því skil, þá segir það okkur aðeins að álagning viðkomandi verslunar sé of há, a.m.k sem nemur vörugjaldinu.

Það er full þörf á því að taka upp virkt opinbert verðlagseftirlit. Það hefur sýnt sig að á Íslandi hefur óheft frelsi í álagningu og viðskiptum ekki lækkað vöruverð, eins og það „á að gera“ samkvæmt kenningunni, heldur hins gagnstæða, það hefur leitt til grímulauss okurs.

Hvaða stjórnmálaflokkur er umboðsaðili okursins á Íslandi?


mbl.is Álagning á eldsneyti hækkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugaða Hanna lak sér úr landi

vonarstjornur.jpgHugaða Hanna hefur „lekið“ sér úr landi, hlaupist á brott, -á sínum ráðherralaunum, hvað annað? Hún ætlar ekki að sinna ráðherraskyldum sínum, því það hentar henni ekki!

Hugaða Hanna ætlar ekki að bera ábyrgð á innan- ríkisráðuneytinu fram að ráðherraskiptum, frekar en hún gerði fram að því, því það hentar henni ekki!

Hugaða Hanna ætlar ekki að vera viðstödd ráðherraskiptin, því það hentar henni ekki!

Hugaða Hanna ætlar ekki að mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, því það hentar henni ekki!

Hugaða Hanna ætlar ekki að vera viðstödd þegar skýrsla umboðmanns Alþingis verður lögð fyrir þingið og rædd þar, því það hentar henni ekki!

Hugaða Hanna hefur komið skyldum sínum á herðar Ragnheiðar Elínar. Hugaða Hanna gefur öllum fingurinn og hleypur síðan í felur, því það hentar henni, lydduskapurinn er alger!

Hugaða Hanna er enn vonarstjarna margra Sjálfstæðismanna. Hvað segir það?


mbl.is Hanna Birna erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Situr við símann og bíður eftir kallinu

einar_ekki_fo_urbetrungur.jpgEkki þarf að efast um ráðherravilja Einars Guð- finnssonar, hann er fús, meira en fús. Það er alveg óþarfi að blaðamanni MBL.is að láta sem hann viti það ekki.

Einar brann í skinninu að verða ráðherra við myndun þessarar ríkisstjórnar, en fékk ekki og varð voða voða sár. Svo sár, að hann keypti sér rauðan jakka og mætti í honum á þingflokksfund. Einar var þá friðþægður með embætti forseta Alþingis, með því skilyrði að hann fleygði  jakkanum.

Það er næsta víst að Einar hefur ekki haft augun af símanum, síðan hugaða Hanna sagði af sér. Einar situr og bíður eftir kalli formannsins. Við skulum vona þjóðarinnar vegna, að það kall komi ekki.


mbl.is Vilja ákveða nýjan ráðherra í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir eru spaugsamir á RUV

animal_farm.jpgÉg hélt að forsýning á áramótaskaupinu væri hafin áðan þegar flutt var frétt í Sjónvarpsfréttum þess efnis, að þó Hanna Birna hefði sagt af sér embætti innanríkis- ráðherra þá bæri hún ábyrgð á ráðuneytinu þar til nýr ráðherra hafi verið skipaður!

Nú þykir mér skörin farin að færast upp í bekkinn!

Hvernig getur ráðherra, sem er hættur, borið ábyrgð á ráðuneytinu sem hann bar enga ábyrgð á, meðan hann var í embætti? Hanna Birna margítrekaði að hún gæti ómögulega borið ábyrgð á gjörðum undirmanna sinna í ráðuneytinu, ekki einu sinni á sérlegum pólitískum aðstoðarmanni sínum.

Þarf þá að ræða þetta eitthvað frekar?

Ráðherrarnir íslensku minna á tryggingafélögin, hjá þeim eru menn tryggðir fyrir öllu öðru en akkúrat því sem gerðist!


Sjálfstæðisflokkurinn í niðurníðslu

BBBjarni Benediktsson segir að ákvörðun Hönnu Birnu að segja af sér ráðherraembætti geri henni, sem varaformanni flokksins, kleift að sinna flokksstarfinu og innviðum flokksins betur en hún hafi sannarlega gert til þessa. Hún muni hafa til þess meiri tíma, sem óbreyttur þingmaður.

Ekki verður annað skilið af orðum Bjarna en að innra flokksstarf Sjálfstæðisflokknum sé í molum, illa vanrækt af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins.

Þar sem hagsmunir Sjálfstæðisflokksins hafa ætíð vegið þyngra en þarfir þjóðarinnar væri eðlilegast að Bjarni og aðrir ráðherrar flokksins færu að dæmi huguðu Hönnu og segðu af sér ráðherraembættum til að geta gegnt skyldum sínum við flokkshræið af meiri myndarbrag og festu.

Það væri að sönnu þjóðþrifamál að losna við þann rumpulýð frá landsstjórninni sem fyrst.

 


mbl.is Gæti orðið ráðherra á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitískur aumingjaskapur

Hugaða HannaÞegar löngu tímabær afsögn Hönnu Birnu loks kom, var hún ekki sett fram af iðrun og auðmýkt, heldur hroka og fullkomnu iðrunarleysi.

Hanna Birna tók af allan vafa að hún segði ekki af sér af pólitískum ástæðum heldur persónulegum! Af því að allir eru voða, voða vondir við hana, góðu, góðu konuna, gersamlega að ástæðu- lausu. Ekki vottar fyrir iðrun eða yfirbót, hrokinn og bjálfahátturinn bókstaflega flæðir af kerlingunni og út um allt

Hanna Birna klípur síðan höfuðið af skömminni með því að ætla að auki að hlaupa frá skyldum sínum á Alþingi fram yfir áramót.

Hún ætlar með öðrum orðum ekki að axla þá pólitísku ábyrgð sem blasir við öllum nema henni. Hún skríður þess í stað, eins og ónefnt illa þokkað nagdýr, í felur ofaní holu sína. Þar ætlar hún að húka í felum og fullkominni afneitun fram yfir áramót.

Þetta gerir hugaða Hanna auðvitað til að þurfa ekki að standa fyrir máli sínu á Alþingi þegar rædd verður væntanleg skýrsla Umboðsmanns Alþingis um augljós afskipti hennar og grófa íhlutun í rannsókn sakamáls.

Ef þetta er ekki aumur og ljótur pólitískur leikur hjá góðu konunni, þá er það hugtak ekki til.


mbl.is Hanna Birna yfirgaf ráðuneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Stórasta" flopp í heimi

Nú styttist í opinberun einhverra mestu bellibragða Íslandssögunnar þegar skuldir verða látnar hverfa - úr hægri vasanum alla leið yfir í þann vinstri.

Verulega hefur fjarað undan þeirri almennu bjartsýni  sem veitti Framsóknarflokknum brautargengi í síðustu kosningum - út á sín loftbóluloforð.  Almenningur er því ekki vongóður um útkomu skuldatilfærslu ríkisstjórnarinnar enda fátt, eða ekkert, verið uppbyggjandi í því ferli öllu.

Nú er það bara spurningin hvort verkefnisstjórinn Tryggvi Þór Herbertsson komi á óvart eða standi einungis undir þeim væntingum sem til hans eru gerðar – og valdi vonbrigðum.


mbl.is Leiðréttingin kynnt 10. nóvember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stormur í vatnsglasi?

Nei, þetta „byssu“mál á Þórshöfn fer ekki mikið yfir það að vera gola í fingurbjörg, en blásið út til réttlætingar almennum byssuburði lögreglunnar.

Sem, N.B., enginn hagsmunaaðili virðist þó vilja segja hreint út að sé hans skoðun.


mbl.is Byssumaðurinn laus úr haldi lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klárlega heilbrigðismál - að seinka klukkunni

Þing­menn allra flokka hafa lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um að seinka klukk­unni á Íslandi um eina klukku­stund. Tillagan gerir ráð fyrir að áfram verði sami tími allt árið.

Það væri afar skynsamlegt  að seinka klukkunni á Íslandi um eina stund. Flest mælir með þeirri breytingu, fátt í mót. Mesta hagræðið, auk þess að færast af breskum tíma yfir á réttan staðartíma, er að yfir dimmasta tíma ársins færist vinnudagurinn betur inn í birtuna á morgnanna.

Breytingin gæti stuðlað að betra geðheilbrigði hjá æði mörgum sem eiga erfitt í myrkrinu á morgnanna.

 


mbl.is bbbVilja seinka klukkunni um klukkutíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband