Bloggfærslur mánaðarins, desember 2014
Ekkert skaup í ár?
31.12.2014 | 23:23
Veit einhver af hverju Sjónvarpið var ekki með neitt áramótaskaup í ár, varð það niðurskurði að bráð?
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Framsóknarforneskjan
31.12.2014 | 12:50
Embættismanni skal veita lausn frá og með næstu mánaðamótum eftir að hann nær 70 ára aldri. PUNKTUR.
Þannig hljóðar 33.gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og nánara ákvæði í 43.gr. sömu laga. Sigrún Magnúsdóttir varð 70 ára þann 14.júní s.l. Var henni þá þökkuð velunnin störf og hún send heim?
Nei þetta gildir ekki um þingmenn og ráðherra, þeir eru ekki ríkisstarfsmenn heldur þingmenn og á næstu hæð þar fyrir ofan og því undanþegnir flestum kvöðum sem á aðra eru lagðar. Þingmenn fá því ekki spark í rassgatið við sjötugt, bótalaust, eins og almenningur í þessu landi en fá þess í stað gjarnan frekari vegtyllur og eflaust líka Fálkann nældan á boruna, á leynifundi úti á Ólafsstöðum.
Sigrún varð fyrir valinu sem ráðherra, frekar en Vigdís Hauksdóttir, vegna þess að hún hefur í sér sterkari Framsóknarkarakter. Vigdís, þó tæp sé, trúir því t.a.m. ekki eins og Sigrún að erlend matvæli séu eitruð og stórhættuleg heilsu Íslendinga. Svo hefur eflaust þurft að bæta lífeyrisstöðu hennar eitthvað. Þá er ráðherraembætti auðvitað fljótvirkasta leiðin til þess. Allt fyrir ekkert, sem sagt.
Framsóknarforneskjan hefur náð nýjum hæðum í ráðherraliði Framsóknar með innkomu Sigrúnar. Sigrún mun væntanlega hefjast handa að Íslenska náttúruna og eyða trjám og öðrum gróðri af erlendum uppruna. Íslenskt fyrir Íslendinga takk, ef ekki með góðu, þá illu. Það er hinn sanni Framsóknarafdalahofmóður.
Þarf nauðsynlega 2 ráðherra núna í það verk sem einn vann áður? Hvað kostar svo 1 auka ráðherra með aðstoðarliði og öllu á ársgrundvelli? Hvað þurfti að svipta marga atvinnuleysingja bótum sínum núna um áramótin til að fá upp í þann kostnað?
![]() |
Sigrún er formlega ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þessu hefði mátt forða með annarri byssu
31.12.2014 | 07:22
Tveggja ára barn banar móður sinni með byssu. Þetta er fáránleiki Bandarískrar byssu- dýrkunar í hnotskurn.
Samkvæmt þeirri kenningu Bandarískra byssutrúboða, að helsta vörnin gegn byssum séu fleiri byssur, þá vantaði móðurinni aðeins aðra byssu og hún hefði getað varið sig.
Væntanlega verður réttað yfir tveggja ára drengnum sem fullorðnum, eins og títt er þar vestra með unglinga og jafnvel börn.
![]() |
Tveggja ára skaut móður sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Öflugasti talsmaður stjórnarandstöðunnar
29.12.2014 | 06:42
Vigdís Hauksdóttir er hreint mögnuð kona, alger gollmoli.
Enginn stjórnarandstæðingur á Alþingi kemst með tærnar þar sem hún, stjórnarþingmaðurinn, hefur hælana í því að tala niður ríkisstjórnina.
![]() |
Hagsmunaöfl í vegi hagræðingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.12.2014 kl. 08:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Virkar varnir
27.12.2014 | 00:14
Það er opinbert leyndarmál að aðeins ein skipun verður gefin í Danska heraflanum, verði á Danmörku ráðist.
"Við gefumst upp!"
Það er svona her og virkar varnir sem General Bjarnason og aðra álíka furðufugla dreymir um að koma upp á Íslandi.
![]() |
Danski herinn lítill kassi af Lego-kubbum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Komin hefð á spillingu?
26.12.2014 | 13:00
Ekkert nýtt hér á ferð. Segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um orðuveitinguna.
Guðni Ágústsson, formaður orðunefndar (ný skipaður af orðuþeganum), tekur undir með Jóhannesi Þór og segir hefð vera fyrir spillingu á Íslandi.
Óþarfi að breyta því sem gefist hefur vel.
![]() |
Ekkert leyndó í gangi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fálkaorðan - gjaldfelld vara og marklaust snobb
25.12.2014 | 13:44
Sú var eflaust tíðin að það var virðingarvottur og upphefð að vera sæmdur hinni Íslensku Fálkaorðu. En sá tími er löngu liðinn og kemur ekki aftur. Ástæðan er einföld, stórfelld misnotkun á veitingu orðunnar.
Orðunni er dreift frá forsetaembættinu nánast eins og fuglafóður væri. Ráðuneytisstjórar og aðrir tildurembættismenn eru áskrifendur að orðunni. Ekki er nauðsynlegt að hafa til orðunnar unnið, það nægir að hafa átt um hríð jakka á embættisstólbaki á annars mannalausri skrifstofu.
Svo er nóg að rétt snerta á sumum embættum og ding, eitt stykki fálkaorða komin í hús, eins og er með handhafa forsetavalds. Það mætti eflaust spara nokkuð með því að sleppa formlegum snobbferðum til Bessastaða í slíkum tilfellum og láta krossinn einfaldlega fylgja með lyklakippum stjórnvaldsstofnanna.
Með svona ráðslagi á veitingu Fálkaorðunnar eru þeir sem "sæmdir" eru orðunni og hafa virkilega til hennar unnið með framgöngu sinni eða afrekum í þágu þjóðar, gerðir að fíflum.
Í fréttinni er veiting orðunnar til þeirra Sigmundar Davíðs og Einar Kr. Guðfinnssonar réttlætt með upptalningu á öðrum sem fengu orðuna fyrir jafn lítið, eins og t.a.m. Davíð Oddson, Halldór Ásgrímsson, Geir Landsdóm Haarde.
Jóhanna Sigurðardóttir er líka talin upp sem handhafi orðunnar þótt hún hafi, ein allra, sýnt þá reisn að hafna henni. Sem fleiri mættu gera, sem ekki hafa til orðunnar unnið.
![]() |
Sigmundur sæmdur fálkaorðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Gleðileg jól
24.12.2014 | 08:32
Sendi ættingjum, vinum, blogg- vinum og öllum sem heimsótt hafa bloggið mitt á liðnu ári mínar bestu óskir um gleðileg jól gott og farsælt komandi ár.
Kærar þakkir fyrir innlit og athugasemdir á bloggárinu sem er að líða.
Bestu kveðjur,
Axel Jóhann Hallgrímsson.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Munið Sæfara
22.12.2014 | 06:39
Það væri holt fyrir hópinn Horft til framtíðar að hafa í huga að til þess að hafa þokkalega sín til framtíðar er nauðsynlegt að þekkja fortíðina.
Áður en stokkið er til og keypt einhver útlifuð Grísk ferjudrusla fyrir Vestamannaeyinga væri holt að rifja upp kaupin á Grímseyjarferjunni Sæfara og það ævintýri allt.
Í þau kaup var ráðist af mikilli "framsýni". En sá framtíðardraumur varð að martröð þegar raunverulegt ástand flaksins varð ljóst.
Dýr varð sú framtíðarsýn öll.
![]() |
Misvísandi úttektir á grísku ferjunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fátækrahjálp Simma og Bjarna
21.12.2014 | 16:00
Í þessari frétt á vísir.is um nýsamþykkt fjárlagafrum- varp, má glöggt sjá hvaða þjóðfélagshópar það eru sem Sjálfstæðisflokkurinn lætur fjármagna skatta- lækkanir auðmanna.
Það ætti að vera umhugsunarefni fyrir þá kjósendur í þessum þjóð- félagshópi, sem styðja Sjálfstæðisflokkinn, hugsunarlaust, jafnvel kosningar eftir kosningar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)