Banki eða þvottaefni?
20.11.2009 | 18:18
Hvaða orðskrípis nafn er þetta á banka?
Halda mætti að þetta væri heiti á einhverju innfluttu froðu þvottaefni en ekki nafn á Íslenskum banka í ríkiseign.
Þvílík hugmyndaauðgi!
![]() |
Kaupþing í Arion-banka? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bravó Hafró
20.11.2009 | 11:17
Kvótakerfið sem sett var á 1984 til að hindra ofveiði og tryggja vöxt og viðgengi fiskistofnana hefur á 25 árum ekki skilað öðru en nær samfeldum niðurskurði aflaheimilda allan þann tíma.
Nú kemur loksins jákvæð stofnmæling og þá stekkur Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafró, sem hefur haft vondan málstað að verja, hæð sína í loft upp og hrópar á torgum að nú sé kerfið að sanna sig.
Þráhyggju Havró undanfarin ár má líkja við mann sem stekkur út í óveður með þá ætlan að lægja storminn með því að blaka dagblaði upp í vindinn. Þrátt fyrir hetjulega baráttu mannsins herðir veðrið, en þar kemur um síðir að storminn lægir og þá stendur garpurinn keikur og hrópar, hvað sagði ég, þetta svínvirkar.Ég segi nú bara bravó Hafró, bravó.
![]() |
Veiðisamdráttur skilar árangri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hræsni andskotans
9.11.2009 | 21:16
Margt stórmennið, núverandi og fyrrverandi þjóðarleiðtogar ásamt almennum borgurum er saman komið í Berlín til að fagna því að 20 ár eru í dag liðin frá falli Berlínarmúrsins illræmda.
Fall múrsins, sem var tákn kúgunar og harðstjórnar, markaði upphaf nýrra tíma.
En á sama tíma, í dag, er unnið við að reisa annan múr, aðskilnaðarmúrinn í Palestínu, sem eins og múrinn í Berlín, er ætlaður til kúgunar og valdníðslu.
Enginn hreyfir hönd né fót gegn nýja múrnum og hinum kúguðu til varnar, ekki einu sinni fólkið sem nú fagnar sínu frelsi í Berlín.
Og þá ekki þeir sem hvað digurbarkalegast gefa sig út fyrir að vera málsvarar frelsis og mannréttinda og nota þetta tækifæri til að gera sig gilda í Berlín.
![]() |
Tilfinningaþrungin athöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hálfvelgja og hortugheit
9.11.2009 | 13:40
Ég verð að játa að ég skil ekki til hlítar þessa yfirlýsingu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, ef rétt er eftir henni haft.
Það er ljóst að ríkisstjórn Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar daufheyrðist mánuðum saman fyrir hrunið, þótt viðvörunarbjöllur hringdu linnulaust og aðhafðist ekkert til að hindra eða draga úr yfirvofandi áföllum.
Ef skilningur minn á orðum Ingibjargar er réttur þá virðist hún ekki mjög leið yfir þessu aðgerðarleysi sínu heldur því að þjóðin hafi í kjölfarið orðið hamslaus af reiði, því reiðin sé mjög vont afl.
Engu er líkara en Ingibjörg sé að reyna að nálgast afsökunarbeiðni án þess að geta eða vilja stíga skrefið til fulls. Enda er tilgangur slíkrar afsökunarbeiðni óljós þar sem ekki er sjálfgefið að þeir sem á hlýða teljist fulltrúar þjóðarinnar.
Þá er það spurning hvort hortugheit Geirs H. Haarde sé ekki skömminni skárri, hann hefur ekki reynt að nálgast afsökunarbeiðni og ætlar ekki að gera það, að eigin sögn, því hann ber hreinlega ekki ábyrgð á einu eða neinu varðandi efnahagsstjórn landsins undanfarin ár. - Hreinar línur hjá Geir engin hálfvelgja þar á ferð.
![]() |
Ásakar sjálfa sig fyrir að hafa valdið reiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Ástarbrímans fagurmæli
8.11.2009 | 16:47
Það er eins gott að þessari nauðgunarhugmyndafræði skjóti ekki upp kollinum hér á landi.
Þá væri vá fyrir dyrum hjá báðum kynjum og dómskerfið færi gersamlega á hliðina.
Nægur er nú vandinn samt.
![]() |
Bónorð réttlæti ekki kynlíf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Leiftur úr hruni fortíðar.
8.11.2009 | 14:43
Það er ekki ólíklegt að Íslendingar fái svona aðkenningu af fortíðarleiftri eftir 20 til 30 ár og safni þá öllu sem viðkemur hruninu og höfundum þess.
Innrömmuð afskrifuð kúlulánabréf bankastjórnenda, stjórnmálamanna og annarra innmúraðra fjármagnsáskrifenda frjálshyggjunnar föllnu, munu seld dýrum dómum ásamt brjóstmyndum af Geir, Bjarna, Halldóri og Sollu.
Ekkert verður talið of hallærislegt, afdankað eða ómerkilegt geti það kallað fram glæst fortíðarleiftur um hinar föllnu frjálsræðishetjur hvort sem það eru myndir af hálfbyggðum höllum hist og her, útrásarveifur, barmmerki, forsetabréfin eða bara allur pappírinn úr tæturum bankanna.
Ekki þarf að efa að Morgunblaðið muni þá birta um þetta frétt með flennifyrirsögninni Sjálfstæðismanna afurðir aftur í tísku, þ.e.a.s. ef þá verður ekki löngu búið að blessa minningu þess ágæta blaðs.
![]() |
Kommunistavörur aftur í tísku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þjóðsöngur landnámshænsnanna
7.11.2009 | 21:45
Aðdáunarverð þrautseigja.
7.11.2009 | 13:23
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Nýnæmi ef aðkeypt þjónusta kostar ekki neitt.
7.11.2009 | 11:30
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að stóla á mbl.is
6.11.2009 | 23:26
Fréttir | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dæmir Héraðsdómur Suðurlands ekki eftir lögum?
6.11.2009 | 18:45
Love Hurts - Nazareth & The Munich Philharmonic Orchestra
5.11.2009 | 23:51
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Er batnandi mönnum .....?
5.11.2009 | 15:30
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kötlugos lausnin?
4.11.2009 | 22:45
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Kostar það hýðingu að svara í símann?
4.11.2009 | 17:34
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hrunið mikla?
4.11.2009 | 16:03
Af hverju er Sigmundur tekinn út fyrir sviga?
4.11.2009 | 13:16
Hér er Frakki, um rembing, frá derring, til hroka
4.11.2009 | 03:17
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 03:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Litla Hagamúsin
3.11.2009 | 19:55
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvernig má það vera?
3.11.2009 | 15:27