Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Þunnur þrettándi - "gerilsneyddasta" stefnuskrá Íslandssögunnar
22.5.2013 | 18:41
Stefnuskrá verðandi ríkisstjórnar ber sterkan keim úr framsóknarfjósinu, öll mál eru galopin , ekki einungis í báða enda heldur allan hringinn.
Það er slegið í og úr. Kosningaloforðum flokkanna á klárlega að fresta fram að næstu kosningum, til endurbrúks. Kemur ekki á óvart.
Það er ekki nema von að það hafi tekið mennina 3 vikur að semja þetta plagg. Það er ekki hlaupið að því að semja langa stefnuskrá sem er svo gerilsneydd að hún segi nákvæmlega ekki neitt um ekkert.
Menn hafa velt fyrir sér nafni á stjórnina platstjórnin væri við hæfi.
Íslensk þjóðmenning í hávegum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fékk Guðni Th. stjórnarmyndunarumboðið?
2.5.2013 | 07:37
Sigmundur Davíð Framsóknarformaður hefur aðeins haft stjórnarmyndunarumboðið í nokkra klukkutíma en samt eru fjölmiðlar gersamlega að fara á límingunum vegna þess að Sigmundur er ekki búinn að hóa saman stjórninni sem þeir réðu Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing til að mynda fyrir þá.
Guðni hefur mjög gengist upp í því hlutverki að hafa yfir umsjón sem stjórnarmyndunarviðræðum, spá í hjartslátt og andardrátt formanns Framsóknar, hvert orð hans og gjörð. Nær væri fyrir Guðna og fjölmiðla að taka hjartalínurit af formanni Sjálfstæðisflokksins sem nötrar af ótta yfir pólitískri framtíð sinni að verða aldrei forsætisráðherra eins og hann var borinn til að verða.
Þangað til forsetinn kallar Guðna á sinn fund og felur honum formlega stjórnarmyndun væri rétt að hann og fjölmiðlar önduðu með nefinu í nokkra daga og leyfðu formanni Framsóknarflokksins að vinna í friði og viðhafa það verklag við stjórnarmyndunina sem hann sjálfur kýs.
Segir Sigmund leggja ákveðnar línur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þjóðin á þetta svo skilið
28.4.2013 | 10:30
Það er engum blöðum um það að fletta að þrír flokkar eru fyrst og fremst sigurvegar kosninganna, Framsókn, Píratar og Björt framtíð. Allir aðrir tapa á einn eða annan hátt. Ólafur Ragnar þarf því ekki að velta hlutunum lengi fyrir sér, hann á aðeins einn kost. Hann hlýtur að kalla Sigmund Davíð á sinn fund og fela honum umboðið til stjórnarmyndundar.
Þó Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið aðeins meira fylgi en Framsókn á landsvísu í prósentum talið, þá er fráleitt að kalla uppskeru flokksins einhvern sigur. Ríkisstjórnin tapaði samtals 18 þingmönnum en Sjálfstæðisflokknum tekst aðeins að bæta við sig 3 þingsætum.
Við þær kjöraðstæður sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði til fylgisaukningar, getur uppskeran ekki talist annað en hrein niðurlæging og útkoma flokksins núna jafnvel enn meiri sneypa en úrslitin 2009.
Í ljósi kosningaúrslitanna, útkomu nýrra framboða, þá er deginum ljósara að lækka þarf 5% fylgisþröskuldinn verulega, niður í 1,5 til 2%. En ég sé það samt ekki gerast í þeirri helmingaskiptapólitík sem upp er runnin, þessi hindrun nýrra framboða var sett af fjórflokknum, þeim sjálfum til varnar.
Fátt bendir til annars en stórslysastjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sé það sem koma skal. Lítil ástæða er til fagnaðarláta eða hamingjuóska af því tilefni. Hætt er við að mörgum muni þykja þröngt fyrir sínum dyrum þegar sú stjórn tekur að útdeila sínu réttlæti.
Þjóðin átti völina - nú á hún kvölina. Hún á þessa stjórn fyllilega skilið.
Verði okkur að góðu!
Geta myndað stjórn með 51% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Lítið gleður vesæla
27.4.2013 | 23:50
Framsóknarflokkurinn er ótvíræður sigurvegari kosninganna. Því verður ekki á móti mælt að Samfylkingin fær skelfilega útreið. Því var látlaust haldið fram af stjórnarandstöðunni í kosningabaráttunni að Björt framtíð væri útibú frá Samfylkingunni. Ef þeir halda því enn fram þá er sameiginleg útkoma flokkana hreint ekki sem verst.
En hvernig sem því líður þá er Samfylkingin ekki sá flokkur sem fær verstu útreið kosninganna. Sjálfstæðisflokkurinn er ótvírætt flokkurinn sem fær háðunglegustu útkomuna.
Við kjöraðstæður, eftir 4 ár í stjórnarandstöðu, við mestu efnahagsþrengingar Íslandssögunnar, aðstæður sem höfðu alla burði til að færa Sjálfstæðisflokknum, rétt eins og Framsóknarflokknum, glæsilega kosningu, þá virðist Sjálfstæðisflokkurinn rétt ætla að slefa yfir það fylgi sem hann fékk í síðustu kosningum, sem var langversta útreið flokksins frá upphafi.
Svo kalla fíflin þetta sigur og formaðurinn, sem veit ekki hvort hann er að koma eða fara, er þakklátur og ánægður, ja-hérna.
Viljum vera leiðandi flokkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stéttarfélag gangstera
24.4.2013 | 20:23
Samkvæmt 4. gr laga um kosningar til alþingis eru allir kjörgengir til Alþingis sem hafa kosningarétt, nema tveir hópar manna. Fyrri hópurinn eru þeir sem hafa flekkað mannorð og hinn hópurinn eru Hæstaréttardómarar, þessir hópar eru lagðir að jöfnu. Ég legg það í mat hvers og eins hvernig á því stendur.
Frægt er þegar handhafar forsetavalds, sjálfstæðismennirnir Geir Haarde forsætisráðherra, Sólveig Pétursdóttir forseti Alþingis og Gunnlaugur Claessen forseti Hæstaréttar misnotuðu vald sitt í fjarveru forsetans og endurreistu "æru" rummungsins Árna Johnsen svo hann gæti aftur gengið í sitt stéttarfélag, þingflokk Sjálfstæðisflokksins.
Gunnar Örlyngsson þingmaður Frjálslindaflokksins missteig sig eitthvað á svellinu og hlaut tveggja mánaða fangelsisdóm, sem hann sat afsér. Hann hélt þingsæti sínu því hann taldist, þrátt fyrir dóminn, hafa óflekkað mannorð, þar sem mannorðið glatast ekki fyrr en við 4 mánaða fangelsi.
Þegar Gunnar snéri aftur á þing, sté í pontu Davíð nokkur Oddson og hélt innblásna vandlætingarræðu þar sem hann gerði endurkomu Gunnars að umtalsefni og taldi óhæfu mikla að tukthúslimir vanvirtu hið háa Alþingi með nærveru sinni. Slíkir ættu að sjá sóma sinn og hypja sig svo þingið mætti halda virðingu sinni.
Einhverjum vikum seinna sagði Gunnar sig úr Frjálslindaflokknum og gekk í Sjálfstæðisflokkinn. Hver beið þá innan við dyrnar á þingflokksherbergi Sjálfstæðisflokksins með útbreiddan faðminn til að bjóða glæpamanninn velkominn í hóp jafningja, annar en Davíð Oddson!
Glæponar eru nefnilega illa séðir nema þeir séu fullgildir meðlimir í réttu stéttarfélagi.
Óflekkað mannorð þarf á þing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bjarni Ben lýsir skoðun sinni af fullkominni einlægni.
23.4.2013 | 20:05
Margir hafa orðið til þess að gagnrýna Bjarna Benediktsson fyrir þau orð sem hann lét falla í meðfylgjandi myndbandi, um vesalings ríka fólkið sem er illa haldið og býr við verulega skert kjör vegna tekjuskerðingar í kjölfar hrunsins.
Það er ekki hægt að hnýta í Bjarna fyrir þetta. Þetta er einfaldlega hans innsta sannfæring, kjarninn í hans hugmyndafræði og því sagt í fullkominni einlægni. Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn hafa auðvitað fullan rétt á slíkri skoðun og stefnu.
Það er hinsvegar stóra spurningin hvort það er af klárri heimsku eða hreinni vorkunnsemi sem fjöldin allur af lágtekjufólki ætlar að skerða enn frekar eigin kjör með því að greiða Bjarna og Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt, svo þeir geti komið bágstöddum auðmönnum til bjargar og betri lífskjara.
Ekki nauðsyn á meiri skattahækkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.4.2013 kl. 07:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vændislaust Ísland! - Er óneitanlega dulítið Framsóknarlegt markmið
19.4.2013 | 16:08
Það eina sem þarf til að gera Ísland að vændislausu landi er að Framsóknarflokkurinn taki málið upp á sína arma og geri það að kosningamáli. Framsóknarflokkurinn hefur aldrei verið feiminn að lofa óframkvæmalegum hlutum.
Framsóknarflokkurinn lofaði okkur t.a.m. vímuefnalausu Íslandi árið 2000. Framsókn afgreiddi það kosningaloforð á sama hátt og önnur slík, jafnan. No problemo!
Allsherjar Framsókn Íslands er að hefjast, góðir hálsar. Við erum ekki að tala um einhvern skitinn Framsóknar áratug framundan, nú tölum við í öldum. Framsóknar öldin er að ganga í garð.
Verði okkur að góðu!
Tekst Íslandi að útrýma vændi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þeir sletta skyrinu sem eiga það
18.4.2013 | 20:18
Faðir Sigmundar Davíðs, Gunnlaugur M. Sigmundsson sem eignaðist Kögun með óútskýrðum Framsóknar aðferðum, sletti skyrinu eins og hann ætti það þegar hann veittist með fúkyrðum og skömmum að Teiti Atlasyni í Hörpu í morgun.
Gunnlaugur hafði sem kunnugt er ekki erindi sem erfiði þegar hann stefndi Teiti fyrir skrif hans um Kögunar pestina. Héraðsdómur hafnaði kröfu Gunnlaugs að múlbinda sannleikann og vísaði henni til föðurhúsanna.
Gunnlaugur er því eðlilega fúll.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hugsað upphátt!
5.4.2013 | 08:56
Helsti galli og veikleiki ríkisstjórna á Íslandi hefur verið sá að þær hafa verið samsteypustjórnir tveggja eða fleiri flokka. Þannig ríkisstjórn verður aldrei annað bræðingur af stefnu þeirra flokka sem hana mynda, málamiðlun. Fyrir vikið hefur málefnasamningur ríkisstjórna oft orðið hvorki fugl né fiskur.
Ef marka má skoðanakannanir þá hyllir jafnvel undir hreinan meirihluta Framsóknar á Alþingi. Þó ég sé ekki stuðningsmaður Framsóknar þá finnst mér þetta vera, af framansögðu, bæði spennandi og áhugavert.
Nái einn flokkur meirihluta á Alþingi, verður stefna ríkisstjórnarinnar hrein, enginn bræðingur, engin málamiðlun. Ríkisstjórnarflokkurinn framkvæmir sína stefnu ómengaða og þyrfti ekki að fórna kosningaloforðum á altari málamiðlana og bæri þá einn ábyrgð á framkvæmdinni og árangrinum.
Það vaknar hjá mér sú spurning hvort ég ætti ekki að brjóta odd af oflæti mínu, slá til og kjósa Framsókn, geti það orðið til þess að fá fyrstu meirihlutastjórn eins flokks í lýðveldissögunni.
Því ekki? Allt er betra en Íhaldið!
Það skemmir svo ekki hugmyndina að með meirihluta Framsóknar og innanvið 17% fylgi Íhaldsins yrði niðurlæging þeirrar meinsemdar alger.
Framsókn fengi 40% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Höfuðlaus her
4.4.2013 | 18:26
Það hlýtur að nálgast hámark heimskunnar að vera með lögheimili erlendis og vera ekki kjörgengur en ætla samt að leiða framboðslista hér á landi.
Kjósendur hljóta að spyrja sig hvernig limirnir séu, ef svona er höfuðið.
En þetta breytir engu fyrir Guðmund Franklín persónulega, líkur hans að komast á þing eru nákvæmlega þær sömu eftir sem áður.
Þetta er auðvitað bölvað klúður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)