Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Þráinn baðst afsökunar
9.5.2011 | 15:31
Þráinn Bertelsson hefur beðist afsökunar á orðum sínum!
Taki þær það til sín sem eiga!
![]() |
Bað kýrnar afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimskan á sér greinilega engin „landamæri“
9.5.2011 | 10:09
Ég hélt að þessi aumingja maður Mehdi Kavyan Poor, sem ætlaði að hita upp húsakynni Rauða Krossins, ætti bágt. En hans bágindi eru hégómi einn miðað við þá sálfræðilegu kreppu sem virðast hrjá samtökin No Borders, hvaða fyrirbrigði sem það svo er.
Þessi samtök virðast telja það sjálfsagt að menn labbi sér inn hvar sem þurfa þykir, helli yfir sig bensíni með hótunum um íkveikju með tilheyrandi eignaspjöllum, svo ekki sé talað um ógn við líf og limi nærstadda og halda því svo fram að viðkomandi beri ekki nokkra ábyrgð á gjörðum sínum, það geri aðrir.
Slíkt getur aldrei flokkast undir heimsókn, eins og þessi undarlegu samtök halda fram, heldur er það hrein og klár árás á alla sem í húsinu voru. Samtökin halda því fram að engin sprengihætta hafi verið á ferðum. Eru þau tilbúin að sanna þá kenningu sína, með því að hella bensíni á gólfið á næsta félagsfundi sínum, bíða smástund og kveikja svo á eldspýtu?
Manninum hafði verið synjað um landvistarleyfi, en með lögfræðiklækjum hefur máli hans endalaust verið beint inn á nýjar brautir og dregið á langinn, of lengi, því neitar enginn.
Glæpur Útlendingastofnunar í þessu máli virðist helst sá að hafa ekki fylgt eftir fyrri ákvörðun um brottvísun Mehdi, sem hefur með framferði sínu, enn um hríð, framlengt landvist sína á Íslandi fjarri vinum og fjölskyldu.
![]() |
Fái varanlegt hæli á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Enn og aftur á að hengja boðbera „válegra“ tíðinda
9.5.2011 | 07:42
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Ragnheiður Elín Árnadóttir geta kannski lítið að því gert hvernig þær eru af guði gerðar, en af hverju á Þráinn Bertelsson að biðjast afsökunar á því?
Sagði Þráinn nokkuð annað en það sem flestir hafa hugsað fram að þessu?
Það er svo álitamál hvort það breyti nokkru þó Þingvallanefndin sem slík verði í klakaböndum einhverja hríð. Þingvellir voru á sínum stað fyrir tíma þessarar snobbnefndar og verða það eflaust áfram löngu efir að nefndin verður öllum gleymd og grafin.
![]() |
Óstarfhæf nefnd án afsökunarbeiðni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Hvernig er það...
7.5.2011 | 22:38
...þarf alltaf að biðjast afsökunar á sannleikanum, á Íslandi, ef hann er sár?
![]() |
Bókun hefur ekki borist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Engar mannfórnir takk!
7.5.2011 | 06:49
Landsbyggðarfólk hefur haft af því miklar áhyggjur, eðlilega, verði Reykjavíkurflugvöllur lagður niður og innanlandsflugið flutt alfarið til Keflavíkur. Mestar hafa áhyggjur fólks verið tengdar sjúkraflugi af landsbyggðinni til Reykjavíkur og við brotthvarf flugvallarins yrði rofið það öryggi, sem nálægð Landsspítalans við hann óneitan- lega er sjúklingum.
En það er ein hugmynd sem ekki hefur komið upp, svo ég viti, varðandi hugmyndir um brotthvarf flugvallarins úr Vatnsmýrinni, sem gæti leyst þetta vandamál og gott ef ekki önnur vandamál í leiðinni.
Flytjum einfaldlega Landsspítalann jafnhliða innanlandsfluginu til Keflavíkurflugvallar. Það ætti að vera auðveldara og þægilegra að byggja nýtt hátæknisjúkrahús þar í víðerninu en í plássleysinu og þrengslunum við Hringbrautina.
Talsmenn þess að Reykjavíkurflugvöllur víki og miðstöð innanlandsflugsins verði í Keflavík hafa hamrað á því hve stuttan tíma það taki að skjótast milli flugvallarins og höfuðborgarinnar eftir Reykjanesbrautinni. Það taki jafnvel styttri tíma að skjótast þaðan á Landsspítalann, en úr sumum hverfum borgarinnar!
Flutningur á Landsspítalanum til Kefla- víkurflugvallar ætti því að vera Reykjavíkingum fagnaðar efni, vitandi að það tæki eftir breytinguna styttri tíma að rúlla þeim eftir Reykjanesbrautinni á sjúkrahúsið á Keflavíkurflugvelli en hossast með þá stórslasaða eða deyjandi innan borgarinnar niður á gamla Landsspítala.
![]() |
Mannfórnir færðar ef flugvöllurinn fer |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Að standa í lappirnar
5.5.2011 | 23:41
Það er athyglisvert að þrjú aðildarfélög ASÍ eiga ekki aðild að þessum stórkostlegu samningum.
Það eru þau félög sem hafa menn í forystu sem hafa dug og þor til að standa í lappirnar og vilja til að vinna þá vinnu sem umbjóðendur þeirra fólu þeim.
Ég hef sjaldan orðið jafn hissa á nokkru viðtali og því sem tekið var við Ólaf Darra Andrason hagfræðing ASÍ þar sem hann útskýrði samningana og forsendur þeirra.
Þessi HAGFRÆÐINGUR ASÍ talaði nákvæmlega eins og þar færi Vilhjálmur Egilsson enda hafði hann höfuðáhyggjur af þeim fónum sem hagkerfið væri að færa til launahækkana og þeim fórnum sem þeir væru að færa til að viðhalda stöðuleikanum! Hvaða þeir?
Hverskonar andskotans mannleysur og Quislinga hafa launþegar þessa lands virkilega kosið til forystu og til að gæta sinna hagsmuna? Er þessi hagfræðings nefna næsti erfðaprinsinn í hagfræðingaröðinni í forsetastól ASÍ?
Það verður ábyggilega dansaður hrunadans andskotans í höfuðstöfðum SA í kvöld af fögnuði yfir þessum samningi og viðhengjum hans. Þar verður án efa glösum lyft og skálað fyrir ASÍ forystunni, sem hefur sannarlega til þess unnið.
![]() |
Þrjú ASÍ félög sömdu ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.5.2011 kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Litlu sem engu fagnað með vöfflum
4.5.2011 | 20:41
Það styttist víst í vöfflubakstur í húsakynnum ríkissáttasemjara, sem er hefðbundin staðfesting á að samningar hafi tekist.
Þá fagna gerðum samningum, forkólfar ASÍ annarsvegar, sem geta þá aftur tekið lífinu með ró á góðum launum á sínum verndaða vinnustað og hinsvegar fulltrúar atvinnulífsins sem glotta við tönn og þakka guði fyrir sérlega slappa og auma viðsemjendur sína.
Þeir einu sem ekki fagna eru umbjóðendur lélegustu forystu ASÍ allra tíma, launþegarnir, sem harma hlutinn sinn, lítinn og rýran og engar fá þeir vöfflurnar, þær éta aðrir.
![]() |
Styttist í vöfflubakstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú kemur aftur til kasta Teits og Siggu
2.5.2011 | 21:23
Nú er innanríkisráðherra vandi á höndum, ljóst er af fyrri málum sama eðlis að sama er hvað ráðherrann gerir, ákvörðun hans verður rökkuð niður og hann sakaður um valdníðslu, pólitíska embættisveitingu og það sem er verst af öllu, brot á jafnréttislöggjöfinni.
Beinast liggur auðvitað við að ráðherrann fari eftir niðurstöðu dómnefndarinnar og skipi annað hvort Eirík eða Þorgeir í embætti Hæstaréttardómara.
En þá kærir konan, sem er að mati matsnefndarinnar í lakari hópnum, og þá kemur til kasta kærunefndar jafnréttismála, sem kemst auðvitað að þeirri eðlilegu niðurstöðu, nú eins og áður, að þar sem Eiríkur eða Þorgeir hafi hvorugur píku, hafi gróflega verið á kærandanum, konunni, brotið í hæfnismatinu og í framhaldinu skipun í embættið.
Getur jafnréttið orðið betra?
![]() |
Eiríkur og Þorgeir hæfastir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Forysta á rauðu ljósi.
1.5.2011 | 17:57
Vonandi les varaforseti ASÍ rétt úr því þakklæti sem þátttakendur í baráttufundinum á Austurvelli komu á framfæri , undir ræðu hennar, fyrir óeigingjörn störf ASÍ forystunnar að bættum hag Íslenskrar alþýðu.
Varaforsetinn mun án efa koma þakklætinu áfram til forseta síns, sem valdi að vera að heiman í dag.
Ekki þarf að efa að forseti ASÍ mun leggja hagfræðilegt mat á skilaboðin og gera af þeim heilu haugana af línu-, súlu- og kökuritum, svo hann geti á sannfærandi hátt misskilið gersamlega innihald þeirra.
![]() |
Kveikti á neyðarblysi við ræðupallinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Til hamingju með daginn Íslendingar!
1.5.2011 | 08:59
Fram, þjáðir menn í þúsund löndum,
sem þekkið skortsins glímutök!
Nú bárur frelsis brotna á ströndum,
boða kúgunar ragnarök.
Fúnar stoðir burtu vér brjótum!
Bræður! Fylkjum liði í dag -
Vér bárum fjötra en brátt við hljótum
að byggja réttlátt þjóðfélag.
Þó að framtíð sé falin,
grípum geirinn í hönd,
því Internationalinn
mun tengja strönd við strönd.
![]() |
1. maí fagnað um land allt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)