Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Kynþátta- og kynjakvótar, hvorutveggja er hneyksli.
30.4.2011 | 12:02
Hneyksli kalla þeir það í Frakklandi þegar uppvíst varð að forsvarsmenn knattspyrnusambandsins höfðu sett á kynþáttakvóta til að þvinga fram þá kynþáttaskiptingu í fótboltanum, sem væri þeim þóknanleg.
Hver er hinn hugmyndafræðilegi munur á kynþáttakvóta og kynjakvóta? Ég kem ekki auga á hann í fljótu bragði. Kynjakvótanum Íslenska er ætlað, rétt eins og kynþáttakvótanum franska, að þvinga fram ákveðna niðurstöðu, hvort sem hún er raunhæf eða ekki, hvort sem hún skilar betra liði eða ekki.
Þess verður örugglega skammt að bíða að Íslenskar femínistabullur setji fram þá eðlilegu kröfu að hlutfall karla í karlalandsliðum Íslenskum fari aldrei yfir 50%.
![]() |
Settu kynþáttakvóta á unga leikmenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Verður þessu fiskveiðikerfi andskotans gefið lengra líf?
29.4.2011 | 13:33
Það eru auðvitað viss batamerki að SA, fyrir hönd LÍÚ, séu loks að viðurkenna að ekki standi til að leggja útgerð á Íslandi niður, eins og málflutningur þeirra allur fram að þessu hefur borið með sér.
En því er ekki að neita að vissan ugg setur að mér að lendingin í sjávarútvegsmálunum verði hvorki fugl né fiskur og muni ekki opna þetta kerfi andskotans að neinu marki, úr því SA hafa dregið úr djöflagangi sínum fyrir hönd LÍÚ.
Verði það raunin, er þá ekki kominn tími til að hleypa árans íhaldinu að stjórn landsins, við þurfum þá ekki að byggja upp væntingar um það sem aldrei verður.
![]() |
Rekstrarskilyrðin verði tryggð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Æ sér gjöf til gjalda
28.4.2011 | 12:57
Hvernig ætlar Guðlaugur Þór Þórðarson að færa rök fyrir meintum meiðyrðum samþingmanns síns fyrir dómi nema að kalla til vitnis þá sem styrktu hann? Guðlaugur hefur einmitt borið við trúnaði við þessa styrkveitendur, í tregðu sinni að upplýsa um styrkjamálin, sem hann hefur viljað halda sem mest í skugganum.
Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að styrkveitendur Guðlaugs mæti fyrir dóm og greini þar frá styrkjunum í smáatriðum, upphæðum þeirra og þeim væntingum sem við þá voru bundnar.
Þeir eru til, en eru ekki margir, sem trúa því í einlægni að menn gefi milljónir í kosningasjóði frambjóðenda af þeirri ástæðu einni að þeir telji þingmannsefnið svo dæmalaust góða sál. Ástæðan er miklu frekar hin gagnstæða.
Í þessu sambandi gildir einu hver frambjóðandinn er, hvers kyns og hvaða flokki hann tilheyrir, verknaðurinn og tilgangurinn er sá sami.
Nei Guðlaugur fer ekki í mál, þá þyrfti hann að leggja allt á borðið, upplýsa styrkveitingarnar í heild sinni, hann hefur síst meiri áhuga á því nú en áður, því þá gæti hann þurft að axla ábyrgð.
Þetta er vanhugsuð innantóm hótun, sem snýst í höndum Guðlaugs og verður til þess eins að vekja aftur upp umræðu um málið og orðið, sem ekki mátti nefna.
![]() |
Krefst afsökunarbeiðni frá þingmanni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Verkföll í boði LÍÚ
27.4.2011 | 17:25
Það stefnir allt í allsherjarverkfall á þessum síðustu og verstu tímum, allt í boði LÍÚ mafíunnar.
![]() |
Verkföll upp úr 20. maí? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Iðrast ekki verkalýðurinn núna, sem kaus gunguna Gylfa yfir sig?
26.4.2011 | 22:46
Eftir hverju eru menn að bíða hjá ASÍ með aðgerðir, er eitthvað sem bíður sér til batnaðar í þessum bjána sirkus? Ef menn eru að bíða þar eftir því að jólin verði framvegis í júlí, er það eflaust tímasóun.
Það eru ekkert annað en verkfallsaðgerðir, og það strax, sem duga á þetta bölvaða SA pakk. Þeir komu vísvitandi fram með kröfur sem viðsemjendur þeirra geta á engan hátt orðið við eða kemur þeim yfir höfuð við.
Hvað ætli aðal asna höfuðið hjá ASÍ, þurfi langan tíma til að velta því fyrir sér, komi SA með þá kröfu að samningar geti aðeins tekist ef ríkisstjórnin snúi bakhlið tunglsins að Jörðu? Ætli hann þurfi dag, viku eða eina Gylfa ævi?
En Gylfi er ekki mesti bjáninn í þessu dæmi, það eru þeir sem kusu hann yfir sig og verkalýðinn í þessu landi.
Þeirra skömm mun uppi meðan land byggist!
![]() |
Undirbúa verkfallsaðgerðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Menn eiga víst að berja sínar konur, ekki annarra!
26.4.2011 | 17:41
Það kann ekki góðri lukku að stýra að berja annarra manna konur.
Þetta hefði auðvitað ekki verið stórmál, þarna í Eyjum, og vart í frásögur færandi, hvað þá haft eftirmála, hefði maðurinn aðeins asnast til halda sér við sinn leist og látið sér nægja að berja sína eigin konu, svona að sjómannasið, eins og upprisni eyja-þingmaðurinn sagði.
![]() |
Fór konuvillt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Frjálslyndir lýðræðisgræningjar
24.4.2011 | 20:32
Það hefur ekki farið framhjá neinum að sjálfstæðismenn hafa nánast ælt lifur og lungum í ákafa sínum að mæra þremenningana Atla, Ásmund og Lilju fyrir andspyrnuna innan VG og svo ekki hvað síst fyrir liðhlaupið.
Ekki hefur hrifning sjallana verið minni yfir fréttum af líklegri flokksstofnun þeirra Gísla, Eiríks og Helga, Ásmundar, Atla og Lilju.
Það verður gaman að fylgjast með framhaldinu þegar aðdáendur þremenningana fara að streyma úr Sjálfstæðisflokknum til liðs við hinn nýja iðgræna frjálslynda lýðræðisflokk.
![]() |
Stofna væntanlega þingflokk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Taser draumurinn
22.4.2011 | 23:22
Það er draumur sumra hérlendra lögreglumanna og vopnóðra manna á hægri væng stjórnmálana að Íslenska lögreglan verði búin þessum Taser byssum.
Þessi frétt er nákvæm lýsing á því sem óhjákvæmilega mun hljótast af þeirri rugl hugmynd.
Látum það ekki gerast.
![]() |
Lést eftir Taser-rafstuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Er Ólafur ekki búinn að undirrita lögin?
21.4.2011 | 15:37
Hægt gengur þessi undirskriftasöfnun gegn fjölmiðlalögunum eðlilega, enda málið rýrt, lítið og léttvægt. Undirskrifta söfnun þessi snýst aðallega um þá staðreynd að útvarpsstjóra Útvarps Sögu, Arnþrúði Karlsdóttur, finnst það ósvífni að hún, sem eigandi og stjórnandi útvarpstöðvar, eigi samkvæmt lögunum að bera ábyrgð á því efni sem sent er út á stöðinni. (Hennar eigin orð!)
Fáir, ef nokkrir, hafa andskotast af meiri ákefð gegn ESB og EES en einmitt Útvarp Saga. Þar er engu tækifæri úr hendi sleppt að ausa öllum tiltækum óþverra í þágu málstaðarins og tilgangurinn látinn helga meðulin.
Það er því býsna broslegt, svo ekki sé meira sagt, að "aðal röksemdin" gegn lögunum, eins og segir í textanum á fjölmiðlalög.is, sé að þau brjóti gegn EES samningnum!
Við skulum vona að við berum gæfu til þess að loka ekki þeim glugga, sem forsetinn opnaði með því að virkja 26.gr. stjórnarskrárinnar, með því að fara í tíma og ótíma af stað með undirskriftasöfnun um jafn ómerkilegt mál og þetta.
![]() |
3.700 undirskriftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hæfir kjaftur skel
21.4.2011 | 13:26
Björn karlinn Bjarnason er sennilega gleggsta dæmið um seinni tíma stjórnmálamann, sem manna best veit hve misheppnaður hann er á allan hátt, verklega sem hugmyndafræðilega, en getur ekki horfst í augu við veruleikann. Til að fela það, bæði fyrir sér og öðrum, flæða frá Birni ritgerðir og pistlar, sem eru hvorutveggja í senn hugmyndafræðilegir geldingar og fáránleikinn uppmálaður.
Sé eitthvað er til marks um málefnalegt skipbrot Morgunblaðsins umfram annað, er það sú árátta blaðsins að taka nánast öll skrif Björns Bjarnasonar og gera að stórfrétt, rétt eins og Kristur sjálfur væri endurborinn. Hæfir þar kjaftur skel.
![]() |
Segir Moody's hafa lagst á sveif með já-mönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)