Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Gimsteinn í Návígi

Jóhannes Kristjánsson, eftirherma, var sjálfum sér líkur, dásamlegur og gleðigjafinn sjálfur út í eitt í þætti Þórhalls Gunnarssonar, Návígi á RUV,  í kvöld sem leið.

Sú skelfilega þrautarganga sem Jóhannes gekk í gegnum hefur blessunarlega ekki svipt hann í neinu af hans dásamlega eiginleika að geta skemmt öðrum á sinn fallega og góða hátt.

Jóhannes er þjóðareign, því er mikilvægt að þjóðin fari vel með þennan dýrgrip sinn, hlúi að honum og verndi, svo hann verði okkar sem lengst.

Þetta er væmið, ég veit það, en satt.

  


Pólitískar geldingar

geldingHeyrst hefur, að gífurleg eftirspurn muni vera þessa dagana, í N-Vesturkjördæmi, eftir  geldingatöngum þeim sem  Ásmundur Einar flytur inn örlítið  á skjön við anda laga.

Þar sem haustið er helsti tími téðra verkfæra, velta menn því eðlilega fyrir sér, hver sé ástæða vinsælda þeirra í N-Vesturkjördæmi einmitt núna.


mbl.is Skora á Ásmund Einar að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmigerð ekkifrétt

Þetta er algerlega fréttlaus frétt, þetta vita allir.

 


mbl.is Tekur ekki ákvarðanir út frá vinsældum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB veikin

Landhelgisgæslan hefur ákveðið að leigja varðskipið Tý til Frontex í ár líkt og gert var með Ægi í fyrra. Undirbúningur þess er hafinn, m.a. hafa fánalitir ESB verið málaðir á síður skipsins. Það er eins og við manninn mælt, upp spretta bloggarar sem hatast út í ESB án þess að vita af hverju, ærast og fara gersamlega á límingunum.

Undarlegar eru þær margar færslunnar og  þær hugrenningar sem þar eru settar fram.

Einn skrifar; ég brenni þennan fána ef ég kemst í tæri við hann“.  

Annar skrifar; Allt á að vera "MERKT" ESB hvenær verður stjórnarráðið málað???????“

Sá þriðji segir; Má ég ennþá nota íslenska fánann“?

Sá fjórði veltir fyrir sér;hver greiði fyrir málninguna á skipið“ ?

Sá fimmti segir; að þessi leið sé eins og að strá salti í svöðusár þjóðarinnar í kjölfar hrunsins“. Máli sínu til stuðnings sýnir hann svo myndband af söng kórs Rauðahersins, en það gerir hann alltaf þegar mikið liggur við, enda einlægur aðdáandi "broddborgaralegs" efnisvals kórsins.

Svo kemur rúsínan í pylsuendanum þegar sá fimmti skrifar; Landhelgisgæsluna setur stórlega niður fyrir að leyfa þennan skaðræðis verknað. Spurning um að fara að næturlagi og mála bara yfir þessa ómynd. Getur einhver reddað helling af grárri skipamálningu“.

Þessi víðáttu viðkvæmi jaðrar við móðursýki. Þar sem skipið hefur verið leigt og eðlilegt er að það sé málað í litum leigjandans. Er það ekki venjan þegar Íslendingar leigja t.d. flugvélar af erlendum félögum, ekkert skammarlegt við það, eða er það? Ætli þeim hefði liðið betur ef málað hefði verið merki Bandarísku strandgæslunnar á síður skipsins?

Allir vildu hinsvegar að skipið yrði frekar við störf á Íslandsmiðum, en á því er ekki kostur. Það er því ill skárra  að fara þessa leið en að leggja skipinu og fækka mannskap. Kannski hefðu þeir sem missa í buxurnar yfir þessu, frekar viljað það, en víst er að þeir hefðu ekki látið það óátalið og örugglega fundið því líka tengingu við ESB umsóknina.

Engum þessara viðkvæmu manna,  datt í hug að minnast á það jákvæðasta í fréttinni. Sem var að í stað uppsagna var hægt að ráða viðbótarmannskap og síðast en ekki síst að mikil ánægja hefði verið með frammistöðu varðskipsins Ægis og flugvél Landhelgisgæslunnar og áhafna þeirra í verkefninu í fyrra.

Það gleður mig að minnsta kosti.

 


mbl.is Fáni ESB á varðskipinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hægt að lækna græðgi með stofnfrumum?

Það er talin álitlegur kostur að starfsmenn við kjarnorkuverið í Fukushima í Japan láti taka úr sér stofnfrumur og geyma ef þeir kynnu síðar að þurfa á þeim að halda til lækninga, vegna geislunar.

Þá vaknaði spurningin hvort LÍÚ mafían gæti ekki gert það sama, látið taka úr sér stofnfrumur í þeim tilgangi að forða sér síðar frá tortímingu, en við nánari skoðun varð ljóst að LÍÚ mafían væri þegar of langt leidd af græðgisvæðingunni til að henni yrði bjargað.

Sorglegt, ekki satt?


mbl.is Vilja geyma stofnfrumur úr starfsmönnum Fukushima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjaftshögg fyrir SA

Það er þá hægt eftir allt saman að gera kjarasamninga, án þess að fyrir liggi skilyrðislaust kvótaafsal frá ríkisstjórninni.

skötuselur2Þetta hlýtur að vera áfall fyrir SA sem hafa sagt gerð kjarasamninga við launafólk ekki mögulega nema fyrir liggi sú lausn í sjáaútvegsmálunum sem þeir krefjast.

Ætli minnki ekki, við þetta, kjafturinn á SA og LÍÚ mafíunni? 

Það er örugglega annasamt á salernunum í húsakynnum SA, þessa stundina. 


mbl.is Sömdu við Becromal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málamynda kjarabætur

Undarlegar eru þær þessar eingreiðslur sem í auknum mæli hafa tröllriðið samningagerð upp á síðkastið. Það er ekki skrítið að SA –Samtök arðræningja- skuli vilja notast við eingreiðslu aðferðina, þannig þarf ekki að hækka launa taxtana og eingreiðslurnar eru hinsvegar yfirleitt skilyrtar þannig að ekki njóta þeirra allir.

Það er hinsvegar furðulegt að launþegasamtökin skuli yfir höfuð ljá máls á þessari vitleysu, sem byrjaði með fáránlegri desemberuppbótinni og hefur aukist æ síðan.

Það væri kannski ráð að lækka laun Gylfa og annarra samningarnefndarmanna en heita þeim í staðin veglegri samningauppbót, náist samningar sem viðunandi teljist.  Það kynni að auka skilning þessara manna á raunverulegum en ekki pappírslegum kjarabótum umbjóðenda þeirra.

Þó er ekki víst að það dugi, þessir menn hafa ekki verið á sömu plánetu og umbjóðendur þeirra svo árum skiptir og það vita arðræningjar andskotans best allra.


mbl.is ASÍ hvarf af vettvangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ræningja mafían forherðist

Ræningjagengi SA hefur enn og aftur, grímulaust afhjúpað sitt eðli og tilgang. Slitnað hefur upp úr kjaraviðræðum SA – Samtökum arðræningja- og ASÍ,  eftir að þeir síðastnefndu höfnuðu því alfarið að vera aðilar að stríðsyfirlýsingu SA á hendur ríkisstjórninni um sjávarútvegsmálin.

Yfirlýsingin undarlega, sem var gefin í gær og aftur í dag,  að undir samninga yrði skrifað í dag, var beinlínis hlægileg. Þeir sem þekkja til samningamála vita að útilokað er að ákveða fyrir fram hvenær samningar náist.

En vilji –Samtök arðræningjanna- stríð þá verður því fagnað af stjórnarliðum. Því ef eitthvað getur orðið til þess að þjappa veiku stjórnarliðinu saman og þjóðinni að baki hennar, þá er það óforskömmuð krafa LÍÚ mafíunnar um óskorað og óverðskuldað eignarhald þeirra á helstu auðlind Íslensku þjóðarinnar.

Stríðsyfirlýsing SA er ekki á hendur ríkisstjórninni, hún er á hendur þjóðinni, en þeir sjá það ekki fyrir græðginni og hrokanum.

Ég neyðist til að gefa Gylfa prik, þó mér sé bölvanlega við það.


mbl.is Viðræðuslit í Karphúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ræningjagengið

Er nema von að SA, -Samtök Arðræningja,  nei fyrirgefið, Samtök atvinnulífsins auðvitað,  harmi að ríkisstjórnin skuli ekki vilja reiða af hendi uppsett lausnargjald þeirra fyrir gerð kjarasamninga.

SA hafði, eins og gíslatökuliðs er siður, fastlega gert ráð fyrir að þeir gætu, með þeirri "snilldarhugmynd" sinni að taka kjaraviðræður í þeirra við ASÍ í gíslingu, þvingað ríkisstjórnina til að hætta alfarið við innköllun aflaheimilda.

Mannrán og gíslataka er glæpur, en undir hvað flokkast arð- og kjararán ásamt því að heilt þjóðfélag er tekið í gíslingu til þess að þvinga fram afsal á eigum þess?

SA þrenningin, Vilhjálmur Egilsson, Vilmundur Jósefsson og Friðrik J. Arngrímsson  og þeirra umbjóðendur eru ekki neinir Kardemommubæjar  ræningjar,  þeir eru alvöru ræningjar, sem ætla aldrei að skila því sem þeir einu sinni hafa nappað.

Það er ekkert ævintýralegt við þessa ræningja nema þá græðgin, hún er ævintýraleg að vöxtum.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umskiptingurinn

Ekki verður annað sagt en alger umskipti hafi orðið á áliti Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á forseta Íslands. Hannes heldur ekki vatni þessa dagana vegna aðdáunar sinnar og ást sinni á forsetanum sem hann áður lagði fæð á.

Hannes hafði  m.a. þetta um forsetann að segja í grein á Pressunni í okt. 2009: 

.....hann synjaði sumarið 2004 staðfestingar fjölmiðlafrumvarpi, sem átti að takmarka tækifæri auðmanna til að móta almenningsálitið sér í hag. Var það í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins, að forseti gekk á þann hátt gegn þingviljanum. .....Forseti Íslands átti að vera sameiningartákn, en ekki þátttakandi í illdeilum......Ólafur Ragnar er ekki forseti þjóðarinnar. Hann er forseti Náskersins. 

Vonandi verður þessi skyndi hrifning Hannesar á forsetanum ekki til þess að valda hnökrum á ástarsambandi hans og ritstjóra Morgunblaðsins. Það hefur gerst áður og þá hundsaði Davíð Hannes í nokkra daga, sem olli slíkri vanlíðan Hannesar að hann gat ekki, í samtölum við kunningja um vandræði sín , hamið grátinn og táraflóðið .

 Margt er skemmtilegra, get ég ímyndað mér, en Hannes Hólmsteinn grátandi.

Hér má sjá grein Hannesar Hólmsteins á Pressunni.

 

mbl.is Hannes lofar forsetann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.