Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Hverju skilar Havró?
3.10.2010 | 12:06
Hverju hefur einn og hálfur milljarður, í rekstur Hafrannsóknarstofnunar, ár hvert, undanfarna tvo eða þrjá áratugi, skilað í uppbyggingu fiskistofnana?
Svarið er einfalt, nákvæmlega engu!
Ef það kostar stofnunina árlega einn og hálfan milljarð að ná engum árangri, hvað ætli kosti hana að ná árangri?
![]() |
Bjarna Sæmundssyni verður lagt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Sandurinn fyllir, að meðaltali, eina íbúð á dag.
2.10.2010 | 17:17
Jæja það á að bjóða út dýpkun í Landeyjahöfn. Ekki þarf Siglingastofnunin að reikna með því að fá hagkvæm tilboð því magntölurnar eru slíkar og vegna legu hafnarinnar er ólíklegt að skipið geti sinnt öðrum verkum samhliða.
Siglingastofnun áætlar að 285.000 rúmmetrum af sandi þurfi að dæla úr höfninni á næstu 3 árum. Það gerir 95.000 m3 á ári, 260 m3 á dag! Hvað ætli það sé mikið magn af sandi góðir hálsar? Það magn stútfyllir eina 105m2 , 4ja herbergja íbúð á degi hverjum!
Ólíklegt er af viðbrögðum og hugmyndum Siglingastofnunar til þessa að hún ofmeti vandann.
Svo er það stóra spurningin hvort þessi hafnargerð hafi verið galin frá upphafi eða hvort ágalli hafnarinnar sé nýtilkominn?
![]() |
Útboð á dýpkun í Landeyjarhöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mannfjandsamlegar og dauðans hugmyndir
2.10.2010 | 16:02
Þessi fyrirhugaði niðurskurður í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni er stórhættulegur. Þar með verður þegnum landsins illilega, og enn frekar en verið hefur, mismunað eftir búsetu. Það skelfilegasta við þessar hugmyndir er sú hætta, þó þetta sé hugsað sem tímabundið neyðarúrræði, að þjónustan og störfin gangi aldrei til baka aftur.
Þvert á móti mun verða talið nauðsynlegt að ganga hreint til verks og flytja þjónustuna alfarið á Höfuðbólið vegna þess hve óhagkvæmar litlar einingarnar á landsbyggðinni eru orðnar eftir þessar skerðingarnar og þannig geti þær hvort eð er ekki þjónað íbúunum.
Hver króna sem ríkið sker niður í þjónustu, framkvæmdum og hverju því sem heldur uppi atvinnustiginu, kallar, þegar á næsta ári, á aðra krónu í niðurskurði vegna samlegðar- og margföldunaráhrifa og óhjákvæmilegs tekjusamdráttar ríkisins því samfara.
Ísland er atvinnulega séð orðið anorexíusjúklingur, frekara svelti, kann að slá á magapínuna tímabundið, en dregur sjúklinginn óhjákvæmilega til dauða.
![]() |
Mun endurmeta tillögurnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Leirkarlarnir klappa og kóa undir í Valhöll
2.10.2010 | 14:09
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins lét fundarmenn, á hádegisverðarfundi í Valhöll, klappa fyrir Geir H. Haarde. Það er engin nýlunda, og þarf engum að koma á óvart, að í sölum Valhallar sé klappað og hrópað húrra fyrir mistæku liði og sérgæðingum, sem valdið hafa landi sínu ómældum skaða.
Bjarni sagði á fundinum að hann hefði áhyggjur af því að Landsdómsákæran á hendur Geir H. Haarde skapi það fordæmi að núverandi valdhafar og stjórnmálamenn framtíðarinnar verði ákærðir fyrir embættisafglöp.
Rétt eins og það ætti að vera sérstakt áhyggjuefni að þeir sæti ábyrgð, hafi þeir gerst, eða gerist, brotlegir við lög og embættisskyldur sínar!
Það eitt að Landsdómur hafi verið virkjaður í fyrsta sinn, ætti, dugi ekki annað, að vera stjórnmálamönnum það aðhald að þeir haldi sér innan þess ramma sem þeim er ætlað að vinna. Hvers vegna hefur formaður Sjálfstæðisflokksins slíkan beyg af því að það gangi eftir?
Bjarni segir Sjálfstæðismenn ekki ætla að taka þátt í þeim leðjuslag sem hann segir stjórnmálin vera orðin, þess vegna eru Sjálfstæðismenn ekki brjálaðir yfir útkomunni, þess vegna hafa þeir ekki lagt fæð á þá þingmenn sem ekki kusu rétt og þess vegna hóta þeir ekki að virða þá ekki viðlits og sér í lagi þess vegna, eru þeir ekki að láta að því liggja, að þeir muni hefna sín með Landsrétti, þegar þeir komast í aðstöðu til þess.
Hann er nú meiri leirkallinn þessi Bjarni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Matargjafir til þingmanna
1.10.2010 | 16:22
Ég ætla rétt að vona að forsetahjónin hafi ekki orðið fyrir eggjum og öðrum skeytum, þau eiga það sannarlega ekki skilið.
Þarna fengu þingmenn að reyna á eigin skinni kvöl þess fólks, sem þarf í neyð sinni að þiggja matargjafir, þó afgreiðslan í dag væri með öðrum og öllu ósnyrtilegri hætti en hjá fjölskylduhjálpinni og mæðrastyrksnefnd.
![]() |
Eggjum rigndi yfir þingmenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Línan lögð
30.9.2010 | 15:58
Fréttir af þessum toga verða líklega rauði þráðurinn í fréttaflutningi Morgunblaðsins næstu vikurnar. Hætt er við að Morgunblaðið verði undirlagt af frásögnum og fréttum af hinni miklu og meintu vandlætingu og reiði sem ríkir í þjóðfélaginu vegna þeirrar ósvinnu að stefna Geir H. Haarde fyrir Landsdóm, til að sæta ábyrgð fyrir að hafa sturtað landinu á efnahagslegan ruslahaug.
![]() |
Gátum ekki setið undir þessu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
„Varðhundar valdsins“
30.9.2010 | 13:39
Sagt er að sagan gangi í hringi, endurtaki sig reglulega. Það pólitíska landslag sem núna blasir við, hrossakaup, rýtingsstungur í bak, sérhagsmunagæsla, loddaraskapur og hræsni er gamall sannleikur er ekki nýr.
Hlustum á ræðu sem Vilmundur heitinn Gylfason flutti á Alþingi í nóvember 1982 um varðhunda valdsins. Ef nöfnum og fáeinum atriðum yrði breitt gæti þessi ræða hafa verið flutt í gær. Ræðan er í tveim hlutum og að henni er smá inngangur fréttamanns.
![]() |
Viðbúnaður með venjulegu sniði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íslenska hugvitið lætur ekki að sér hæða
30.9.2010 | 11:07
Var það ekki Borgarahreyfingin sem var stofnuð átta vikum fyrir kosningar og kom 4 mönnum inn á þing?
Sá flokkur hefur ekki lengur neinn mann á þingi, því hann sundraðist með látum o.t.a.m. var geðveiki borin mönnum á brýn. Hreyfingin var stofnuð upp úr þeim rústum.
Sagði Birgitta Ítölunum frá því, verður það ferli innbyggt í Ítalska módelið af Hreyfingunni?
Hvaða þjóð hefði dottið í hug að stofna nýtt stjórnmálaafl nema Íslendingum? Það lætur ekki að sér hæða Íslenska hugvitið og það er rétt einn ganginn orðið útflutningsvara, því ber að fagna.
![]() |
Ítölsk Hreyfing í fæðingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
En Ingibjörg elsku vinan, þessi afgreiðsla...
29.9.2010 | 22:17
...mun eitra flokkinn þinn og það sem er öllu verra, eitra allt þjóðfélagið um ókomin ár.
Þú munt aldrei geta gengið fyrir horn án þess að vera þekkt sem konan sem....!
Þokkalekt það!
Landsdómur var þín eina von til endurreisnar, synd að þú sást það ekki!
![]() |
Mun eitra stjórnmálalífið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Endurkoma, í hvers umboði?
29.9.2010 | 20:52
Ég hafði frá fyrstu tíð, eftir að Björgvin G. Sigurðsson kom inn á þing, mikla trú á manninum og taldi að hann yrði innan skamms tíma einn af helstu forystumönnum Samfylkingarinnar, ef ekki topp maðurinn sjálfur. En nú hafa skipast þau veður í lofti, með réttu eða röngu, að svo getur ekki orðið, um sinn hið minnsta.
Björgvin vék af þingi ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Illuga Gunnarssyni eftir að ávirðingar í þeirra garð komu fram. Þorgerður hefur þegar snúið aftur á þing, Björgvin hefur boðað komu sína á föstudaginn en ekkert hefur frést af áformum Illuga enn sem komið er.
Endurkoma Þorgerðar og núna Björgvins er forkastanleg og fráleitt að vilja kjósenda þeirra.
Það er mín skoðun að öll þrjú hefðu átt að bíða af sér þetta kjörtímabil en falast eftir endurnýjuðu umboði kjósenda í næstu kosningum. Endurkoma þeirra eftir kosningar tæki af allan vafa um umboð þeirra.
En eins og staðan er núna eru þau umboðslaus í augum kjósenda, hvað svo sem þau sjálf telja.
![]() |
Björgvin kemur aftur inn á þing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |