Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
„Guð blessi Ísland“ , var það ósk eða staðreynd?
11.9.2010 | 12:27
Undarleg er hún þessi setning. Hvað getur vanræksla verið annað en skortur á nauðsynlegum viðbrögðum, athöfnum eða aðgerðum o.s.f.v., hvað sem góðum ásetningi kann að líða. Ráðherrar hafa í gegnum tíðina án efa og óhjákvæmilega gerst sekir um ýmiskonar vanrækslu en slíkt þarf í sjálfu sér ekki að vera alvarlegt nema af hljótist tjón.
Ekki fer á milli mála að tjón hlaust af þeirri vanrækslu sem til umræðu er, ekki lítið tjón eða smávægilegt, ekki nokkuð, ekki verulegt, ekki mikið - heldur tröllaukið og skelfilegt tjón.
Hvort sem menn vilja kalla það viðsnúning, bakslag, áfall, hamfarir eða hörmungar er ljóst að annað eins hefur aldrei yfir Ísland riðið frá upphafi byggðar. Það skelfilegasta er að tjónið er allt manngert og heimasmíðað.
Rannsóknarnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að þrír ráðherrar hefðu með aðgerðarleysi gerst sekir um vanrækslu. Geir H. Haarde forsætisráðherra, Árni Mathieesen fjármálaráðherra og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra.
Ábyrgðin liggur auðvitað óhjákvæmilega þyngst á forsætisráðherranum , sem verkstjóra stjórnarinnar og formanni og ábyrgðarmanni annars stjórnarflokksins. Ábyrgð fjármálaráðherrans liggur í augum uppi stöðu hans vegna. Viðskiptaráðherrann er auðvitað ábyrgur sem fagráðherra viðskipta og bankamála þótt fram hafi komið að honum hafi vísvitandi verið haldið utan við umræður og ákvarðanatöku.
Rannsóknarnefndin fór mildari höndum um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og taldi hana ekki beint ábyrga sem utanríkisráðherra. En það verður ekki framhjá því litið að hún var formaður annars stjórnarflokksins og ábyrgðarmaður hans og sem slík ber hún að sjálfsögðu fulla ábyrgð. Auk þess tók Ingibjörg sannarlega þátt í því, ásamt Geir, Árna og Seðlabankastjóranum, að leyna upplýsingum fyrir viðskiptaráðherranum og hindra að hann rækti skyldur sínar.
Þáttur Seðlabankastjórans í því máli, þótt aðrar hans gerðir séu látnar liggja á milli hluta, er algerlega tekinn út fyrir sviga og að engu gerður. Af hverju, er maðurinn Guð, ósnertanlegur?
Það er mitt mat að sekt Björgvins G. Sigurðssonar sé minnst þeirra sem ég hef talið til sögunnar. Hin, forsætisráðherrann og þáv. formaður Sjálfstæðisflokksins Geir Haarde, fjármálaráðherrann Árni Matt, utanríkisráðherrann og þáv. formaður Samfylkingarnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Seðlabankastjórinn og þáv. formaður bankastjórnar Seðlabankans Davíð Oddson, beri öll ábyrgð að jöfnu.
En því má ekki gleyma að tjónið varð ekki til sem slíkt í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar undir forsæti Geirs H Haade, þótt það gerðist þá. Forsendur þess voru allar hannaðar og smíðaðar í ríkisstjórnartíð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, lengst undir forsæti Davíðs Oddsonar, með stuttu og örlagaríku inngripi Halldórs Ásgrímssonar. Hefur einhver gleymt honum?
Er ábyrgð þeirra og málið ekki nægjanlega alvarlegt til ákæru fyrir Landsdómi. Hvað heldur þú? Ef ekki, tilhvers er þá Landsdómur og hvað gæti hugsanlega orðið nægjanlega tröllaukið fyrir göfugan tilgang hans?
![]() |
Athafnaleysi þriggja ráðherra jafngilti vanrækslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
„Samkvæmt áreiðanlegum heimildum“
11.9.2010 | 08:31
Skýrsla Þingmannanefndarinnar verður birt í dag. Flestir bíða spenntir eftir skýrslunni þó menn hafi æði misjafnar væntingar og vonir um útkomuna.
Trú manna á stjórnmálamönnum er í algeru lágmarki þessa mánuðina og sumir gera sér ekki háar vonir um réttlæti, sér í lagi þegar þeir jólasveinarnir rannsaka eigin sök.
Þar kemur Hádegismóri, skilgetið afkvæmi Gróu á leiti, sterkur inn og hamrar járnið meðan það er heitt, kryddar hraustlega með dylgjum, ýkjum og í bestafalli hálfsannleik, allt í þeim göfuga tilgangi að jafna um á pólitíska andstæðinga sína.
Og svo er fréttin feðruð með tilvísun í nafnlausar, og að sama skapi, öruggar heimildir, að sjálfsögðu!
![]() |
Takast á um tillögurnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eru allir sáttir, hvað er að gerast?
10.9.2010 | 17:19
Ég hygg að val Viðars Más Matthíassonar í stöðu Hæstaréttardómara sé bæði rétt og eðlilegt, enda var hann talinn hæfastur umsækjenda ásamt Þorgeiri Örlygssyni.
Ég hef ekki hugmynd um hvar Viðar Már er í pólitík og mig varðar raunar ekkert um það. En það er ég viss um að væri hann yfirlýstur VG þá logaði bloggið núna af vandlætingargreinum um pólitíska bitlinga veitingar og spillingu Ögmundar Jónassonar.
![]() |
Viðar Már skipaður dómari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Öllu má nú nafn gefa
10.9.2010 | 07:55
Þegar forsætisráðherra hvetur Björgvin G. Sigurðsson til að taka hugsanlegri ákæru fyrir Landsdómi af karlmennsku og æðruleysi kallar Morgunblaðið það að forsætisráðherra beiti þrýstingi.
Ekki vantar hrokann í ritstjórn Moggans því þar virðist því trúað að Samfylkingin fari á hliðina af ótta og hnjáskjálfti mikill fari um flokkinn, dag hvern við útkomu blaðsins. Allt byggt á öruggum heimildum, að sjálfsögðu.
Það er sem fyrr ekki athyglisverðast það sem stendur í Mogganum heldur hvað blaðið lætur ósagt. Ekkert minnist blaðið á hugsanlegar ákærur á hendur tveim Sjálfstæðisráðherrum, Geir og Árna Matt ,en klifar því meira á meintri angist í Samfylkingunni meðan Sjálfstæðismenn standa auðvitað keikir og gleðjast við reiðan sjó.
Ef eitthvað er lýsandi dæmi um angist og hnjáskjálfta er það grafarþögnin sem ríkir á Mogganum um allt sem snýr að ábyrgð Sjálfstæðisflokksins og forystumanna hans á súpunni sem landsmenn sitja í.
Er Morgunblaðið að flytja okkur fréttir með þessum skrifum eða beita þrýstingi?
![]() |
Jóhanna beitti þrýstingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Vigdís á leiti
8.9.2010 | 20:05
Mikið afskaplega er sorglegt þegar þingmenn tjá sig opinberlega með þessum hætti, sem Vigdís Hauksdóttir gerir á bloggsíðu sinni. Það er ljóst að Vigdís er löngu búin að brjóta og týna þeirri skynsemi sem henni var gefið og í þessari örgrein tekst henni að koma lágkúrunni í efstu hæðir.
Vigdís Hauksdóttir fer klárlega á spjöld sögunnar sem konan sem blaðraði Framsóknarflokkinn endanlega út af borði Íslenskra stjórnmála.
Margir munu telja það þakkavert og innborgun á Fálkann.
![]() |
Þráinn hvíslari Össurar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Herjólfur of stór en var minnkaður-hvorutveggja Steingrími að kenna.
8.9.2010 | 12:42
Það er ekki að spyrja að bullinu í Eyjajarlinum Johnsen. Hann skammar Steingrím Sigfússon fyrir ástandið í Landeyjarhöfn og að Herjólfur sé of stór fyrir höfnina.
Svo er það líka Steingrími að kenna að Herjólfur væri ekki enn stærri því Steingrímur hefði minnkað skipið á sínum tíma.
Það er ógerlegt að ráða af undarlegum þankagangi Árna Johnsen hvort hann sé að koma eða fara.
![]() |
Og skammastu þín Árni Johnsen |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Afturhald heima og að heiman
7.9.2010 | 22:21
Er ekki búið að taka þessa umræðu í botn, þetta er orðið ágætt, það er óþarfi að núa þessu Færeyingum meira um nasir.
Það virðist alveg gleymast að við eigum hér heima hálfan annan helling af samskonar endaþarmsafturhaldi eins og þessum Penis av Krana eða hvað hann heitir sá góði maður.
Við ættum frekar að hafa áhyggjur af Íslensku afturhaldi og eyða kröftunum í að kveða það niður og láta vini okkar og velunnara í Færeyjum um sinn landa.
![]() |
Danir blása Jenis-málið út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sendum Kristján Gunnarsson í endurmenntun, gerum hann atvinnulausan.
7.9.2010 | 21:12
Ég held að Kristján Gunnarsson formaður Starfsgreinasambandsins hafi aldrei áður sannað á jafn skýran hátt hve fjarri því fari að hann sé á sömu blaðsíðu og umbjóðendur hans, ef þá í sömu bók yfir höfuð.
Auðvitað vilja allir sjá meira í launaumslögunum sínum, ekki spurning um það, en menn verða að þekkja sinn vitjunartíma. Atvinnureksturinn í landinu hefur sjaldan eða aldrei, í seinni tíð hið minnsta, verið jafn illa í stakk búinn til að taka á sig aukin útgjöld. Lítið þarf að rugga bátnum til að valda slysi.
Ef umbjóðendur Kristjáns Gunnarssonar tækju þá ákvörðun núna, sem þeir ættu að hafa gert fyrir löngu, að hann væri búinn að vera of lengi á of góðu og afkastaletjandi kaupi og sendu hann heim, þá missti Kristján sína einu og hálfu á mánuði. Kristján stigi þá tilneyddur úr fílabeinsturni sínum og niður á gólfið og færi á 130 þúsund króna atvinnuleysisbætur ásamt 16000 fyrrum umbjóðenda hans.
Þá yrði Kristján sennilega í fyrsta sinn um langa hríð á sömu blaðsíðu og umbjóðendur hans. Við þessar nýju aðstæður hefði Kristján alla burði til að fá þá hugljómun, launahækkun upp allan skallann væri hreint ekki brýnasta aðgerðin fyrir miðnætti í kjara- og atvinnumálum.
![]() |
Fólk vill sjá launin hækka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sandkastalar
6.9.2010 | 19:18
En það er skiljanlegt að embættismenn, verkfræðingar og aðrir sem gert hafa í buxurnar í þessu sandkassamáli reyni hvað þeir geta að bera af sér bullið og kenna öllu sem hönd verður á komið um floppið.
Það hefur verið bent á að höfnin hafi verið hönnuð fyrir minna skip en núverandi Herjólf. Skip sem er sagt að risti um einum metra minna en Herjólfur. Herjólfur tók niðri, sem þýðir að nýja skipið hefði haft 1 metra undir kili, væri það komið í rekstur. Er það ásættanlegt að hafa ekki upp á meira upp á að hlaupa? Hvað verður brimið lengi að gera þann metra að engu?
Í frétt á heimsíðu Siglingastofnunar frá 17. febrúar 2006 segir m.a um Bakkafjöruhöfnina:
Öldumælingar og líkantilraunir hafa leitt í ljós að einungis þyrfti að fella niður um 1,6% áætlunarferða ferju á þessari leið á ársgrundvelli. Ferðir ferjunnar munu aðeins falla niður í 3-4 daga á ári vegna veðurs þannig að áætlun hennar verður áreiðanleg.
Eitt hefur örugglega vantað í allar líkanatilraunir hafnarinnar, það hefur vantað mest afgerandi náttúrulega þáttinn, sandkófið í sjónum. Í góðu brimi er sjórinn við ströndina mettaður af sandi og sandurinn berst með hreyfingu sjávar inn á kyrr svæði og þar sest hann hvað sem öllum útreikningum líður.
Hvar er eina kyrra svæðið á allri Bakkafjöru?
![]() |
Herjólfur siglir ekki í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Niðurstaða í skoðanakönnun
4.9.2010 | 22:46
Spurt var: Ert þú hlynnt/ur því að hollenska fyrirtækið ECA fái aðstöðu hér á landi til að þjálfa flugmenn til manndrápa?
Já, ekki spurning sögðu 37.7%
Já, með skilyrðum sögðu 19.5%
Alveg sama sögðu 0.0%
Nei, held ekki sögðu 3.9%
Nei, aldrei sögðu 39.0%
77 svöruðu. Samtals 57.2 % eru mjög sáttir eða sjá ekkert athugavert við það að Hollenska fyrirtækið ECA fá aðstöðu hér á landi til að þjálfa menn til manndrápa, þótt ekkert sé um fyrirtækið vitað annað en að eigandi á sér vafasama fortíð.
Er þetta ekki svolítið 2007, að ekki skipti máli hvaðan peningarnir koma eða hvernig þeirra er aflað, bara að seðlarnir skili sér?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)