Færsluflokkur: Vísindi og fræði
Kötlugos lausnin?
4.11.2009 | 22:45
Landbrot er farið að ógna byggðinni í Víl í Mýrdal. Árni Johnsen boðar til fundar í fjörunni við Vík annað kvöld til að reyna að hemja hafið.
Ljóst er að hressilegt Kötlugos með öllu tilheyrandi myndi færa strandlengjuna við Vík verulega fram og redda málinu.
Í stað þess að rymja yfir fundarmönnum í flæðamálinu ætti Árni því að bregða sér á Kötlu kerlingu og taka lagið.
Þá er eins víst að Katla gamla rumskaði af svefni sínum, blési hressilega frá sér til að hrista af sér okið.
Ætli fundarmenn að bíða í fjörunni meðan Árni athafnar sig á Kötlu væri vissara að mæta í bússum.
Fundarmenn mæti í sjóstígvélum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Flórída á Norðurpólnum?
26.10.2009 | 13:41
Vantar ekki landrekið inn í þetta dæmi Hollendingana?
Það er vitað að hitabeltisloftslag var á Suðurskautslandinu fyrir hundruðum milljóna ára. Er þá hægt að slá því föstu að loftslag á suðurpólnum hafi verið þá eins og í Flórída í dag?
Auðvitað ekki, því þegar þessi hlýindi voru á suðurskautslandinu, var landmassinn ekki þar sem hann er núna. Hann var miklu norðar en hefur sökum landreks færst á pólinn.
Ekki er ólíklegt að svipað hafi átt sér stað með hafsbotninn á Norðurpólnum, hann sé langt að kominn enda 53 milljónir ára býsna langur tími.
Ljóst er allavega að verulegar landfræðilegar breytingar hafi átt sér stað á Norðurpólnum, nema Hollendingarnir geti sýnt fram á að Pálmatré hafi á þessum tíma vaxið grimmt á hafsbotni á 1500m dýpi.
Bill ógnaði ekki Bill
21.8.2009 | 22:21
Það er beinlínis rangt sem segir í fréttinni að fellibylurinn Bill stefni á Bermúda. Hann mun fara framhjá í meira en 200 mílnafjarlægð samkvæmt spám.
Hér er að finna skemmtilegt kort um feril og stefnu Bill og áætlaða braut hans næstu daga. Kortið uppfærist jafnóðum.
Efst í horninu hægramegin má bæta inn skýjum, spám um ferilinn og fl. Kortið má færa til að vild. Það er virkilega gaman að skoða þetta.
Bill Clinton þurfti að flýja nafna sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skjálftinn kom miðlinum á óvart!
1.8.2009 | 11:52
Já hver þremilinn, skjálftinn kom þá miðlinum sjálfum sem spáði honum á óvart þegar allt kom til alls.
Lára segir gærkvöldið bara byrjunina, og næst komi eldgos. Hún segir jarðhræringarnar ekki það versta sem í vændum sé, heldur sjái hún annan og miklu verri atburð framundan. En af nærgætni og tillitssemi við skelkaðan almenning þá ætli hún ekki að greina nánar frá því opinberlega en hún muni setja yfirvöld í viðbragsstöðu.
Ég get sagt þér eitt elskan mín, og hlustaðu nú vel. Segir Lára. Ég vil ekkert fá þetta orð á mig, að vera spámiðill eða sjáandi. Ég er bara Lára Ólafsdóttir, með næmni sem ég deili með þjóðinni þar sem mér er ekki sama,
Svo mörg voru orð miðillins, sem vill fyrir alla muni ekki vekja á sér athygli.
Samkvæmt mati jarðfræðinga og sögu jarðhræringa og eldgosa þá eru fjölmargar eldstöðvar komnar á tíma og jafnvel vel fram yfir hann, þannig að vart verður hjá gosi komist á næstunni, hvað sem spádómum líður.
En auðvitað tökum við meira mark á athyglissjúkri spákonu, sem fylgist með fréttum, en reynslu og þekkingu jarðfræðinga og eldgosasögu landsins.
Hrinan í rénun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Nú lifnar bloggið og....
1.8.2009 | 00:27
....spádóms- og kuklsinnar kætast og fullyrða að þarna sé hann kominn skjálftinn sem spáð var um daginn. En það skakkar einhverjum dögum og svo ekki sé talað um að þessi skjálfti var ekkert merkilegur, rétt skreið yfir 3.
Að spá jarðskjálfta á Íslandi er svipað og spá sólskini á Spáni. Hvorugt krefst verulegrar spádómsgáfu.
Snarpur jarðskjálfti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Í kvöld kl. 23:15 gerist það góðir hálsar.
27.7.2009 | 11:57
Lára Ólafsdóttir sjáandi hefur spáð fyrir um öflugan jarðskjálfta á Krýsuvíkursvæðinu í kvöld kl. 23.15 og skjálftinn verður að sögn mjög öflugur.
Óstaðfestar fregnir herma að Lára hafi áður varað Veðurstofuna við fyrirfram um nokkra fyrri skjálfta.
Það er rétt fyrir þá sem taka svona alvarlega og eru á hættusvæðinu að gera viðeigandi ráðstafanir. Ég er hinsvegar efasemdarmaður og læt mér fátt um finnast.
Spennan eykst örugglega þegar líður á kvöldið, svo er bara spurningin hvort spennulosunin kl 23:15 verður í jarðskorpunni eða íbúum svæðisins.
.
Spurt um jarðskjálftaspádóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Höldum til Mars
20.7.2009 | 13:03
Þetta er lítið skref fyrir mann, en risastórt skref fyrir mannkynið. Sagði Neil Armstrong þegar hann steig fæti sínum á Tunglið fyrstur manna.
Rétt á hæla honum kom svo félagi hans Edwin Buzz Aldrin, en þriðji maðurinn í þessum leiðangri, Michael Collins var á braut um tunglið í stjórnfarinu á meðan þeir félagar spókuðu sig á yfirborði tunglsins.
Í dag eru liðin 40 ár frá þessum merka atburði. Kennedy forseti setti Bandaríkjunum það markmið árið 1962 að koma mönnum til tunglsins og heim aftur áður en áratugurinn væri úti. Als urðu mannaðar tunglendingar 6 talsins. Apolló 13 lenti ekki á tunglinu eftir að sprenging hafði orðið í farinu. Það var afrek hjá NASA að ná geimförunum heilum heim og þeirra besta stund.
Það er vafalaust engin tilviljun að einmitt þessa dagana er geimfar að mynda yfirborð Tunglsins til að kanna með nýja lendingarstaði. NASA áætlar að senda þangað að nýju mönnuð för um 2020. Geimfarið hefur m.a. myndað lendingarstaði Apolló tunglfarana og á myndunum má glögglega sjá ummerki eftir lendingarnar, m.a. búnað sem skilin var eftir og fótspor.
Margir hafa haldið því fram að allur Apolló pakkinn hafi verið falsaður, þeir sömu munu vafalaust fullyrða að þessar nýju myndir séu falsaðar.
Margt merkilegt hefur gerst í geimferðum og geimrannsóknum frá því Örninn lenti á Tunglinu 20. Júlí 1969, en það fellur allt í skuggann fyrir þessu risaskrefi sem þá var stigið í sögu geimferða.
Næsta risaskref í geimferðum hlýtur að verða mönnuð ferð til Mars ekkert minna.
.
Tunglfararnir vilja stefna á Mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Geimskotinu var frestað það mistókst ekki.
18.7.2009 | 18:39
Hætt var við geimskot geimferjunar Endeavour og því frestað fimm sinnum, en það mistókst ekki fimm sinnum eins og fréttin hamrar á.
Það hefur aðeins einu sinni gerst að geimskot geimferju hafi mistekist , það var þegar Challenger sprakk í flugtaki 28 janúar 1986 og fórst með allri áhöfn 7 mönnum.
Eðli máls samkvæmt getur flugtak hverjar geimferju aðeins mistekist einu sinni.
Boðin velkomin í geimstöð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Rokkið er Íslenskur útflutningur
11.6.2009 | 16:52
Kanarnir fundu ekki upp rokkið, ef þannig má að orði komast.
Nú er ljóst að það barst með Íslenskum útrásarvíkingum til Ameríku í árdaga og varðveittist þar.
Leifum okkur að kalla það heppni.
Víkingarnir hlustuðu á rokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Scapaflóa nautið - „Der Stier von Scapa Flow“
10.6.2009 | 19:43
Við upphaf síðari heimsstyrjaldar hafði árás á bresku flotastöðina í á Orkneyjum lengi verið sérstakt athugunarefni hjá Flotastjórn Þjóðverja og Karl Dönitz þáverandi yfirmaður Þýska kafbátaflotans hafði mikinn áhuga á hugmyndinni.
Í fyrri heimstyrjöldinni í október 1918 hafði árás á Scapa Flow verið reynd á kafbátnum UB-116 undir stjórn Hans Joachim Emsmann. Sú tilraun mistókst þegar báturinn fórst með manni og mús við ásiglingu á tundurdufl. Bretum var kunnugt um þetta og því höfðu allar varnir í Scapa Flow verið styrktar og efldar til mikilla muna. M.a. hafði herteknum Þýskum herskipum verið sökkt þar eftir lok fyrra stríðs til að hindra siglingar um sundin.
Þetta var sérlegt áhugamál Dönitz, því tækist að lauma kafbát inn á flóann væri hægt að veita Bretum þungt högg, því það gæti tekið þá 3 til 4 ár að bæta úr skaðanum. Auk þess yrði það hefnd fyrir Þýsku skipin sem var sökkt þar. Dönitz vissi að svona aðgerð tækist ekki nema saman færi frábær kafbátsáhöfn, góð upplýsingaþjónusta ásamt talsverðu magni af heppni. Hann hafði unnið að upplýsingaöflun og öðrum undirbúningi í nokkurn tíma fyrir upphaf styrjaldarinnar. Það var svo sunnudaginn 1. október 1939, mánuði eftir upphaf styrjaldarinnar, sem Dönitz boðaði einn af efnilegustu kafbátaforingjum sínum, Günther Prien, skipherra á U-47, á sinn fund og bauð honum að taka að sér þetta erfiða verkefni. Prien tók með sér heim öll gögn um málið og lá yfir þeim næstu nótt. Um morguninn gekk hann á fund yfirmanns síns og tók að sér verkefnið.
U-47 var af annarri kynslóð kafbáta af gerðinni VII og kallaðist VIIB og var smíðaður hjá Krupp Germaniawerft í Kíl. Þar voru líka míðaðri bátar þeirra Otto Kretschmer U-99 og U-100 sem var bátur Joachim Schepke. Þeir voru líka í hópi svokallaðra Ása, afkastamestu kafbáta- foringja Þjóðverja.
Áhöfnin á U-47 sá að eitthvað sérstakt var í bígerð þegar venju- bundnar byrgðir bátsins voru teknar í land og báturinn búinn á ný til stuttrar ferðar. Það var svo 8. október sem U-47 sigldi frá Kíl út á Norðursjóinn. Þeir forðuðust eftir megni að komast í nálægð við nokkurt skip eða vekja eftirtekt á ferð bátsins á leið sinni norður Norðursjóinn.
Það var síðan rétt fyrir miðnætti 13. október sem þeir hófu siglinguna inn á Scapa flóann. Þá fyrst var áhöfn kafbátsins gerð grein fyrir því sem til stóð. Þeir urðu að sigla inn á liggjandanum, því þarna eru harðir straumar sem hefðu hæglega getað borið bátinn ofurliði. Þeir þræddu á hægri ferð á yfirborðinu milli skipsflaka sem hafði verið sökkt í þeim tilgangi að hefta siglingu sem þessa. Auk skipsflaka voru tundurduflagirðingar þvers og kruss. Um tíma voru þeir svo nálægt landi að þeir lentu í ljósgeisla bifreiðar sem ók eftir vegi á ströndinni. En heppnin var með þeim, þeir sluppu óséðir.
Það var svo kl. 00.27 sem Prien ritaði í skipsbókina Wir sind in Scapa Flow!!!. Þeir voru sloppnir í gegn. Þeir sáu tvö skip til norðurs og þokuðu sér í skotfæri og kl. 00.58 skutu þeir þrem tundurskeytum að þeim. Bátnum var samstundis snúið undan og skotið úr skuthlaupi bátsins, eftir þrjár mínútur kvað við ein sprenging. Þeim til mikillar undrunar urðu engin merkjanleg viðbrögð af hálfu Breta. Bátnum var því aftur snúið við til annarrar árásar. Kl. 01.22 var enn skotið þrem tundurskeytum og þrem mínútum síðar kváðu við öflugar sprengingar þegar skeytin sprungu á síðu 31.000 tonna orrustu skipsins HMS Royal Oak. Það sökk á 13 mínútum og með því fórust 834 menn, aðeins 375 komust af. Royal Oak var næst stærsta skipið sem þýskir kafbátar sökktu í stríðinu.
Nú voru Bretarnir vaknaðir og hófu eftirför og mikla leit að kafbátnum, sem tókst að sleppa óséður út úr flóanum kl. 02.15 og tók stefnuna heim. U-47 kom til hafnar í Kíl, rétt fyrir hádegi 17. Október, þar sem þeim var fagnað sem hetjum. Allri áhöfninni var flogið til Berlínar til fundar við Hitler. Prien, fyrstur kafbátsforingja, var sæmdur Riddaragráðu Járnkrossins. Hann og áhöfnin snæddu síðan hátíðarkvöldverð með Hitler. Bretar viðurkenndu missi Royal Oak en staðhæfðu að kafbátnum hefði verið sökkt.Þetta er sennilega djarfasta sendiför allra tíma, sem kafbátur hefur verið sendur í.
Günther Prien var eftir Scapaflóa árásina kallaður Scapaflóanautið, vegna táknsins sem var á turni U-47, en það var griðungur í vígahug. Þetta tákn varð síðar tákn alls 7. flotans. Prien var sæmdur eikarlaufum við járnkrossinn 1940.
U-47 fór í samtals 10 árásarferðir og sökkti 30 skipum, samtals 186,253 tonn og laskaði 8 skip uppá 63.000 tonn. Þetta skilaði Prien, þótt á stuttum tíma væri, í hóp 10 hæstu kafbátaása Þjóðverja og hann var sá eini þeirra tíu, sem ekki lifði styrjöldina af.
Günther Prien lét lífið þegar U-47 fórst með allri áhöfn 7. mars 1941 þegar hann gerði árás á skipalestina OB-293 vestur af Írlandi. Lengi var talið að tundurspillirinn HMS Wolverine hefði grandað U-47 en síðari upplýsingar hafa kollvarpað því. Hvað varð Günther Prien og áhöfn hans á U-47 að fjörtjóni er því ekki ljóst og verður kannski aldrei. Kafbátaflotinn var sá hluti hernaðarmaskínu Þjóðverja sem varð fyrir mesta manntjóninu, af 40.000 manns sem þjónuðu á kafbátunum í stríðinu, snéru 30.000 ekki heim.
Vísindi og fræði | Breytt 11.6.2009 kl. 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)