Færsluflokkur: Löggæsla
Inn - og aldrei út aftur!
22.10.2009 | 18:07
Fimm ára dómur Hæstaréttar er allt of vægur dómur fyrir svona brot, en þó spor í rétta átt miðað við fyrri dóma. Að kalla þetta brot er ekki rétta orðið á svona viðbjóði. Að nauðga eigin barni, 2ja ára gömlu, er ólýsanlegur hryllingur. Þennan mann á að loka inni fyrir fullt og fast.
En níðingsverkið á barninu er ekki eini hryllingurinn í þessu máli. Sá dómari sem dæmdi manninn í Héraðsdómi ætti aldrei að fá að koma nálægt svona málum framvegis, því sú staðreynd að hann taldi tveggja ára fangelsi hæfilega refsingu, sýnir að hann er til þess gersamlega vanhæfur.
Ég ætla ekki að vera með neinar getgátur hver sé ástæða mildi dómarans, en fólk hlýtur að spyrja sig þeirrar spurningar.
5 ára fangelsi fyrir brot gegn dóttur sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fyrirmyndarríkið í vestri.
14.9.2009 | 21:17
· Í fyrirmyndarríkinu Bandaríkjunum voru 16.272 morð framin í fyrra, miðað við fólksfjölda ættu morð á Íslandi að hafa verið 17 í fyrra.
· Í fyrirmyndarríkinu Bandaríkjunum voru 89.000 nauðganir í fyrra, hlutfallsleg tala á Íslandi væri 93 nauðganir.
· Í fyrirmyndarríkinu Bandaríkjunum voru 834.000 alvarlegar líkamsárásir í fyrra, hlutfallstalan á Íslandi væri 878 alvarlegar líkamsárásir.
· Í fyrirmyndarríkinu Bandaríkjunum voru í fyrra 441.885 manns rænd. Sú tala á Íslandi ætti þá að vera 465.
En glæpum mun vera að fækka í Bandaríkjunum öfugt við þróunina hér.
Yfir 16 þúsund myrtir í Bandaríkjunum í fyrra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Blástu í mælinn góði!
4.9.2009 | 23:18
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er ekki lengur nauðsynlegt að...
22.8.2009 | 19:46
...að fólk sýni ógnandi tilburði eða að öðru leiti afbrigðilega hegðan til að lögreglan stökkvi á það og skelli í járn.
Ef þessi starfsnýung er eftir stöðluðum vinnureglum þarf ungi og knái Lögreglustjórinn í Reykjavík að hysja upp um sig og liðið buxurnar og breyta þeim vinnureglum hið snarasta aftur til fyrra horfs.
Hendi lögreglan burt mannlega þættinum í sinni vinnu og eykur hörku, kallar hún aðeins yfir sig aukið ofbeldi. Það vill enginn.
Í handjárn en óölvuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Dæmdur til að greiða löggum mútur!
18.8.2009 | 12:44
Dómar koma oft á óvart, nú hefur efnaður Frakki hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að reyna að múta lögreglumönnum og jafnframt dæmdur til að greiða þeim múturnar!!
.
.
Lottóvinningshafi reyndi að múta lögreglumönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Var óþverrinn ekki dæmdur í...
14.8.2009 | 00:03
...líftíðar fangelsi?
Var það þá allt í plati að hann færi ekki út úr fangelsinu fyrr en dauður?
Þó maðurinn sé með krabbamein er það misnotkun á samúð að sýna hana þessum manni.
.
.
Mál Megrahi vekur reiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hvar eru gömlu góðu...
13.8.2009 | 21:29
...pappalöggurnar sem stóðu vaktina dag og nótt, hér um árið? Væri ekki tilvalið að dusta af þeim rykið og fylkja þeim fram?
Pappalöggurnar eru hóflegar í launakröfum og láta alveg vera að skrifa opin bréf þótt vinnuöryggið og starfsumhverfið sé orðið algerlega óviðunandi.
Svo mætti búa til nýjar með mynd af lögreglustjóranum sjálfum, glæstum og gjörvilegum.
Engin lögregla án lögreglumanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sending SMS samhliða akstri er dauðans alvara....
29.7.2009 | 23:37
...það er ekki spurning, en hvernig á framfylgja viðkomandi banni við SMS endingum við akstur?
Það er minna en gagnslaust að banna eitthvað með lögum sem engin vegur er að framfylgja.
.
Vill bann við sms undir stýri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stela stórt það er málið.
9.7.2009 | 12:59
Maður stelur hálfri flösku af lélegum vodka úr ríkinu og fær mánaðardóm fyrir vikið.
En þegar menn sem skulda Kaupþingi ( Ríkinu) sex milljarða og segjast aðeins ætla að borga 2,5 til 3 miljarða en stela restinni (1.200.000 vodkafleygar) þá horfir öðru vísi við. Þá er útlit fyrir að aðeins verði sagt þó það nú væri elsku vinir, ekkert mál, hafið ykkar hentisemi.Fyrir dóminn hafði vodkaþjófurinn greitt fleyginn fullu verði, hann fékk engan afslátt eða niðurfellingu.
Stal vodkafleyg og einum bjór | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Auga fyrir auga og.....
27.6.2009 | 20:49
Er ekki rétt að bjóða ógeðinu upp á sömu kjör? Innilokun í fangaklefa án salernisaðstöðu, og hvorki vott né þurrt, í tvo daga?
En því miður verður það ekki gert, það eina sem gerist er að hundinum verður lógað og viðbjóðurinn fær sér bara annan og málið dautt með hundinum.
Annars segir fréttin að maðurinn hafi verið handtekinn fyrir að veitast að lögreglunni en ekki fyrir illa meðferð á hundinum eins ætla má af fyrirsögn fréttarinnar.
Handtekinn fyrir illa meðferð á hundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)