Færsluflokkur: Fréttir
Siðlaus myndataka
12.3.2013 | 12:40
Í fréttum sjónvarps í gær var frétt um slys á vélsleðamanni í Unadal og að þyrla gæslunnar hefði verið send að sækja manninn. Með fréttinni birtist myndskeið af vettvangi sem sagt var að áhöfn þyrlunnar hafi tekið.
Mér brá satt best að segja verulega þegar ég heyrði þetta. Er þetta það sem koma skal, að sjúkraflutningamenn, lögreglumenn og annað björgunarlið taki upp myndavélarnar sínar á vettvangi slyss og taki þar myndir til að selja fjölmiðlum?
Það má vera að áhöfn þyrlunnar hafi engin lög brotið með myndatökunni, ég þekki það ekki, en siðlaust er þetta athæfi klárlega og tæplega í samræmi við ætlaðar starfsskyldur þyrluáhafnarinnar.
Fréttatími RUV fréttin byrjar á 17:00
Fréttir | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vá, hugsið ykkur! - Nýju fötin prinsessunnar
11.2.2013 | 22:43
Hugsið ykkur - krónprinsessa Danmerkur, klæddist íslenskri hönnun þegar hún lék sér í snjónum með börnunum fjórum og eiginmanninum. Hvernig klæðist fólk hönnun?
Þvílík upphefð fyrir eðalslektið að klæðast íslensk hönnuðum fatnaði. Prinsessan er að sögn Smartlands Moggans þekkt tískupæja og ekki myndi hún láta sjá sig dauða í lúðalegum útivistarfötum.
Það eru greinilega engin takmörk fyrir lágkúrunni í þessu Smartlandi.
![]() |
Prinsessa í íslenskri hönnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frétt fyrir lausgirta klámhunda
1.2.2013 | 13:21
Maður bleytir sig hreinlega við lestur svona frétta.
Takk Marta María, svona fréttir eru ómetanlegar og bjarga deginum, ef ekki hreinlega allri vikunni.
![]() |
Brjóstahaldaralaus Beyoncé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er blaðamennska vinna?
2.12.2012 | 01:13
Af fyrirsögn fréttarinnar að dæma, hætti í vinnunni og selur vínil, mætti ætla að blaðamaðurinn telji það ekki vera vinnu að selja vínilplötur.
Er það virkilega vinna að skrifa svona steypu, fá menn borgað fyrir þetta?
![]() |
Hætti í vinnunni og selur vínyl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 01:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Herjólfur dreginn í slipp?
27.11.2012 | 12:07
Herjólfur var dreginn í slipp í Hafnarfirði í gær... segir í fréttinni. Herjólfur er tveggja véla og tveggja skrúfu skip. Þannig útbúin skip verða ekki ósjálfbjarga þótt önnur vélin eða skrúfan verði óvirk.
Sennilegast sigldi Herjólfur fyrir eigin vélarafli í slippinn og hinn meinti dráttur þangað er bara hefðbundið bull í mbl. blaðamanni, sem þekkir hvorki haus né sporð á því sem hann skrifar um.
![]() |
Eitt blaðanna brotið af |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hverjar eru áherslur RÚV?
6.11.2012 | 18:47
Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að forsetakosningar eru í Bandaríkjunum í dag.
Ríkisútvarpið hefur haft spurnir af kosningunum og stekkur til með kosningavöku sem hefst kl. 23.15, í sjónvarpinu, dagskrárlok eru auglýst kl. 06.00 samkvæmt vef RUV.
Hvernig stendur á því að Ríkissjónvarpið telur ástæðu til að halda sérstaka og langa kosningavöku um kosningar í Bandaríkjunum þegar sama stofnun gaf nýafstaðinni þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi um stjórnarskrárfrumvarpið fingurinn og fjallaði um hana af fullkominni léttúð með ómerkilegu innskoti í dagskrá?
![]() |
Kosningavaka á Nordica |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Nektarmynd af Kate Middleton á brúkaupsdaginn
20.9.2012 | 10:15
Þvílíkur hamagangur út af einu pari af brjóstum sem eru varla umtalsverð, ef marka má myndir af hennar hátign fullklæddri.
Kate blessunin mátti auðvitað vita að þegar hún gekk í eina sæng með einhverri úrkynjuðustu og óþörfustu fjölskyldu heims, yrði hún hvergi óhult fyrir papparössum, hefði hún hug á að bera hold opinberlega.
Hertogaynjan getur því sjálfri sér um kennt og því meir sem hún og hinir ómagarnir í Buckingham höll ólmast yfir myndunum, stóreykst á þeim áhuginn.
.
.
Það skal tekið fram að myndin er fölsuð!
![]() |
14 myndir af Kate berbrjósta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Vonandi var þetta missýn
4.7.2012 | 20:42
Vonandi er um misskilning eða missýn að ræða, þannig að lattelepjandi kaffihúsa bloggarar þurfi ekki að fara enn og aftur af hjörunum yfir felldum ísbirni.
![]() |
Leita að ísbirni á Vatnsnesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Auglýsingar dulbúnar sem fréttir
5.6.2012 | 13:06
Auglýsing WOW air á Smartlandi Mörtu Maríu á Mogganum, er sem stendur mest lesna "fréttin" á Mbl.is.
Á Smartlandinu er allt auglýst og fært í búning frétta, frá megrandi blöndurum upp í flugfélög , sé það nægjanlega hallærislegt.
![]() |
Þessir voru í jómfrúferð Wow air |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Í leið eða úr leið?
22.5.2012 | 17:41
Flugvél er á leið frá Austurríki til Riga í Lettlandi, farþegi veikist og næsti flugvöllur er Keflavík, já góðan daginn!
Hvernig geta menn skrifað svona bull án þess að svo mikið sem roðni á perunni?
![]() |
Fékk heilablóðfall í flugvél |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)