Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Yes Darling, yes please
9.10.2008 | 18:02
Hún er orðin nokkuð þvæld þessi gamla tugga hjá Geir og flokksbræðrum hans um sérstöku vináttu og vinsemd Breta í okkar garð. Hjartahlýjan og gæskan á, að sögn, að streyma frá þeim í okkar garð í þeim mæli að það hálfa væri nóg.
Hvernig í ósköpum getum við kallað það vina þjóð sem fer með hervaldi gegn okkur aftur og aftur og beitir okkur efnahagsþvingunum til að reyna að þvinga rangan málstað.
Landhelgin færð út í 4 mílur 1954. Löndunarbann sett á íslenskan fisk í Bretlandi.
1. Þorskastríðið 1958. Landhelgin færð út í 12 mílur. Bretar sendu herskip inn í landhelgina til verndar veiðiþjófum. Bretar ræna 9 skipverjum af Þór. Skipherrann á HMS Russel hótar að sökkva varðskipi.
2. Þorskastríðið 1970. Landhelgin færð út í 50 mílur. Herskip og dráttarbátar sendi til verndar veiðiþjófum. Dráttarbátarnir hófu ásiglingar á íslensku varðskipin. Banaslys varð um borð í Ægi þegar vélstjóri vann að viðgerð eftir ásiglingu.
3. Þorskastríðið 1975. Landhelgin færð út í 200 mílur. Dráttarbátar og herskip inn í landhelgina á ný. Ásiglingum beitt ótæpilega af bæði dráttarbátum og herskipum og náðu hámarki þegar herskip gerði tilraun til að sökkva varðskipinu Tý. Mátti engu muna að það tækist. Megnið af áhöfninni hefði vafalaust farist með skipinu hefði þessi ásetningur heppnast. Stjórnmálasambandi slitið við Breta. |
Ég veit ekki með aðra en mér er fyrirmunað að telja ríki til okkar bestu vina, sem án hiks kemur svona fram við okkur . Það má spyrja sig hvað þeir hefðu verið tilbúnir að ganga langt ef þeir hefðu ekki verið þessir vildar vinir okkar.
Það hefur aldrei verið talið merki um einlæga vináttu milli ríkja þegar þau slíta stjórnmálasambandi.
Og þessi atlaga þeirra núna sýnir svo ekki verður um villst að það er þeim ekki sérlega ofarlega í huga að telja okkur til vina þeirra, nú frekar en fyrr, nema það henti þeirra hagsmunum.
![]() |
Mjög óvinveitt aðgerð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Dragbítur
9.10.2008 | 11:44
Það hefur komið skýrt fram að langveigamesti þátturinn í endurreisn efnahagslífsins á Íslandi og að krónan eigi sér viðreisnar von, sé sá að skapa aftur traust erlendis á krónunni og efnahagslífi á landinu almennt.
Að vinna aftur það traust virðist eiga langt í land. Meginástæða þess er Seðlabankastjóri sem er orðin undrunar- og aðhlátursefni erlendis, vegna endurtekinna yfirlýsinga sinna um menn og málefni.
Ummæli Davíðs hæfa fráleitt ábyrgum og vönduðum Seðlabankastjóra, hann talar eins og götustrákur.
Dragi ríkisstjórnin það að taka til í Seðlabankanum, hvort sem menn telja það rétt eða rangt, þá mun hún líka glata trausti og það verður öllu verra dæmi að leysa við þessar aðstæður.
Tiltektarrassía FME hefði átt að byrja í Seðlabankanum, það hefði bjargað miklu.
![]() |
Atburðir í Bretlandi felldu Kaupþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Friðarverðlaun Yoko
9.10.2008 | 10:52
Yoko Ono er komin til landsins, blessuð konan. Boðað hefur verið að hún ætli að nú á afmælisdegi Lennons veita tvenn friðarverðlaun.
Næsta öruggt má telja að Davíð Oddson hljóti önnur friðarverðlaunin fyrir að koma á friði á Íslenskum fjármálamarkaði.
Og fullvíst að Davíð Oddson hljóti hin verðlaunin fyrir að hafa með því öðlast innri frið.
![]() |
Yoko og Lennon á landinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skáldið í Svörtuloftum.
9.10.2008 | 07:57

Nú hefur komið í ljós að sá hinn sami er að margra mati brennuvargurinn, sem með ógætilegu tali og mislögum höndum hefur kveikt flesta þá elda sem loga og nú síðast í Kaupþingi, sem varð eldinum að bráð í morgun.
Neró keisari kveikti í Rómarborg forðum og horfði á borgina brenna til að skapa sér skáldlegan innblástur við ljóðagerð sína.
Nú svífur skáldgyðjan yfir Svörtuloftum, þar sem skáldið situr og fyllist skáldlegum innblæstri meðan það horfir á Ísland brenna.
![]() |
FME yfirtekur Kaupþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vá maður!
8.10.2008 | 23:44
Selur upp í fjöru á Íslandi, vá........ Kunnið þið annan?
![]() |
Selur í fjörunni á Grenivík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Undarleg nálgun
8.10.2008 | 18:16
Ef ég skil fréttina rétt þá er aðaláhyggjuefni lögfræðings dauðadæmds fanga að illa gangi að taka skjólstæðing hans af lífi vegna offitu.
Ástæða offitunar mun vera slæmt fæði í fangelsinu.
Áfrýjun er því byggð á að yfirvöld beri þannig ábyrgð á offitu mannsins og þar með vandanum að senda hann í annan heim.
Það virðist ekki inní myndinni að aftökur séu yfirhöfuð vafasamar og lítt réttlætanlegar, nema í undantekningartilfellum.
![]() |
Dauðdaginn kvalafyllri vegna offitu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vegir ástarinnar eru órannsakanlegir
8.10.2008 | 17:51
Íbúar þorpa og smábæja eiga allt önnur samskipti sín á milli en íbúar stórborga. Í þorpunum þekkja allir alla og öll samskipti manna á milli eru á persónulegum nótum.
Í borgum er þessu öðruvísi farið. Öll samskipti fólks eru í lágmarki, nágrannar eða jafnvel fólk í sama stigagangi þekkist lítt eða ekki. Menn reyna hvað þeir geta að halda öðrum í hæfilegri fjarlægð.
Nú er netið greinilega að breyta þessu. Fólk sem ekki yrðir á næsta nágranna er tilbúið að hafa samskipti við bláókunnuga manneskju á netinu.
Nágranar kynnast á netinu og verða ástfanginn, afar rómantískt og dramatískt.
![]() |
Voru nágrannar í 17 ár en ástin kviknaði á netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úlfaldi gerður úr ......engu.
8.10.2008 | 16:29
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands virðist hafa verið full bráður og harkalegur í yfirlýsingum í garð Íslands.
Um misskilning eða ranga túlkun á boðum milli landana mun að sakast. Það er því greinilegt að vanda verður til þess sem menn láta frá sér svo það verði ekki misskilið.
Það getur orðið dýrkeypt eins og þetta sannar, fjölmiðlar gefa ekki grið ef safarík frétt eða skúbb er undir. Ef eitthvað hefði verið hæft í þessu hefði það valdið okkur ómældum skaða um ókomna tíð.
![]() |
Eignir standi undir Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þeir hugsa um sínar konur suður þar.
7.10.2008 | 22:09
Það verður væntanlega rífandi sala á bílnum í nágranaríkinu Saudi-Arabíu. Sérhannaður fyrir konur en engin sjálfstýring eða snyrtistofa?
.
.
Hann hugsar um sínar konur þessi
![]() |
Bifreið sem er sérhönnuð fyrir konur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hvaðan koma bestu peningarnir?
7.10.2008 | 21:17
Margt bendir til að gjaldeyrisskortur sé að gera vart við sig hjá Seðlabanka. Margir eru að undra sig á af hverju gjaldeyrisskiptasamningar við Norðurlönd hafi ekki verið virkjaðir í ljósi stöðu mála.
Svo kemur þessi furðulega tilkynning frá Seðlabanka í morgun um að frágengið sé lán frá Rússum, sem reyndist síðan full djarflega orðuð.
Það læðist að manni sá grunur að hér sé skipulagður kaldastríðsfarsi á ferð til að hafa áhrif á vini okkar sem áður hafa rétt okkur fingurinn, en það er fyrst núna sem það er upplýst.
Sé það svo þá tryggir þessi framsetning á málinu að fréttin af Rússagullinu fer örugglega þangað sem henni er ætlað að fara. Það hefur aldrei verið leyndarmál að viðskipti okkar við Sovétríkin á sínum tíma ollu alla tíð verulegum pirringi vestur í Votatúni.
En líklega fáum við bara fingurinn aftur því kaldastríðinu er lokið og við erum ekki Könum jafn mikilvægir og áður og viðskipti við Rússa pirra því ekki í sama mæli og áður.
Þetta hljómar kannski ótrúlega en kaldastríðinu er ekki enn lokið í Sjálfstæðisflokknum og kreddur og tortryggni í garð Rússa er með ólíkindum og gamla Rússagrýlan ríður enn húsum í Valhöll sem aldrei fyrr. Þeir neita að horfast í augu við staðreyndir og því eru kaldastríðsaðferðir þeim eðlislægar.
Aðstoð frá Rússum er í þeirra augum síðasti kostur. Ef svo ólíklega færi að farsinn bæri tilætlaðan árangur og vinir okkar sæju að sér og byðu okkur lán á næstu dögum, þá er ég ekki í nokkrum vafa að stigið yrði með það sama á útrétta hönd Rússa og snúið frá, því peningar frá Votatúni eru jú til muna betri en aðrir.
.
.
![]() |
Baksvið: Hvaða vinir" brugðust? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)