Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Svona á að gera þetta, en ekki .......

Þetta er gott framtak hjá Ölgerðinni, þeir eiga hrós skilið. Olífélögin brugðust hratt við með ölgerðinlækkun, takk fyrir það.

Þeir eru aumkunarverðir sem reyna að maka krókinn á ástandinu og sumir fara ekki leynt með það.

gallabuxurÞannig aðila eigum við að sniðganga og beina viðskiptum okkar annað.

Hún er spaugileg auglýsingin frá Vinnufatabúðinni sem hefur síðustu daga auglýst að allar buxur væru á „gamla genginu“ til að laða til sín viðskipti.

Þessi auglýsing var spiluð áfram í dag.  Í græðgisviðleitni sinni höfðu þeir ekki áttað sig á því að „gamla gengið“  var orðið 30% dýrara, miðað við gengi Seðlabankans í dag.


mbl.is Ölgerðin lækkar verð á innfluttum vörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smjörklípa óskast!

klípaEinhverjar svona uppákomur hér á landi væru tilvaldar sem smjörklípur á þjóðina meðan mesta gjörningaveðrið gengur yfir.

Lumar ekki einhver áræðinn á góðri hugmynd...........?


mbl.is Nakinn á sundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tökum eitt skref í einu.

Hvaða bráðræði er þetta, þarf að auka þorsk kvótann strax?  Við þurfum að skoða þetta vel áður en ákvörðun verður tekin um  auknar aflaheimildir.  Ekkert liggur á, það er aðeins mánuður liðinn þorskuraf kvótaárinu.

Þetta  er  ekki  nýr málflutningur. Talsmenn þessa  hafa hamrað á þessu lengi.  

Það læðist að manni sá grunur að þeir reyni nú að nýta sér ástandið í efnahagsmálum til að þvinga þetta fram að óathuguðu máli. Þetta lyktar af lýðskrumi.

Verum ekki þeir þorskar að rasa um ráð fram. Er ekki nóg komið af því í bili?

 
mbl.is Vísindin ráða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myrkur mánudagur

Mikið gjörninga veður hefur gengið yfir Ísland undanfarna daga og náði hámarki í gær á þessum myrka mánudegi. Endapunkturinn var snöfurmannleg  neyðarlagasetning á Alþingi seint í gærkveldi.

Þar hristi ríkisstjórnin af sér slyðruorðið og gekk loks ákveðin og fumlaust til verka.  Við verðum að trúa því að stjórninni takist að fylgja þessu eftir af krafti á viðeigandi hátt og til betri vegar.fellibylur

Segja má að við séum þessa stundina stödd í auga fellibylsins, dottið hefur á dúnalogn en það mun hvessa aftur næstu daga áður en fer að kyrrast aftur.

Fjármálaeftirlitinu hefur verið falið nánast alræðisvald yfir fjármálastofnunum. Fyrstu skrefin í endurreisninni voru stigin með morgninum þegar Fjármálaeftirlitið tók yfir stjórn Landsbankans. Ég hef fulla trú á að staðið verði við yfirlýsingar um að hagsmunir viðskiptavina bankans verði tryggðir. Seðlabankinn hefur fryst gengi krónunnar og hækkað það verulega.

Landsbankinn er alfarið minn viðskiptabanki því er nokkur órói í mér, annað væri óeðlilegt.  En við verðum að trúa því að það besta verði gert úr hlutunum.

Ekki verður því á móti mælt að frjálshyggjan á Íslandi hefur sett verulega ofan svo ekki sé dýpra í árina tekið. Hannes Hólmsteinn holdgerfingur hennar reynir þó að berja í brestina í Moggaviðtali.  „Við þurfum að gera greinarmun á kapítalismanum og kapítalistunum sem eru auðvitað hannes hmistækir.“ Segir Hannes. 

 Athyglisverð setning, ég sé fyrir mér einhvern kommúnista mógúl nota sömu rök:  Við þurfum að gera greinarmun á  kommúnismanum og kommúnistum sem eru auðvitað mistækir.“  Ekki þarf að fara orðum um hvað  Hannes hefði um „slíka þvælu“ að segja.

Það þarf enginn að fara í grafgötur með það að  aðgerðir gærdagsins eru sársaukafullar fyrir Sjálfstæðismenn , þeir ganga gegn grundvallar hugmyndafræði sinni, nauðugir að vísu, en samt. Ég tek ofan fyrir þeim fyrir það.

Svo hefur salti verið stráð í opna und þeirra að þurfa að þiggja myndarlegt lán frá Rússum. Þar reynast þeir okkur betri en „vinir okkar“ í vestri sem vildu okkur ekki með í gjaldeyrisskiptasamningum við Norðurlöndin.

Sjálfstæðismenn geta  sjálfum sér um kennt hvernig komið er. Við einkavæðingu bankana á sínum tíma og stofnun hins nýja fjármálaumhverfis urðu þeim á grundvallarmistök. Þeir trúðu því betur en nýju neti að engin ástæða væri til að lög og  lagarammar á Íslandi um fjármálastofnanir væru jafn ítarleg og gengju jafn langt og sambærileg lög í nágrannalöndunum.  

Engin hætta var talin á að nýríkir Nonnar Íslands misstu fótanna á hálu svelli auðmagnsins. Ekkert mátti hindra eða tefja vöxt nýjasta  ávöxt  íslensks hugvits og áræðni. Í engu var sinnt viðvörunum og ábendingum þeirra sem vildu fara hægar og halda sig á jörðinni.

Nú súpum við seyðið af þessu. Lögin sem sett voru í gær ganga lengra en sambærileg ákvæði annarra landa en þau fylla í þá eyðu sem áður voru í lögunum. Ef þessi ákvæði hefðu verið sett í lögin strax er óvíst að krísa þessi, sem nú er uppi, hefði komið upp þrátt fyrir ástandið á heimsmarkaðnum.

Með þetta hangandi yfir sér frá upphafi hefði það án efa dregið úr offorsi nýfrjálsu bankana í fjárfestingum og nýríku Nonnarnir farið hægar í sakirnar og verið til muna jarðbundnari.

Nú er hluti bankana að komast aftur í eigu ríkisins, Glitnir um síðustu helgi og Landsbankinn er næstu daga að verða aftur „banki allra landsmanna“. Vonandi lærum við eitthvað af þessu. Þetta frjálshyggjunámskeið verður þjóðinni ansi dýrt.  Einkavaeding_Logo

Hvað ætli verði langt þar til að frjálshyggjuofsatrúar Hannesarnir  í Sjálfstæðisflokknum fari að tala um að allt það, sem ríkið hefur og mun leysa til sín næstu daga, verði aftur gefið í hendur einstaklinga, því þeim farnist svo miklu betur í svona rekstri en ríkið.

Það má alltaf reyna aftur, ekki fullreynt fyrr en í þriðja, ekki satt?


mbl.is Gengi krónu fest tímabundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er mér öllum lokið

gretar-thorsteinssonOrð Grétars Þorsteinssonar forseta ASÍ, í  hádegisfréttum, um samskipti  þeirra við ríkisstjórnina um helgina sendu ískaldan hroll niður bakið, vægt orðað.

Misvísandi yfirlýsingar forsætisráðherra og tal hans út og suður um ástandið hafði vissulega upplýst að ekki væri allt með feldu á stjórnarheimilinu.

En að það væri jafn veruleikafirrt  og út úr kú eins og Grétar upplýsti, hafði jafnvel ekki hvarfað að mér, þótt ég væri allur að vilja gerður.

Ríkisstjórnarskipti hafa verið sögð slæmur kostur við þessar aðstæður, ekki dreg ég úr því. En Asninnáframhaldandi seta þessarar ríkisstjórnar er líka grafalvarlegt mál, því augljóst má vera að getu- og ráðaleysi hennar er algert.  

Þeir sem vilja, geta ekki, því samstarfsflokkurinn er í gíslingu liðónýts forsætisráðherra.

.

.

Ríkisstjórnin ræður ekki við vandann

  
mbl.is Launþegasamtök ekki boðuð til funda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kongen er död, kongen længe leve!

kongefamilienFyrir dyrum stendur að Danir kjósi um breytingar á erfðalögum  konungsfjölskyldunnar. Það er gert til að  stúlkur, sem eru frumburður  hafi jafnan rétt til ríkiserfða og strákar. Eldri lög gera ráð fyrir að stúlka víki fyrir yngri bróður. Út frá jafnréttissjónarmiðum er þetta þarft mál.

En það er undarlegt að þróað lýðræðisríki, þar sem menntun er á háu stigi, skuli yfir höfuð vera, nú árið 2008, enn að þvælast með miðalda þjóðhöfðingjafyrirkomulag.  Það „meikar ekki sens“ eins og krakkarnir segja.  

Hæfni eða geta erfðaprinsins til að sinna kóngapakkþjóðhöfðingjaembættinu hefur ekkert að segja heldur það eitt að vera sonur mömmu og pabba.

Eðlilegra hefði verið fyrir Dani að kjósa hreinlega um að kasta þessari rándýru „glamur“  rekstrareiningu, sem konungsfjölskyldan vissulega er, á ruslahauga sögunnar.


mbl.is Kosið um erfðir dönsku konungsfjölskyldunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir, tak sæng þína og gakk.

Fundi fjögurra íslenskra ráðherra, fjármálaeftirlitsins og ráðgjafa erlendra banka lauk á þriðja tímanum í nótt.þjóðarskútan

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði unnið væri að aðgerðaáætlun og að yfirlýsingar gæti orðið að vænta með morgninum.  Halló!  Sagði Geir ekki fyrir miðnætti að ekki væri þörf á aðgerðaráætlun.

Þjóðarskútan er strönduð á skeri, búist er við að hún renni af skerinu á hverri stundu og sökkvi. Hvað gerir skipstjórinn? Jú hann kemur kotroskinn út á dekk og tilkynnir að hann ætli í koju!

Fjöldi heimila er komin á heljarþröm og fjöldi fólks festir vart svefn af áhyggjum af afkomu sinni. En landsfaðirinn ætlar sér ekki að missa svefn út af þannig smámunum.

Eru þeir á sama skipi Geir og Björgvin?  Eru menn að reyna að vinna sig inn í eða út úr þessari krísu?

Ekki er að sjá að Geir beri það við að reyna að tala ástandið niður, heldur þvert á móti. Halda mætti að ástandið sé honum ekki eins leitt og hann lætur. Hann allavega rígheldur í sína gömlu aðgerðaleysisáætlun.

Það er ljóst að skipstjóri þjóðarskútunnar er ekki starfi sínu vaxinn. Hann þarf að víkja ásamt sínum ráðgjafa og fela stýrimanninum að taka við.

Best væri að skipta alveg um áhöfn, þessi hefur misst móðinn.

Ástandið er farið að minna óþyrmilega á hina lánlausu  ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar.


mbl.is Fundi lauk á þriðja tímanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að berja í brestina.

 Ríkisstjórnir um alla Evrópu eru að grípa til gagnaðgerða til lausnar aðsteðjandi vanda. Þar róa menn að því öllum árum að koma í veg fyrir að allt fari á versta veg. Þar er öllu til kostað.

Hér á landi þar sem krísan er Evrópumet ef ekki heimsmet, funda menn á vöktum heila helgi til þess eins að komast að því að ekkert sé að. Engin þörf á aðgerðum.

Nýr Davíðssálmur hefur verið sunginn og Davíð fær áfram að stjórna efnahagsmálunum sem fellst aðallega í því að kafa með báðum vaxta krumlunum dýpra í vasa almennings. PampersKingSize

Strúturinn stingur höfðinu í sandinn á ný, ríkisstjórnin hefur gefist upp, búin að gera upp á bak og gerir ekki tilraun til þess að skeina sig.

Þetta á eftir að vekja undrum erlendis og  verður ekki  til að bæta tiltrú á krónunni erlendis eða íslenskum efnahagsmálum almennt.

Aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar.
mbl.is Þýskaland samþykkir neyðaráætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta var þá bara stormur í vatnsglasi.

Þetta ástand er það versta sem dunið hefur yfir síðan 1914, segir Geir,  en spennan hefur minkað um helgina og ekki þörf á sérstökum að gerðum!  

Það mun vera góður vilji hjá bönkunum um að selja eignir í erlendis. (Þó það nú væri)

GeirGeir var mjög ánægður með viðbrögð aðila vinnumarkaðarins. Það þýðir á mannamáli að launþegar eiga að borga brúsann. Ekki furða að spennan hafi minnkað í Geir.

Geir sagði að þegar hér væri komið þætti ekki  ástæða  til að  grípa til neinna sérstakra ráðstafana hér og nú.  Hann neitaði því að búið væri að útvega  bankalán erlendis frá!

Þegar reikningurinn hefur nú verið sendur til launþega þá reynist restin stormur í vatnsglasi og ekki þörf neinu frekar. Svo er bara farið heim að sofa. glass-of-water

Góða nótt góðir landsmenn og góða drauma.

.

.

.
mbl.is Ekki þörf á aðgerðapakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þreytta höndin orðlausa!

Steingrímur1Steingrímur segist  orðin þreyttur í handleggnum og undrast að ríkisstjórnin  skuli ekki hafa tekið í útrétta sáttahönd hans, þetta sé jú falleg og ítakaleg hönd.

Halda mætti að stjórnin telji sig einfæra um að leysa vandann. Steingrímur er orðlaus yfir slíkum hroka því hann sé mjög svo þokkalega að sér í þessum málum.

Steingrímur er þrár og ákveðin maður og því ætlar hann að þrauka og halda hendinni  út enn um Jesus_10022stund.

Þegar handleggurinn gefur sig loksins væri ráð að fara niður á hnén í bæn til stjórnarinnar að fá að vera memm. Steingrímur gæti hvílt sig smástund í þeirri stellingu og núið sára höndina.  

Það hljómar ekki trúverðugt að Steingrímur sé orðlaus. Fyrr frýs í Helvíti áður en talfærin á honum gefa sig.

Stjórnin er með góðan þingmeirihluta og er að störfum (loksins) og meðan hún gefur ekki frá sér verkefnið verður Steingrímur að sætta sig við að standa á hliðarlínunni og bíða eftir kallinu, komi  einhvern tíman til þess.


mbl.is Sáttahöndin að þreytast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.