Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Heilagar kýr og aðrar kýr
12.10.2008 | 20:03
Jóhanna Sigurðardóttir er eini ráðherrann, raunar eini þingmaðurinn, sem ég ber takmarkalausa virðingu fyrir. Hún, eins og öll þjóðin raunar, telur að lækka þurfi vexti.
Alveg frá setningu neyðarlagana hefur öll þjóðin beðið vaxtalækkana en ekkert gerist. Löggjafinn Alþingi og ríkisstjórnin virðast þurfa að sitja hjá ráða- og varnarlaus þegar að þessum þætti kemur.
Hér hefur alræðisvald, reiður og bitur, mistækur og mjög svo umdeildur fyrrverandi stjórnmálamaður sem situr í hreiðri sínu í Svörtuloftum og horfir yfir sviðið með hroka þess sem valdið hefur. Enginn virðist geta hróflað við ægi valdi hans.
Er þetta heilbrigt? Er þetta það sem við viljum? Vega skoðanir þessa manns, dyntir og duttlungar, meira en hagsmunir heillar þjóðar?
Er ekki kominn tími...........
![]() |
Jóhanna: Skipbrot nýfrjálshyggjunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslandi allt
12.10.2008 | 19:02
Forseta Íslands er legið það á hálsi að hafa í orði stutt við bakið á útrásinni. En hefði hann ekki hlotið ákúrur, hefði hann ekki gert það eða reynt að leggja stein í götu hennar?
Er það ekki einmitt hlutverk forsetans að styðja við það sem réttast þykir á hverjum tíma og til framfara getur talist. Hvetja menn til dáða eða rétta huggandi hönd?
Notum ekki forsetaembættið til blóra. Finnum í því styrk til sameiningar.
Áfram Ísland.
![]() |
Forsetinn hvetur til samstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verða galdrabrennur?
12.10.2008 | 18:25
Silfur Egils í dag er að sönnu sögulegur þáttur. Rúsínan í pylsuendanum var viðtalið við Jón Ásgeir.
Það verður, hvaða álit sem menn hafa á Jóni Ásgeiri, að meta það honum til tekna að hafa mætt í Silfrið, til að standa fyrir máli sínu og halda stóískri ró, þótt hart væri að honum sótt.
Fleiri útrásarhaukum var boðið en enginn annar hafði til þess þor. Það segir kannski meira en mörg orð.
Hvort og hvernig sekt manna er háttað, í þessu andstyggðar máli öllu, verður tíminn að leiða í ljós. Að kalla fram galdrabrennu andrúmsloft til að fá einhverja stundarfróun þjónar engum tilgangi og allra síst réttlætinu.
Allt þarf að vera undir þegar þetta mál verður rannsakað. Ekki bara útrásahaukarnir heldur líka og ekki hvað síst þáttur pólitíkusa og embættismanna. Þjóðin þarf ekki á einhverjum blórabögglum að halda, þjóðin þarf réttlæti.
Án réttlætis verður aldrei sátt í þjóðfélaginu.
![]() |
Jón Ásgeir: Fær ekkert út úr sölunni á Baugsfyrirtækjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Batnandi manni er best að lifa
11.10.2008 | 22:38
Það er ánægjulegt að Geir Haarde skuli loks hafa áttað sig á því að gera þurfi gagngerar breytingar á reglum viðskiptalífsins. Að setja þurfi skýrar og hnitmiðaðar reglur sem veitir viðskiptalífinu nauðsynlegt aðhald. Jafnframt þarf að herða viðurlög við brotum.
En þetta eru allt atriði sem búið var að gagnrýna og margvara við en Sjálfstæðismenn skelltu ekki aðeins skollaeyrum heldur lögðust frjálshyggjutrúboðarnir hart gegn öllum slíkum hugmyndum. Gagnrýnendum voru ekki vandaðar kveðjunnar.
Það er góðra gjalda vert að Sjálfstæðismenn skuli hafa áttað sig, þótt það sé einu þjóðargjaldþroti of seint.
Hverær ætli þeir átti sig og viðurkenni bullið og ruglið við gjafakvótakerfið og lýsi vilja til breytinga, eða verður það fyrst stórslysi eða hruni of seint?
![]() |
Geir: Herða beri viðurlög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vínlandsför.
11.10.2008 | 15:00
Fulltrúar helstu iðnríkja heims, svokölluð G7, funda nú vestur í Votatúni. Árni Matt var sendur á svæðið, vegna hans annáluðu kurteisi ásamt frábærri málakunnáttu og afburða færni í mannlegum samskiptum.
Mikils er vænst af Árna vestur þar í tengslum við G7, eða G8 eftir komu Árna. Með komu Árna til Votatúns mun greindarvísitalan hafa hækkað bæði þar og á Íslandi.
George Witlausi Bush hefur ákveðið að fara að dæmi Breta og leggja til hlutafé í banka! Halló! Halló! Vorum það ekki við Íslendingar, eða nánar tiltekið Hobbitinn í Seðlabankanum sem fann þetta upp og framkvæmdi með eftirminnilegum afleiðingum?
En hvað um það, þótt mikið liggi á eru Bandaríkjamenn ekki enn farnir að nota stóra stóra björgunarsjóðinn sem þeir komu á fót á dögunum til hjálpar fjármálakerfinu.
Sennilega er verið að leita leiða til að nota hann til hermála án þess að eftir því verði tekið.
![]() |
Bush hvetur til samstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vonandi að satt væri....
11.10.2008 | 12:26
Sagði Geir ekki allt þetta ár að allt væri í stakasta lagi? Sagði Geir ekki að bankarnir væru traustir? Sagði Geir ekki daglega að botninum væri náð? Sagði Geir ekki að engin þörf væri á aðgerðum? Sagði Geir ekki að......
Geir hefur undanfarna daga þurft að éta ofaní sig flest sem hann hefur látið frá sér fara um bankana, útrásina og svo ekki sé talað um lungað úr hugmyndafræði frjálshyggjunnar.
Það er óskandi að Geir hafi rétt fyrir sér núna, það yrðu þá aðaltíðindin.
![]() |
Mesta hættan liðin hjá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Konur eða karlar?
10.10.2008 | 15:25
Kona var ráðin bankastjóri Nýja Landsbankans og nú berast fregnir af því að kona verði bankastjóri "Nýja" Glitnis. Það er gleðilegt ef þetta er rétt.
Það er mikið af kraftmiklum og vel hæfum konum innan bankakerfisins. En konu á auðvitað ekki að ráða af því að hún er kona, frekar en karl af því að hann er karl. Hæfileikar og geta hljóta að ráða.
Ég efast ekki um að þær eru báðar vel hæfar og eiga eftir að skila góðu verki. En voru þær eingöngu ráðnar af faglegum forsendum en ekki af því að þær eru konur?
Það liggur fyrir samkvæmt yfirlýsingum viðskiptaráðherra að laun bankastjóra myndu lækka, ofurlaun heyrðu sögunni til. Mig grunar að einmitt þess vegna séu konur ráðnar.
Mönnum kann að þykja eðlilegra og skárra að bjóða konum, frekar en körlum upp á þau býtti að vinna á lægri launum en forverar þeirra.
Skömm ef svo er.
![]() |
Birna verður væntanlega bankastjóri Glitnis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Allt getur skeð....
10.10.2008 | 09:40
Hvað verður sameinað næst, himnaríki og helvíti? Það myndi nást veruleg hagræðing með því.
Þá yrðu allir í sömu súpunni, réttlátir sem ranglátir. Rétt eins og á Íslandi í dag.
![]() |
Fréttablaðið og Árvakur saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Vinir okkar Færeyingar
10.10.2008 | 07:39
Færeyingar hafa sýnt það og sannað gegnum tíðina að þeir hafa stórt hjarta og eru ekki bara vinir okkar þegar vel gengur. Þeir voru t.d. eina þjóðin sem studdi okkur í verki í Þorskastríðunum.
Því miður finnst mér hafa borið á þeirri tilhneigingu meðal Íslendinga að líta niður á Færeyinga, rétt eins og hjá hinum Norðurlöndunum að líta niður á okkur. Hvorugt á rétt á sér og í samskiptum okkar og þeirra finnst mér heldur halla á okkur.
Íslenska þjóðin er varnarlítil og berskjölduð í því umróti sem skekur heiminn og liggur vel við höggi þessa dagana. Við munum sjá á næstu vikum og mánuðum hverjir eru vinir og hverjir ekki.
Góðar og hlýjar kveðjur hafa borist frá Færeyjum og móralskur stuðningur.
Takk kæru vinir.
![]() |
Vinarkveðja frá Færeyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
„Helgi Seljan er fífl og dóni!“
9.10.2008 | 19:30
Geir Haarde mun á blaðamannafundinum í dag hafa heyrst hvísla að Urði Gunnarsdóttur upplýsingafulltrúa að Helgi Seljan fréttamaður Kastljóss væri fífl og dóni.
Svei mér, ef ég er ekki sammála Geir.
Frétt af Visir.is
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)